Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 18
Hefur sótt 51 þing
stutt spjall við Þiðrik Baldvinsson
______________________Texti og mynd: Guðmundur Gíslason
Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt 64. ársþing sitt í lok febrúar
s.l. Það vakti athygli manna áþinginu að einn maður hefur setið 51
þing af þessum 64. Er það örugglega fátítt um þingsókn, þessi
maður heitir Þiðrik Baldvinsson félagi í Umf. Egill Skallagrímsson.
Fyrir utan það að hafa sóttþing UMSB svona velþá hefur hann mætt
á alla fundi í sínu félagi fráþví að hann gekk íþað. Eftir að Magndís
Alexandersdóttir stjómarmaður í UMFÍhafði sæmthann starfsmerki
UMFÍtók undirritaður hann tali.
Manstu hvenærþú byrjaðir að
hafa afskipti af ungmenna-
félagshreyfingunni ?
Já ég man það, það var árið 1925
en þá gekk ég í félagið í minni
sveit sem er Umf. Egill
Skallagrímsson.
Varfélagið þáíjölmennt?
Það var fjölmennt eftir því sem
efni stóðu til.
Hver voru þá aðalmálin ?
Það var nú bara allt milli himins
og jarðar sem rætt var um, en
íþróttimar voru ekki komnar í
félagið þá.
Var þá farið að ræða um að
byggja félagsheimili?
Já það var lengi rætt um það og
voru skiptar skoðanir um hvar
það ætti að vera. Svo var það að
Bjarni heitinn Ásgeirsson
þingmaðurinn okkar útvegaði
okkur bretabragga og við rifum
hann í sundur fyrir sunnan og
Magndís Alexandersdóttir sæmir Þiðrik
starfsmerki UMFI
fluttum hann hingað og reistum
skammt hér frá og það var
kveikjan að Lyngbrekku sem er
félagsheimili okkar í dag.
Hvemig fjármögnuðuð þið þetta ?
Við héldum tombólur og smá
skemmtanir en félagið var mjög
fátækt á peninga. Þá var unnið
mikið í sjálfboðavinnu við þetta
verkefni.
íþróttir hafa svo komið smá
saman ádagskrá félagsins?
Já þær komu svo seinna en ekki
man ég nú hvenær það var.
Nú hefur byrjað snemma að
sækja þing UMSB ?
Já en ekki man ég nú hvenær það
var. Það er nú einu sinni svo ef
maður lendir inn í einhverju þá er
erfitt að komast út úr því, ekki
svo að skilja að ég hafi viljað
komast út úr þessu. Þetta hefur
verið mjög gaman þó ég hafi
stundum átt erfitt með að sinna
þessu þar sem ég var bóndi og
ekki alltaf auðvelt að fara frá.
Nú hefur margt breyst fráþvíþú
byrjaðir að hafa afskipti af
þessum málum. Hvemig finnst
þér sú breyting sem orðið hefur á
þessum rúmum 50 ámm ?
Já það hefur mikið breyst, þingin
voru þá í tvo daga og betur sótt.
Það var nú ekki mikið rifist en
það tókust á menn sem gátu talað
og var mjög gaman að hlýða á þá
og sjá. Þjóðmálaumræða var
mjög ofarlega á baugi þá.
Hvernig líst þér á hreyfinguna í
dag? Hefur hún nálgast
upphafleg markmið ?
Mér líst nokkuð vel á hana, þó
finnst mér að hún hafi ekki náð
þeim markmiðum er sett voru í
upphafi heldur fjarlægst. Það er
þó ekkert að marka þó mér finnist
það, þetta eru nýjir tímar og nýjir
menn. Menn á mínum aldri eru
búnir að lifa tímana tvenna, en ég
er nú 75 ára.
Finnstþér að hreyfmgin hafi farið
útaf sporinu í bindindismálum ?
Já ansi mikið út af gamla
sporinu, því ungmenna-
félagsskapurinn í byrjun hafði
mikil og góð áhrif á
bindindissarfssemina, en það er
kannski erfiðara að eiga við þetta
núna. Því það eru meiri
möguleikar og peningar núna í
dag og margir sem kunna ekki að
fara með sín efni.
Eru fundir íþínu félagi vel sóttir
ídag?
Já þeir eru það, og mætt á réttum
tíma en fundir hafa alltaf verið
settir á auglýstum tíma ekkert
verið að bíða eftir hinum eða
þessum.
Jæja Þiðrik ég þakka þér kærlega
fyrir þetta spjall, en segðu mér
ætlarðu að halda áfram að sækja
þingUMSB?
Já ef þeir kjósa mig til þess og ég
hef góða heilsu.
18
Skinfaxi 1. tbl. 1986