Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1986, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.02.1986, Qupperneq 34
Skákþáttur Sjálftraustið og heimavinnan Jón L. Ámason M argir sterkustu skákmenn heims hafa þótt drjúgir með sig og sjálfsöryggir. "Ég er bestur" sagði Bobby Fischer, sem var frægur fyrir ögrandi yfirlýsingar og að því er virtist óbilandi sjálfstraust og viljastyrk. Fyrst var hlegið að honum en sá hlátur þagnaði, enda kom í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Margir telja Fischer sterkasta skákmann allra tíma, þó slíkur samanburður verði ávallt vandasamur. Sjálfstraustið fleytti honum áfram. "Sálfræðilega séð, þá ættir þú að treysta sjálfum þér og það traust ætti að vera byggt á staðreynd" sagði hann og átti þá vitaskuld við sjálfan sig. Við skákborðið er skákmaðurinn einn og óstuddur og honum er nauðsyn að treysta sjálfum sér því að engum öðrum er að treysta, allra síst mótherjanum. En sigurvissan ein og sér nægir ekki. Skákmaðurinn verður einnig að vera gagnrýninn á sjálfan sig og gera sér ljóst að þó að hann vinni skákina er ekki sjálfgefið að hann hafi teflt vel eða geti ekki betur. Sumir skákmenn ná aldrei langt því að þeir geta ekki metið stöðuna á skákborðinu hlutlægt. Þeir telja sig ávalt eiga betur, eru fullir bjartsýni og ef þeir tapa flokkast það undir stórkostlega óheppni. Aðrir hafa náð langt, einmitt vegna bjartsýninnar og sigurviljans. Alkunna er að þeim hópi tilheyra margir skemmtilegustu og sókndjörfustu skákmennirnir, sem ávallt eru reiðubúnir að taka áhættu. Júgóslavneski stórmeistarinn Ljubomir Ljubojevic kemur ósjálfrátt upp í hugann, sérlega hugmyndaríkur og hugrakkur skákmaður. En stundum er Ljubojevic of bjartsýnn og fær að súpa seyðið af vitleysunni. Hann er einn þeirra sem ávallt telur sig hafa betri stöðu og ef hann tapar er einhverju(m) öðru(m) um að kenna. A millisvæðamótinu í Biel s.l. sumar lét hann reiði sína bitna á saklausum símaklefa, barði hann utan og jós yfir hann svívirðingum, þar til sá síðamefndi hringdi á hjálp. Bjartsýni Ljubojevic verður honum á stundum að falli. Stundum er eins og hann sé ekki nægilega gagnrýninn á sjálfan sig og það geta andstæðingamir fært sér í nyt. Gott dæmi um þetta er að finna á skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í byrjun þessa árs. Ljubojevic vann fallegan sigur á Bandaríkjamanninum Nick de Firmian, sem íslendingar þekkja frá taflmennsku hans hér á landi, og hefur efalaust verið ánægður með skákina. En ungur Englendingur, Julian Hodgson, sem tefldi stuttu síðar við Ljubojevic, lagðist undir feld og tókst að endurbæta taflmennsku Bandaríkjamannsins. Hodgson gat gengið að því sem vísu að Ljubojevic myndi endurtaka leiki sína frá skákinni við de Firmian og því leyfði hann sér að tefla byrjun sem hann annars aldrei beitir. Stríðsáætlunin tókst og heimavinnan gaf Englendingnum fyrirhafnarlaust jafntefli. Lítum á þessar skákir. Hvítt: Ljubomir Ljubojevic Svart: Nick de Firmian Sikileyjarvöm 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. 0-0-0 Rbd7 10. g4 b5 11. Bxf6 Rxf6 12. g5 Rd7 13. f5 Rc5 14. h4 b4 15. Rbl ? Fram að þessu þarf ekki að viðhafa mörg orð um byrjunina. Najdorf afbrigðið af Sikileyjarvöm í allri sinni lengd. En síðasti leikur Ljubojevic er nýr af nálinni og ugglaust árangur heimavinnu hans. Eftir 15. Rce2 e5 16. Rb3 þótti hvítur hafa betra tafl þar til bandaríski stórmeistarinn Walter Browne hristi leikinn 16. - Rxe4 fram úr erminni í skák við John Nunn (1983) sem tefldist 17. Dxe4 Bb7 18. Hd5 Hc8 19. c3 Dc4 20. Dxc4 Hxc4 21. Bg2 Bxd5 22. Bxd5 Hxh4 og svartur mátti vel við una. Eftir leik Ljubojevic stenst fómin ekki. 15. - Bb7 16. fxe6 Til greina kemur einnig 16. Rd2 strax 16. - fxe6 17. Rd2 e5. Og í þessari stöðu er annar athyglisverður möguleiki 17. - d5.? 18. exd5 0-0-0 (ekki 18. - Bxd5? vegna 19. Rxe6) með flókinni stöðu. 18. Rf5 0-0-0 19. Bc4+ Kh8 20. g6 ? 34

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.