Skinfaxi - 01.02.1986, Side 12
Fjármál
íþróttahreyfingarinnar
Myndir Myndasafn Skinfaxa
FJÁRMÁL
Á 34 Sambandsþingi UMFÍ sem haldið
var að Flúðum í Ámessýslu s.l. haust
urðu talsverðar umræður og orðaskipti
um fjármál íþróttahreyfingarinnar, um
Ieiðir til fjáröflunar og nýtingu þess
fjármagns sem hreyfingin fær frá
opinberum aðilum til starfsemi sinnar.
Enda þótt hinni frjálsu-
íþróttahreyfingu á íslandi sé samkvæmt
íþróttalögum skipt í tvö landssambönd,
íþróttasamband íslands (ÍSÍ.) og
Ungmennafélag íslands (UMFÍ) fer
ekki hjá því að á þingum þessara
sambanda eru fjármálin rædd sem
sameiginlegt vandamál þ.e.a.s. beinar
fjárveitingar þess opinbera til
starfseminnar, svo og aðrar opinberar
fjárveitingar til íþróttastarfsins í
landinu.
Áhrifa þessara systur-hreyfinga gætir
líka víða, þannig skipa fulltrúar frá
þeim 2/3 hluta íþróttanefndar Ríkisins,
sem jafnframt er stjóm íþróttasjóðs, 2/4
hluta stjórnar Félagsheimilasjóðs, og
2/5 hluta stjórnar íþróttakennaraskóla
íslands, svo dæmi séu tekin. En fyrst
og fremst gætir þó áhrifa
íþróttahreyfingarinnar í öflugu starfi
hennar sjálfrar, og með öllu óvíst að
nokkuð annað almennt félagsstarf í
landinu nái til jafnmargra einstaklinga.
RÉTTLÁT SKIPTING
í nokkuð langan tíma hefur
fjárveitingum til ISÍ og UMFÍ verið
skipt sem næst í hlutföllunum 75% til
ÍSI og 25% til UMFÍ og var þessi
skipting grundvölluð á útreikningi
ke n n s 1 u s k ý rs 1 n a beggja
landssambandanna á sínum tíma.
Fyrrverandi hæstvirtur fjármálaráðherra
sem nýlega lét af störfum, hefur
hinsvegar raskað nokkuð þessum
hlutföllum, með að minnsta kosti
þremur auka-fjárveitingum á þessu ári,
þ.e.a.s. 2 miljónum króna til
Handknattleikssambands íslands. 1/2
miljónum króna til
Frjálsíþróttasambands íslands og 2
miljónum króna til húsbyggingar
ÍSÍ í Laugardalnum í Reykjavík,
þannig að misvægið milli
landssambandanna frá því að síðustu
fjárlög voru afgreidd er nú 4,5
miljónir króna.
Undirritaður leyfir sér að vekja athygli
á þessu, vegna þess að talsverð vinna
var lögð í það á sínum tíma, að sanna
það fyrir sjálfum okkur og öðrum, að
áður greind hlutfallaskipting á
fjárveitingum ríkisins til ÍSÍ og UMFÍ
væri réttlát miðað við umfang
starfseminnar og þjónustu, og mér
vitanlega hafa þau hlutföll ekkert
breyst.
Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég
telji fjárveitingar þess opinbera til ÍSI
og sérsambanda þess of háar, ég hefi
hinsvegar leyft mér að hafa uppi
meiningar um það hvernig heildar
fjármagninu til ÍSÍ er skipt, og það
sama er uppi á teningnum hjá mér
varðandi UMFÍ.
Ég tel það fyllilega tímabært, að stjóm
UMFÍ fari að hugleiða þann möguleika
að útdeila út í. hreyfinguna einhverju
fjármagni t.d. í formi kennslustyrkja
eða útbreiðslustyrks, eins og ÍSÍ gerir.
Tel ég að þetta kunni að vera hægt nú
meðal annars vegna sívaxandi þénustu
UMFÍ af getraunastarfsemi.
UMFÍ má ekki fara að falla í þá gröf að
safna miljónum í formi
rekstrarafgangs, til hugsanlegra
húsbyggingaáforma, á meðan
starfsemin á ýmsum sviðum úti í
hreyfingunni býr við mjög alvarlegan
fjárskort.
Hafsteinn Þorvaldsson
SÉRSAMBÖND ÍSÍ í
FJÁRSVELTI
Burt séð frá því hvort mönnum þykja
fjárveitingar til ÍSÍ háar eða lágar, þá
eru ekki allir sáttir við það hvernig
fjármagninu er skipt þ.e.a.s. annars
vegar til sérsambandanna sem öðru
nafni mætti kalla starfssambönd ÍSÍ, og
svo til annarra þarfa
íþróttasambandsins.
Sagt er að úhlutunarreglur þær sem nú
eru í gildi hafi á sínum tíma verið
samþykktar af öllum viðkomandi
aðilum, en vandinn snýst ekki aðallega
um úthlutunarreglurnar, heldur það að
allt of lítið fé kemur til skiptanna fyrir
sérsamböndin, og úr því verður
framkvæmdastjórn ÍSÍ að bæta ef
viðkomandi sérsambönd flest ef ekki
öll eiga ekki að draga verulega saman
seglin í starfsemi sinni.
Auk beinna fjárveitinga ÍSÍ til
sérsambandanna, úthluta þeir fjármagni
út í starfsemina, úr svokölluðum
Afreksmannasjóði ÍSÍ og
útbreiðslustyrkjum, sem ætlað er að
bæta eilítið smánarleg framlög ríkisins
til kennslustyrkja.
Það er Sambandsráð ÍSÍ sem ákveður
hverju sinni, hversu há upphæð fer til
úthlutunar til sérsambandanna.
Af 17,4 miljónum króna
heildar-fjárveitingu ríkisins til ÍSÍ á
árinu 1985 komu 6,4 miljónir króna
til skiptana milli sérsambandanna 18.
Skipting þessa fjármagns fer þannig
fram að 50% af heildar-fjárveitingunni
er skipt jafnt milli sérsambandanna, eða
í 18 hluta, 30% er skipt eftir iðkenda
fjölda í viðkomandi íþróttagrein og
20% sem þá eru eftir skiptir
framkvæmdastjóm ÍSÍ til sambandanna
eftir verkefnum, eins og það mun
orðað.
Það segir sig sjálft að grunn-styrkur til
sérsambands innan ÍSIsem nemur c.a.
kr. 178.000 á samband, er nánast
hlægilegur og þótt stærri og fjölmennari
sambönd komist kannski upp í kr.
500.000 heildar-styrk á árinu, eða
rúmlega það þau stærri, er það tæpast
meira rekstrarfé en tiltölulega lítil
12
Einar Vilhjálmsson íþróttamaður ársins
1985
Skinfaxi 1. tbl. 1986