Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 17

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 17
Ungur Þingfulltrúi Texti og mynd: Guðmundur Gíslason Á þingum héraðssambanda eru þingfulltrúar flestir á aldrinum frá 16 ára og upp iír. Því vakti það athygli mína á þingi USAH að sjá þingfulltrúa er var greinilega yngri en allir hinir fulltrúamir. Ég ákvað því að spjalla stuttlega við piltinn. Hvað heitir þú? Einar Kolbeinsson. Og hvað ertu gamall? Ég er 12 ára. Fyrir hvaða félag ert þú hér á þinginu? IJMFB, sem er Ungmennafélag Bólstaðahrepps. Hefurðu setið áður á svona þingi? Nei, þetta er í fyrsta sinn. Og hvemig líkar þér svo aö vera á svona samkomu? Bara ágætlega. Ekkert þreyttur á öllu þessu tali? Nei, ekkert sérstaklega. Hvað kom til að þú varðst fulltrúi þíns félags hér á þinginu ? Það var bara hringt í mig og ég beðinn að fara fyrir félagið hingað. En segðu mér, stundar þú einhverjar íþróttir? Ég stunda aðallega skák. Eru margir í sveitinni hjá þér sem þú getur æft þig við í skák? Nei, við erum bara tveir á mínum aldri sem teflum eitthvað. Svo á ég litla heimilistölvu sem ég get teflt við. Ætlaðru að sækja fleiri svona þing? Ég veit það ekki, það getur vel verið. íþróttastyrkur SÍS Árið 1980 ákvað Samband íslenskra Samvinnufélaga að hætta að styrkja marga aðila með smáum upphæðum, heldur safna þessu saman í eina verulega góða upphæð og setja í sjóð, og úthluta svo einu sinni á ári úr sjóðnum myndarlegri upphæð. Fyrst til að hljóta styrk þennan var Körfuknattleiksamband íslands árið 1980, síðan hafa HSÍ, FRÍ °g SKÍ hlotið styrkinn. Nú hlaut íþróttasamband Fatlaðra styrkinn fyrir árið 1986, og var styrkupphæðin 650.000 kr. Var styrkurinn afhentur 13. nóv. s.l. auk þess sem Í.F. og S.Í.S. gerðu með sér samkomulag um samstarf á ýmsum sviðum árið 1986. Styrkur þessi mun örugglega breyta mörgu í starfi Í.F. á þessu ári, því nú mun fara minni tími í að snapa peninga og hægt er að sinna félagsstarfinu meira en áður. Því eins og flestir vita er eitthvað koma nálægt rekstri íþróttafélaga og sambanda, þá fer mestur tími í að útvega peninga til starfseminnar. Skinfaxi vill óska íþróttasambandi Fatlaðra til hamingju með að hafa hlotið styrk þennan sem er mikil viðurkenning á starfi þess. Satt og logið af Jökuldal Þegar klukkur fóru að koma á markaðinn vildu vinnumenn hafa þær til hliðsjónar við gegningar og jafnvel láta þær vekja sig á morgnana. Þetta fannst Jóhannesi Grímssyni óráð mikið og sagði er talað var um þetta: "Ég hef passað öll sort fjár en aldrei látið út eftir klukkufjölda". Eitt sinn stóð Jóhannes Grímsson yfir fé uppi á heiði. Kom þá til hans ókunnugur maður og spurði til vegar á eitthvert heiðabýlið. Benti Jóhannes á mel þar nokkuð frá og segir: "Þarna sérðu mell, þegar þú kemur upp á hann sérðu annan mell, þegar þú kemur upp á þann mell sérðu enn mell og ef þú getur ekki ratið þaðan þá ertu hevítis asni". Skinfaxi 1. tbl. 1986 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.