Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 13
-NSU erlend samskipti vikan hérlendis í annað sinn Síðastliðið sumar var mikið um Utanferðir ungmennafélaga en nú snýst dæmið við og í okkar er- lendu samskiptum í sumar verð- um við í gestgjafahlutverkinu. Öngmennavika NSU verður nú hjá okkur í annað sinn, en við sáum um framkvæmd hennar 1976 og dvöldum þá á Flúðum í Hrunamannahreppi. Nú verður hópurinn í íþróttamiðstöðinni á Selfossi og er vafasamt að Ung- mennavikan hafi nokkru sinni fyrr verið haldin við svo góðar að- stæður bæði hvað úti og inni að- stöðu varðar. UMFI hefur sent dagskrá til allra aðildarfélaga NSU og er nú þegar ljóst að þátttakan verður alveg í toppi. Gjaldið fyrir 10 daga dvöl er 1700 danskar krónur, en í því er líka margt innifalið auk fæðis og húsnæðis eins og sjá má af dagskrá vikunnar hér á eftir. Raunar er „vikan” að þessu sinni 10 dagar. 11. júlí Mœting og kynningarkvöld. 12. júlí kl. 8-9 Skipt í hópa eftir áhugamálum, og síðan starf- að undir stjóm leiðbeinenda í eftirtöldum hóp- um. Sónghópur. Pjóðdansar. Föndur. Kl. 11-12 Kynnist Islandi. Fastur dagskrárliöur með mismunandi efni, t.d. kvikmyndum og öðru myndefni,fyrirlestr- ar og umrœður umýmis mál. S.s. atvinnumál, sögu, menningarmál o.fl. kl. 14 Utivera m.a. Ipróttir eftir vali, sund og knattleikir, göngu- ferðir um nágrennið, atvinnulíf söfn og stofn- anir á Selfossi skoðaðar. Kl. 18.30 Kvöldverður. Kl.20 Kvöldvaka: Hér verður um mismunandi dag- skrár að rœða bæði frá mismunandi löndum og starfshópum og e.t.v. einnigfrá heimamönnum hér. 13.júlí Fyrir hádegi. Starfshópar. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.