Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 23

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 23
ekki endilega hvað íslenska liðið varðaði, heldur allt liðið, lið, stjórnir, stjórn mótsins, pressuna og handboltann í heild. Það lá fyrir, fyrir mótið, að á því myndu 16 lið leika 54 leiki á 12 dögum í 12 borgum í Sviss. Búist var við því að um 100 þúsund manns legðu leið sína í hallirnar, og að um 50 milljónir manna myndu berja leiki keppninnar augum í sjónvarpi víða um heim, Sú spá forráðamanna keppninnar að um hundrað þúsund manns kæmu í hallirnar rættist, en ekki veit ég um sjónvarpsmilljónirnar. Hitt er víst að miklu fleiri hafa heyrt á keppnina minnst og séð umfjöllun um hana, þar sem um 700 blaða og fréttamenn voru á staðnum til að miðla fréttum af mótinu til landa um allan heim. (C°. Allir þeir sterkustu mættir Það lék heldur enginn vafi á því að sterkustu þjóðirnar voru mættar til leiks, þó uppröðunin í riðla virtist dálítið skökk. Það var hins vegar af eðlilegum ástæðum: Austur Evrópuþjóðirnar, sem fram að keppninni höfðu verið í nokkrum sérflokki, skrópuðu á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Þær féllu þar af leiðandi í B-flokk eftir leikana, og komu þaðan inn í A-keppnina. Þess vegna voru í A-riðli Ólympfu- ™eistarar Júgóslava, heimsmeistarar Sovétmanna, B-meistarar Austur Þýskalands (það lið varð raunar einnig Olympíumeistari í Moskvu árið 1980), og svo var þar fulltrúi Ameríku, Kúba. 1 B-riðli voru silfurmeistarar síðustu Oiympíuleika, Vestur Þjóðverjar, brons- meistarar síðustu heimsmeistarakeppni; Bólverjar, Spánverjar og lið heimamanna; i>visslendinga. i C-riðli voru íslendingar sem bestum arangri höfðu náð árið 1961 6. sæti á HM, skinfaxi 1. tbl. 1986 Krístján Arason neglir á mark Ungveija og Bjami Guðmundsson frír á línunni. (Ljósmynd: Bjamleifur Bjamleifsson) og svo 6. sæti á Ol. ’84. Þar voru einnig bronsmeistarar Ol ’84, Rúmenar, Tékkar sem ekki höfðu unnið til verðlauna frá því þeir urðu heimsmeistarar árið 1967, og svo Suður Kóreumenn sem margir töldu eiga lið framtíðarinnar sem reyndar kom á daginn. Lið þeirra hafnaði í 11. sæti á OL. ’84. D-riðli voru tveir fulltrúar Norðurlanda, Svíar, eina Norðurlandaþjóðin sem orðið hefur heimsmeistari (raunar tvisvar), Danir sem urðu f fjórða sæti á síðustu Ólympfuleikum og HM ( einnig á Ol ’80 og HM ’78). Þar léku einnig Ungverjar, sem ávallt hafa verið sterkir, en höfðu fyrir mótið aldrei unnið til verðlauna, og Alsírmenn sem voru fulltrúar Afríku. Það er best að hafa þennan formála ekki lengri, heldur snúa sér að elleftu heimsmeistarakeppninni í handknattleik, eða þeirri sextándu séu Ólympíuleikar þar sem keppt hefur verið í handbolta taldir með. C* Fyrsti leikdagur, Mf sár vonbrígði Hinn 25 febrúar voru fyrstu leikirnir. íslenska liðið mætti Suður Kóreu í íyrsta leik í Genf. Þetta var prófsteinninn, tvö óskrifuð blöð. Kóreumenn byrjuðu af krafti, skoruðu stíft án þess að íslenska liðið ætti svar.Staðan varð 7-1! íslensku víkingarnir jöfnuðu 9-9, tveimur mínutum fyrir hlé. Þá skall á annar asískur stormsveipur og staðan í hálfleik var 9-13. Þessum mun tókst aldrei að ná upp, og eftir að örvænting hljóp í íslensku leikmennina í lokin gengu þeir kóresku á lagið. Níu mörk skildu áður en yfir lauk, 21-30. Úrslitin urðu íslendingum að sjálfsögðu sár vonbrigði. íslensku leikmennirnir voru miður sín, stjórn HSÍ líka. íslendingar, sem voru fjölmargir á áhorfendapöllum skiptust á skoðunum, og sýndist sitt hverjum. Dæmi um algengt viðhorf: "Þetta er búið". Vænst þótti þeim sem þetta ritar þó um það sem ungur íslenskur áhorfandi, góðglaður, sagði við undirritaðan og félaga B.Fel, þar sem þeir stóðu við pulsubarinn eftir leik og lak af þeim vonleysið: "Þetta er allt í lagi strákar, þeir vinna bara tvo næstu". Við brostum góðlátlega út í annað og sögðum" jájá góði". Eitthvað fannst vininum þetta heldur vonleysislegt hjá okkur, sneri sér á hæl og sagði:" Víst vinna þeir tvo næstu, ég veit það, hikk, sanniði bara til". Ég átti oft eftir að hugleiða þessa sérstæðu spá. -önnur úrslit í C-riðli þetta kvöld urðu þau að Rúmenar unnu Tékka með fimm marka mun, en sá leikur varð Rúmenum dýr. Hetjan Stinga skoraði sitt þúsundasta mark fyrir Rúmeníu, en var svo borinn af velli tvíkinnbeinsbrotinn eftir fólskubrot Tékkans Cherny. Þarna hófst píslarganga Rúmena. Annars vakti mesta athygli tap heimsmeistara Sovétmanna fyrir Ólympfumeisturum Júgóslava, 22-26, í A-riðli, og svo jafntefli Svisslendinga við Spánverja, 15-15, íB-riðli. Sumir segja að íslenska liðið hefði aldrei unnið Tékka 26. febrúar, nema af því að það tapaði fyrir Suður Kóreumönnum í fyrsta leiknum. Ekki ætla ég að segja neitt urrl það, en víst er að leikurinn var í dramatískara lagi. Framan af var jafnt, en íslenska liðið náði þriggja marka forskoti í síðari hálfleik sem Tékkar svo unnu upp. íslendingar lentu m.a.s. undir 17-18, en jöfnuðu og skoruðu 19. markið nærri þremur mínútjm fyrir leikslok. Steinar Birgisson fékk rauða spjaldið tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok og útlitið var dökkt. En íslenski varnarmúrinn brást ekki, og skotin sem framhjá honum fóru höfnuðu í stöngunum eða í markverðinum. Það var lfka stiginn stríðsdans eftir leikinn og spámaðurinn sem ég nefndi áðan hefur áreiðanlega verið fremstur í fríðum flokki íslendinga sem dönsuðu í íþróttahöllinni í Bern. En fljótlega stöldruðu menn við, þetta dugði ekki nema Kóreumenn ynnu Tékka: Það varð að taka stig af Rúmenum. Þeir höfðu naumlega unnið Kóreumenn þetta kvöld, 22-21. Kvöldið eftir, 27. febrúar, töpuðu heimsmeistararnir aftur, nú fyrir Austur Þjóðverjum. Það, og tap Pólverja fyrir Svisslendingum í B-riðli í 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.