Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 35

Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 35
Nú er Ljubojevic í essinu sínu. Hvítreitabiskupinn er stórveldi á skáklínunni og nú virðist svarta kóngsstaðan tætast sundur. Nick de Firmian fann ekki besta framhaldið í þessari stöðu en tveim umferðum síðar sýndi Hodgson fram á að svartur ætti ekki slæma stöðu. Hver er besti leikur svarts? 20. - hxgó? 21. Dg4! Nú gengur ekki 21. - gxf5? vegna 22. Dh5 mát. Sókn hvíts er of sterk. 21. - d5 22. Rxe7 Dxe7 23. exd5 Had8 24. Dg5 Hfe8 25. Rf3 Hd6 26. h5 gxh5 27. Dxh5+ Hh6 28. Dg6!. Laglegur lokahnykkur. Svartur gafst upp. En víkjum aftur að fyrri stöðumyndinni og nú er Hodgson með svart gegn Ljubojevic. Skákirnar tefldust eins fram að 20. leik svarts en þá féll sprengjan. 20. - Rxe4!! 21. Rxe4 Eftir 21. Dh5 verst svartur mátinu rneð 21. - Rf6 og lætur drottningarfómina 22. Dh6? sem vind um eyru þjóta (22. gxh6 23. g7 mát) og leikur 22. - Bd8 og hvítur hefur ekkert upp úr krafsinu. 21. - hxg6 22. Be6 Hann hefði getað forðað biskupnum til b3 þar sem 22. - gxf5 er sem fyrr svarað með 23. Dh5 mát og 22. - Hxf5 gengur heldur ekki vegna 23. h5!! og vinnur. Sterkasti leikur svarts er að líkindum 22. - Dd7! og eftir 23. Rfxd6Hxf3 24. Rf7+Hxf7 25. Hxd7 Bxe4 26. Bxf7 Bxhl 27. Hxe7 Kh7 ætti hann að halda jöfnu í endataflinu. 22. - Hf6! 23. Hhgl? Hxe6 24. Hxg6 Hxg6 25. Dh5+ Hh6 26. Df7 Ekki gekk 26. Rxh6 vegna 26. - Bxe4 og svartur hótar máti og þarf ekki að óttast fráskák hvíts. Nú hótar hvítur máti og einnig biskupnum. Svar svarts er þvingað en nógu gott. 26. - Bd8 27. Rxh6 Dxf7 28. Rxf7+ Kg8 29. Rfxd6 Bxe4 30. Rxe4 Bxh4 31. Hd5 Bf6 32. Ha5 Kf7 33. a3 bxa3 34. Hxa3 Be7 35. Ha4 Og í þessari stöðu var samið um jafntefli. Svartur á peði yfir og hefði getað teflt áfram en það er hægara sagt en gert að koma peðinu í verð. Heimavinnan hafði sitt að segja en síðasta orðið í þessu afbrigði hefur tæpast verið sagt. Deildarkeppni í skák Þátttaka í Deildarkeppni Skáksambandsins er orðinn árlegur viðburður hjá flestum taflfélögum á iandinu. Líkt og í boltaíþróttum er félögum skipt í deildir eftir getu, þannig að 8 sterkustu sveitirnar eru í 1. deild þær 8 næstu í 2. deild °-sv.fr. Sú sveit er efst verður í 2. deild tekur sæti í 1. deild að ári í stað þeirrar sveitar sem neðst verður í 1. deild. * ár er keppt í þremur deildum og varð að tvískipta þeirri þriðju vegna mikillar þátttöku. Þannig að útlit er fyrir að keppt verði í fjórum deildum að ári. Ekki hefur mikið farið fyrir þátttöku ungmennafélaga á liðnum árum. Það eru tyrst og fremst skákmenn UMSE er hafa haldið uppi heiðri ungmennafélaganna, og Sert það með sóma. Þeir hafa lengst af teflt 1 annarri deild. í ár bættust svo tvær sveitir > hópinn þ.e. sveit frá USAH og Umf. Geisla í Súðavík. begar keppni er hálfnuð er staðan í 2. og E deild sem hér segir: Skinfaxi 1. tbl. 1986 2. deild 1. Taflfélag Kópavogs 17 v. 2-3 Taflf. Seltjn. B sv. 14 v. 2- 3 Taflf. Rvk. D sv. 14 v. 4-5 UMSE 12,5 v 4-5 Skáks. Austurl. 12,5 v. 6. Taflf. Rvk. C sv. llv. 7. Skákf. Ak. B sv. 8 v. 8. Taflf. Sauðárkr. 6,5 v. 3. deild A-ríðill 1-2 USAH 10,5 v. 1-2 Unglsv. Skákf. Ak. 10,5 v. 3- 4 Taflf. Hreyfils 10 v. 3-4 Taflf. Vestmanne. 10 v. 5. A-Barðast Dalam. 7,5 v. 6. Taflf. Garðab. B sv. 5,5 v. 3. deild B-ríðill 1. Skákf. Hafnfj. B sv. 13 v. 2. Umf.Geisli 10,5 v. 3. Taflf. Húsavíkur 9 v. 4. Taflf. Rvk. E sv. 7,5 v. 5-6 Taflf. Stokkseyrar 7 v. 5-6 Taflf. Kópv. B sv. 7 v. Eins og sjá má sigla Eyfirðingar lignan sjó um miðja aðra deild. í A riðli 3. deildar er hörku keppni og ómögulegt að spá um nokkur úrslit. í B riðli hafa Hafnfirðingar góða forystu og eru Súðvíkingar þeir einu er geta veitt þeim einhverja keppni um efsta sætið. í 1. deild hefur önnur sveit T.R. góða forystu og T.S. er í öðru sæti. Það er fyllsta ástæða til þess að hvetja þau ungmennafélög sem á annað borð sinna skákinni eitthvað, til þess að taka þátt í Deildarkeppninni. Þar gefst mönnum kostur á að reyna sig við skákmenn hvaðan æfa af landinu, og verða sér úti 35

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.