Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 16

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 16
Hugleiðingum sund Hörður S. Óskarsson Þegar litið eryfir sundárið 1985 kemur margt skemmtilegt í ljós. I fyrstu sá fjöldi iðkenda sem nú tekur þátt í keppnissundi og áberandi er, að mest öll sú aukning kemur frá landsbyggðinni. Þar eiga ungmennafélögin stærstan þátt. Þá sjáum við líka augljós merki þess að áfram verður haldið á sömu braut, því oft kemur það fyrir á sundmótum að takmarka verður þátttökufjöldann við lágmarksárangur í greinunum. Einnig það að lítt plægður akur fyrir sundíþróttina er í nokkrum laugum landsins sem alla möguleika hafa á því að byggja upp öflugt sundlíf. Þama á ég við staði eins og Seltjarnarnes, Sandgerði og að Varmá í Mosfellssveit. Á þessum stöðum væri sannarlega skemmtilegt verkefni fyrir áhugasamann sundþjálfara að koma upp öflugu starfi. Öflugt starf víða. í Borgarfirði, á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Skagafirði og í Mývatnssveit er þegar komið vel á veg með stöðuga og virka sundþjálfun og er stutt í það að frá þessum stöðum komi efnilegir krakkar sem auka hróður sinna heimabyggða. Á Austfjörðum var gerð góð tilraun á s.l. ári með að ráða sérstakan sundþjálfara og sást þegar árangur af hans starfi á AMI. En eitt sumar er stuttur tími og vonandi tekst heimamönnum að halda vel í horfinu og bæta frekar við. Mér segir svo hugur um að þeir hafi fullan hug á því. Suðurland er með fastan kjama á Selfossi og í Þorlákshöfn, og alltaf koma af og til góðir einstaklingar frá Hveragerði og uppsveitum Árnessýslu. Núna er svo komin sundlaug á Hellu og önnur í smíðum á Hvolsvelli. Má kannski búast við krökkum úr Rangárvallasýslu? Það vonum við allavega. Ef svo yrði væri þar brotið blað, því þaðan hafa aldrei, svo ég viti, komið sundmenn á landsmælikvarða, enda fátt um laugar. í Vestmannaeyjum virðist hálf erfitt að koma upp sundstemmningu, þrátt fyrir það að þar er ein sú albesta aðstaða í landinu að þessu leiti. Vissulega hafa þeir átt góða sundmenn, en það er eins og vanti herslumuninn að halda utan um það sem náðst hefur. í Keflavík/Njarðvík er aftur á móti öflugt líf og er þar gott dæmi um dugandi félags- og þjálfunarstarf, þó að í Keflavíkinni sjálfri mættu þeir muna fífil sinn fegri. Bætt afrek - Glæsilegur árangur Edda Árangur sundfólksins á liðnu ári var með ágætum og sjaldan hefur breiddin verið jafn mikil. Hæst ber að sjálfsögðu afrek Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar úr UMFN. Allt frá unga aldri hefur hann æft mjög dyggilega og strax á 11. og 12. ári sýndi hann hvað í honum bjó. Undir góðri leiðsögn og þjálfun hefur hann nú náð inná heims- og Evrópulistann í sundi og segir það allt sem þarf að segja. Hann var valinn í 2. sætið sem íþróttamaður ársins, en við sem höllumst að sundíþróttinni hefðum að sjálfsögðu viljað hafa hann í fyrsta. Ef hann hefði fengið fleiri tækifæri til að sækja mót erlendis og jafnvel dvelja þar við keppni og æfingar, þá hefði það eitt komið á stað meiri umfjöllun í fjölmiðlum og vakið meiri athygli á hans ágætu afrekum. Þetta réði eflaust miklu um að svo fór sem fór. Einar Vilhjálmsson erþó sannarlega vel að sigrinum kominn og verðugur fulltrúi okkar frábæru afreksmanna í íþróttum. Undirbúningur fyrir Landsmótið - Afrekaskrá UMFÍ Á þessu ári^ byrja samböndin innan UMFÍ fyrir alvöru að undirbúa sitt fólk undir Landsmót UMFÍ sem verður á Húsavík 1987. Hvað sundmenn varðar, er ekki síður lagt kapp á að vera vel undirbúin. Ungmennafélag íslands sendir nú í fyrsta sinn frá sér afrekaskrá unglingaflokka í sundi og er þetta hugsað í tvíþættum tilgangi. í fyrsta lagi að halda saman árangri allra þeirra fjölmörgu ungmenna sem iðka sund sem keppnisíþrótt og vita raunverulega lítið hvar þau standa samanborið við jafnaldra sína á öðrum stöðum. Að hinu leitinu til að auka áhuga þeirra og keppnisvilja til að bæta árangur sinn. Nú hafa þeir viðmiðun og markmið til að keppa, það er, að komast ofar á afreksmannalistann í sundi á árinu 1986. Þeir sem hafa áhuga á að fá afrekaskrá UMFÍ í sundi senda heim til sín, hafið samband við skrifstofu UMFÍ eða ritstjóra Skinfaxa. 16 Skinfaxa 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.