Skinfaxi - 01.02.1986, Qupperneq 10
Leiklist hjá
Umf. Skriðuhrepps
Ungmennafélag Skriðuhrepps í
Eyjafjarðarsýslu hefur starfað mikið að
leiklistarmálum á undanfömum ámm. Á
s.l. 10 árum hefur félagið staðið fyrir
sjö leiksýningum, sem má teljast gott
framlag áhugafólks í fámennu
byggðarlagi. Og enn er leiklist á fullri
ferð hjá Umf. Skriðuhrepps.
Undanfarnar vikur hefur félagið æft
gamanleikinn "Ingiríði Óskarsdóttur"
eftir Trausta Jónsson veðurfræðing,
undir leikstjórn Péturs Eggertz.
Frumsýning fór fram í félagsheimilinu
Melum 27. feb. við góðar undirtektir.
Þegar þetta er ritað, 10. mars er búið að
sýna leikinn fimm sinnum og hefur
aðsókn verið góð.
Þ.J.
Bræðurnir, Guðmundur Steindórsson,
(vinstra megin) og Þórður Steindórsson i
hlutverkum sínum.
(Ljósmynd: Kristján Amgrímsson)
Þorrablót
Á síðasta ársþingi UMSB var
mikið rætt um að seinka þinghaldi
í framtíðinni vegna þess að það
rækist orðið á hin árlegu
þorrablót. Urðu miklar umræður
um þetta mál og sitt sýndist
hverjum, og því varð þessi vísa
til. En hún er eftir Sigurð Geirdal
framkvæmdastjóa UMFÍ.
Þing mig ekki heillar hót
hálfgertraus og blaður.
Því fer ég á þorrablót
og þangað held égglaður.
Leikarar, leikstjóri og starfsfólk. Sitjandi frá v. : Dagný Kjartansdóttir,
Gunnhildur Sveinsdóttir, Pétur Eggertz leikstjóri og Unnur Amsteinsdóttir.
Standandi frá vinstri: Hermann Árnason, Sveinn Jóhannesson, ívar
Ólafsson, Ingólfur Jónsson, Öm Þórisson, Stefán Lárusson, Sigurður Þórisson,
Aðalsteinn Stefánsson, Guðmundur Steindórsson og Þórður Steindórsson
(Ljósmynd: Kristján Amgrímsson)
Venner i Norden
1. UMFÍ er en Landsorganisation for de islanske ungdomsforeninger. Stifted 1907.
2. Ungdomsforeningeme er nu 215 og har sitt medlemskab i UMFÍ igenem
18 Distriktorganisationer. (Hovedkredse)
3. Medlemstal 31/12 1984 er 26.859
4. Aktiviteter: Idræt, Kursusvirkomhed, sommerfester, amatörteater, miljgöværn, intemationalt
arbejde og alsindigt kulturelt arbejde, mest i de mindre kommuner rundt om i landet.
5. SKINFAXI, UMFÍ’s medlemsblad er udkommet uafbrundt fra 1909.
6. UMFÍ er medlem og aktiv deltager i NSU, Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde.
7. UMFÍ’s "Landsstævner" er de störste idrætsfester i Island. Vores næste Landsstævne bliver
afholdt i Húsavík, nord-Island 1987.
8. UMFÍ’s adresse er Mjölnisholt 14, Box 5271 - 125 Reykjavík. SKINFAXI har samme adresse.
10
Skinfaxa 1. tbl. 1986