Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 13
ungmennafélög úti á landi hafa til
starfsemi sinnar, og eða einstakar
íþróttadeildir í miðlungs-stórum
félögum.
Stærri og fjölmennari sérsamböndin
innan ÍSÍ velta hins vegar mörgum
miljónum á þessu ári (1985) t.d. var
veltan hjá FRÍ um 5 miljónir króna
s.l. ár, þegar rekstrarstyrkurinn frá ÍSÍ
nam tæpum kr. 600.000 eða um
12% af því rekstrarfé sem sambandið
varð að afla til starfsemi sinnar, miðað
við umfang og þjónustu.
Allt það fjármagn sem hér ber á milli
verða stjórnendur viðkomandi
sérsambanda að útvega með betli eða
öðrum hætti, á yfirfullum markaði
slíkra fjárbeiðna, þar sem
landssambönd eiga kannski erfiðast
framdráttar af öllum.
Fjársveltið og óöryggið sem það veldur
forystumönnum hreyfingarinnar, er
líka að sliga menn , og með sama
áframhaldi er stutt í það, að enginn
maður fáist til slíkra starfa, með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt
íþróttastarf í landinu.
Ef einhverjir aðilar halda því fram að
þetta hafi alltaf verið svona, er það ekki
nema að hluta til rétt, því aðstæður og
kröfur breytast. Eins og áður getur
þrengist fjáröflunarmarkaðurinn
stöðugt, og kröfur íþróttafólksins vaxa,
einkum afreks-íþróttamanna til sinna
sérsambanda, um aukna aðstoð, og
fyrirgreiðslu, sem verður að sinna í takt
við tímann.
Við verðum að fá það viðurkennt af
opinberum aðilum, að affeksíþróttafólk
á heimsmælikvarða, er slík
landkynning, sem vert er að greiða fyrir
á einn eða annan hátt.
Sömuleiðis hið mikla uppeldisgildi sem
útgáfustarfsemi eftir að aukast verulega
á vegum íþróttahreyfingarinnar á næstu
árum, einnig ýmiskonar
heimildasöfnun, og varðveisla
sögulegra verðmæta, í formi ritaðra
heimilda, málverka og í munum og
rninjum.
011 slík starfsemi mun skapa mikið
félagsstarf, og kosta mikla fjármuni,
sem aftur munu skila mikilli fræðslu, til
eftirkomenda og þeirra sem að því
vinna á líðandi stund.
Síðast en ekki síst á íþróttahreyfingin
eftir að tölvuvæðast og taka virkan þátt
■ útvarps- og sjónvarpsrekstri, ef að
líkum lætur.
getra unastarfsemi
OG "LOTTÓ"
Um árabil hefur íþróttahreyfingin
hagnast vel á sameignarfélagi sínu
Islenskum Getraunum sem
stofnað var til með sögulegu
samkomulagi milli eignaraðila fyrir
nokkrum árum. Sameignarfélagið
þ.e.a.s. íslenskar Getraunir hafði líka
er talið var, tryggt sér einkaleyfi á
rekstri talna-getrauna "LOTTÓS" og
vann stjóm getrauna að undirbúningi
að slíkri starfrækslu, þegar á Alþingi
íslendinga í fyrra vor kemur fram
frumvarp um sama efni (að vísu
bókstafa-getraunir) og ætlað var
Öryrkjabandalagi íslands til fjáröflunar,
vegna starfsemi sinnar, eða byggingu
íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja.
Að vonum þótti forystumönnum
íþróttahreyfingarinnar þetta mál bera
nokkuð undarlega að, og sér í lagi að
málið skyldi komið til flutnings og
umræðu í sölum Alþingis, án þess að
slíkt væri rætt við aðila, sem töldu sig
hafa rétt til slíkrar starfsemi.
Þegar í slíkt óefni var komið, að
íþróttahreyfingin var að tapa úr
höndum sér þessari áhugaverðu
fjáröflunarleið, sem hún hafði lengi
undirbúið, og horft til, var úr vöndu að
ráða.
Þekktur forustumaður í
íþróttahreyfingunni, sem sat á Alþingi
um þessar mundir, brá þá á það ráð að
flytja maraþonræðu um málið undir
þinglok, til þess að freista þess að fá
málinu frestað, svo tími gæfist til
eðlilegrar umfjöllunar hjá
íþróttahreyfingunni. Það tókst, en þó
með óbeinum hótunum hæstvirts
forsætisráðherra um framvindu
málsins.
Enda þótt undirritaður og sjálfsagt öll
íþróttimar hafa í öllu æskulýðsstarfi í
landinu.
Allt ber því að sama brunni, ef
starfssambönd ÍSÍ fá ekki með
einhverjum hætti aukið fé til starfsemi
sinnar, dregst allt íþróttastarf saman,
og höfuðstöðvarnar þ.e.a.s.
aðalskrifstofa ÍSÍ verður þá ekki heldur
til mikilla stórræða.
Þetta vita forystumenn ÍSÍ auðvitað
manna best, en því er á þetta minnst
hér, að undirritaður telur þetta koma
fleirum við en framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Við verðum sem flest að freista þess að
skynja hvar vandinn liggur, og með
sameiginlegu átaki að leysa
fjárhagsvandamálin.
NÝTING FJÁRMAGNSINS
Nýting á því fjármagni sem
íþróttahreyfingin á íslandi fær til
starfsemi sinnar frá opinberum aðilum,
er líka umhugsunarefni sem vert er að
ræða opnum huga, og af hreinskilni.
Allir eru sammála um það, að nr. 1 þarf
starfsemin góða þjónustuaðstöðu,
húsnæði, tækjakost og annan aðbúnað
viðunandi, nr. 2 starfsfólk til þess að
annast daglegan rekstur, og þjónustu
við hinn almenna félagsmann, svo og
aðra samstarfsaðila hreyfingarinnar
innan lands og utan.
Að mati undirritaðs verður þó að gæta
verulegs hófs í byggingamálum, þegar
staðreyndin er sú, að fjármagn til þeirra
hluta er tekið af almennu rekstrarfé
hreyfingarinnar, sem annars gæti farið
til þess að efla félagsstarfið með
almennri útbreiðslustarfsemi og öðrum
stuðningi þar sem rætur hreyfingarinnar
liggja, með öðrum orðum, hjá
félögunum, í héraðssamböndunum,
íþróttabandalögum og síðast en ekki
síst hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Starfsmannahald landssambandanna
beggja ÍSÍ og UMFÍ í höfuðstöðvunum
þarf líka að íhuga vel, og passa það að
fjöldi ráðinna starfsmanna vaxi ekki í
öfugu hlutfalli við umfang
þjónustunnar. Þá vil ég enn sem fyrr
vekja athygli á því, hvort starfsliðið
ætti ekki að verja meiri tíma en gert er í
dag , til heimsókna og almennra
útbreiðslustarfsemi úti á hinum
víðfema akri félagsstarfsins. Eftir
slíkar heimsóknir ráðinna starfsmanna,
og félagsleiðtoga verða viðkomandi
aðilar mun hæfari til þess að átta sig á
aðstæðum þess fólks sem verið er að
vinna með, og vinna fyrir, og starfið
verður allt mun líflegra af beggja hálfu.
Að mati undirritaðs á ýmiskonar
flokka þetta fremur undir skort á
upplýsingum um þetta tiltekna má,
Frá síðasta sambandsþingi UMFI að Flúðum s.l. haust
Skinfaxi 1. tbl. 1986
13