Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 19

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 19
Húsnæði UMFI Ungmennafélag íslands eignaðist í fyrsta sinn húsnæði undir starfsemi sína, þegar hæðin að Mjölnisholti 14 varkeypt 1978, en þangað var flutt 1. júlí sama ár. Atta ár þar á undan var skrifstofa UMFI í leiguhúsnæði að Klapparstíg 16, sem var að vísu ágætt, en orðið alltof lítið. Sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og nú er farið að gæta verulegra erfiðleika vegna þrengsla hér í Mjölnisholtinu. Stjóm UMFÍ og þing hafa því að undanfömu lagt áherslu á að úr þessum vanda yrði leyst og rúmbetra húsnæði fundið. Leitin tók að sjálfsögðu nokkurn tíma, en þegar menn skoðuðu Öldugötu 14 vom þeir sammála um að leitin væri á enda. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris (óinnréttað) sem gæti komið að góðum notum síðar þegar efni og ástæður leifa. Gmnnflötur hússins er um 140 m. svo þetta er mikil stækkun frá Mjölnisholtinu. Á þessu stigi er gert ráð fyrir geymslum ofl. í kjallaranum, skrifstofum á aðalhæð og gistirými á þeirri næstu, en það var einmitt eitt af því sem réði úrslitum um þessi kaup þ.e. brýnt var orðið að auka og bæta gistiaðstöðuna. Húsið þótti nokkuð vel staðsett þarna við Öldugötuna, aðeins steinsnar frá gamla miðbænum. Aðildarsambönd UMFÍ hafa fagnað þessum áfanga og vom t.d. samþykkt myndarleg framlög til húskaupanna á þingum, USVS, UMSE, UMSK og UMSB. Áætlað er að flytja í húsið í júní á þessu ári og við vonum að ungmennafélagar verið jafn iðnir við að koma á Öldugötuna og þeir hafa verið að heimsækja okkur hingað í Mjölnisholtið. Mjölnisholt 14 er nú á söluskrá og mun það hvatt með nokkrum söknuði, en kaupverð nýja hússins er 10 milljónir króna svo við þurfum að tjalda öllu sem til er. Veríð að undinita kaupsamninginn Þá er það búið og tekist / hendur. Frá vinstri: GeirZoega, Halldóra Zoega seljandi hússins og Pálmi Gíslason formaður UMFÍ Skinfaxi 1. tbl. 1986 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.