Skinfaxi - 01.02.1986, Side 9
og auk þess mættu þau vera með smá sprell
á leikjum eins og landsliðið var að gera
síðasta sumar. Ég held að æfingaaðstaða
hjá íslensku félögunum sé í lagi en ytri
aðstæður eru ekki nögu góðar. Það er æft
eins og hjá atvinnufélögunum en það er
ólaunað. En aðstaðan hjá frjálsíþróttafólki
er vægast sagt slæm. Ég hef litið aðeins inn
í Baldurshaga og fannst mér aðstaðan
hreint afleit.
-Hvemig fannst þér staðið að undirbiíningi
fyrirHM?
-Það hefur verið nokkuð vel staðið að
undirbúningi landsliðsins og mikið lagt í
hann, en eins og Bogdan hefur reyndar
sagt sjálfur, þá hlýtur það að vera slæmt
fyrir hann sem þjálfara, þegar hann er að
reyna að byggja upp lið sitt að þurfa sjá af
strákunum í sjónvarpsauglýsingar og ýmis
konar uppákomur. Það hlýtur að vera
þnígandi fyrir leikmenn að það er gert of
mikill glamor úr þeim fyrir keppnina. Mér
fannst það koma í ljós í leiknum á móti
Suður-Kóreu að þá vantaði einbeitningu.
En þeir hafa sýnt það í síðustu tveimur
leikjunum, á móti Tékkum sem eru
sennilega í sama klassa og við, og á móti
Rúmenum sem eru skrifaðir klassa fyrir
ofan og reyndar með eitt af þremur bestu
liðum í heiminum, að undirbúningurinn
hefur verið geysigóður.
-Núna eigum við raunhæfan möguleika á
jafnvel að spila um 5-6 sætið. Að vísu er
staðan í hinum riðlinum meira afgerandi,
Júgóslavar og V-Þjóðverjar virðast vera
þar með nokkra yfirburði en £ okkar riðli
eigum við nokkuð góða möguleika. Við
höfum unnið bæði Svía og Dani á góðum
degi en alltaf átt erfitt með þá á stórmótum.
Við ættum að geta unnið Ungverja fyrst við
unnum Rúmena þannig að við eigum
raunhafan möguleika á góðu sæti í
riðlinum. Sem betur fer þurfum við ekki að
keppa aftur við S-Kóreu. Þeir spila
skemmtilegan handbolta og vona ég að
þeim gangi vel í keppnum í framtíðinni.
Það mundi aðeins rjúfa þann austurblokkar
'Ég spáði jafntefli á móti Tékkum 19-19"
Skinfaxi 1. tbl. 1986
"Getum unnið þá ágóðum degi"
svip sem hefur einkennt handboltann. Ég er
mjög hrifinn af stórskyttu S-Kóreumanna,
Kang og hingað til finnst mér hann
skemmtilegastur af erlendu leikmönnum
HM. Þegar þetta viðtal birtist þá verða
úrslit sennilega ráðin í keppninni, en ég læt
samt spá mína flakka. Ég var nokkuð
sannspár með leikinn við S-Kóreu, ég var
búinn að spá 6 marka tapi eins og Geir
Hallsteinsson. Ég var búinn að spá jafntefli
á móti Tékkum 19-19 þannig að ég var
nokkuð nálægt því. En ég var búinn að spá
3 marka tapi á móti Rúmenum, þannig að
spádómsgáfa mín hefur farið niður á við.
Ætli ég skjóti ekki á að við gerum jafntefli
við Ungverja og töpum fyrir Svíum og
Dönum. Ég ætla samt að vona að ég hafi
ekki rétt fyrir mér.
-Uppáhaldsliðið mitt í Ensku
knattspyrnunni er Ipswish. Ég sigli frekar
Iygnan sjó í botnbaráttunni þessa dagana.
Aður fyrr hélt ég mikið uppá Leeds, en
Leeds var þá stórveldi í Ensku
knattspyrnunni hér áður fyrr ásamt Arsenal
og Derby. En þegar Leeds fór að dala fór
ég að hafa augastað á Ipswish aðallega út
af því að þar átti ég nafna Eric Gailes sem
er rauðhærður lubbi eins og ég, en
stórskemmtilegur leikmaður enda kom það
á daginn að þeir voru með stórskemmtilegt
lið. Eg er alveg viss um að þeir eiga eftir að
láta mikið að sér kveða á næstu árum þó
þeir séu neðarlega þessa dagana.
-Ég hef gífurlegan áhuga á körfubolta og
mitt álit á þeirri deilu sem kemur oft upp
hvort það eigi að hleypa erlendum
leikmönnum inn í deildina er að það eigi
tvímælalaust að gera það. Það hefur hleypt
lífi í körfuboltann. Mér finnst að
körfuboltinn sé aftur farinn að dala. Ég
man fyrir nokkrum árum þegar byrjað var
að hleypa erlendum leikmönnum inn í
deildina, þá fór maður í höllina hvað eftir
annað og það var alltaf troðfullt. Ég er
alveg harður á því að það byggir upp að
hafa erlenda leikmenn í liðunum. Mér
finnst það gott fyrirkomulag eins og það
var að hafa einn erlendan leikmann í hverju
liði.
-Hvað ertþúað geraþessa dagana?
-Ég hef verið að kenna grasafræði í
Seljaskóla. Að vísu er það aðeins í
forföllum og ég verð að viðurkenna að það
er fag sem ég hef ekki mjög mikinn áhuga
á. En mér finnst mjög gaman að kenna og á
sennilega eftir að gera það í framtíðinni.
Næsta vetur fer ég hugsanlega að kenna
fög sem ég hef meiri áhuga á eins og
tungumál eða eitthvað í þeim dúr.
-Fyrir utan það að vera að syngja í
Broadway um helgar og að vera að þeytast
milli skemmtistaða og félagsmiðstöðva, þá
er ég að fullkomna innreið mfna í
skallapoppið og kem til með að syngja 2-3
lög í Éurovisionkeppni sjónvarpsins. Ég tel
að íslendingar eigi góðan möguleika í
"...kemur önnur uppsveifla hver veit"
keppninni. Miðað við þau lög sem hafa
unnið í þessum keppnum þá er kannski
hætta á því að íslensku lögin séu of góð til
að vinna. Ég ætla að vona að það verði
hresst lag sem kemst í keppnina því það
lýsir okkur íslendingum best. Við erum
hress þjóð. Keppninni lýkur svo 15. mars
og þá ætla ég að setjast niður og reyna að
semja efni og koma frá mér plötu fyrir
vorið. Að lokum verða kveðjutónleikar
"Drýsils" haldnir í mars, og tel ég að sú
hljómsveit hafi verið sterkust í þessari
"Heavy-metal" uppsveiflu sem stóð yfir
að vísu í sorglega stuttan tíma. En ég er
mjög stoltur að hafa átt þátt í þeirri
uppsveiflu og sé ekki eftir þeim tíma sem
fór í "Drýsil". Þetta var hlutur sem ég varð
að gera. Og kannski kemur önnur
uppsveifla, hver veit.
9