Skinfaxi - 01.12.1987, Page 5
Annasamt ár
að líða
Þá er komið að lokum þessa árs, Landsmótsárs eins og þau
eru oft nefnd, árin sem Landsmótin eru haldin. En þetta ár
var einnig afmælisár. Ungmennafélag íslands átti 80 ára
afmæli á árinu og þess var minnst innan hreyfingarinnar með
veglegum hætti. Afmælishlaup á Landsmóti með þátltöku
mörg þúsund barna og unglinga þegar undanfari þess um allt
land er tekinn með. Þá var fyrir stuttu efnt til ráðstefnu um
starfsemi ungmennafélaganna í nútíð og framtíð, í tilefni
afmælisins og um kvöldið var haldið upp á afmælið með hófi
og kvöldverði í boði menntamálaráðherra.
Það er hins vegar ekki jafn ánægjulegt og fyrrnefnt,
hvcrnig fjárveilingavald hins opinbera virðist ætla að minn
ast þcssara tímamóta ungmcnnafélagshreyfingarinnar.
S tórtækur niðurskurður á hefðbundnu framlagi þess til þeirr
ar fjölbreyttu starfsemi scm fer fram innan hreyfingarinnar
er afmælisgjöf sem ber því opinbera ekki fagurt vimi.
Sem betur fer hafa fjölmargir þingmenn núverandi
stjórnarflokka sem og stjórnarandstöðunnar, mótmælt
þessum fyrirhuguðu aðgerðum og er því vonandi að þeir
sem áætluðu þennan niðurskurð sjái að sér.
Það væri að bcra í bakkafullan lækinn að fara að benda á
mikilvægi þess að kostur ungmcnnafélaganna og
Ungmennafélags íslands sem þjónustumiðstöðvar
félaganna verði ekki þrengdur. Látið skal nægja að benda á
þær greinar sem er að finna í Skinfaxa að þessu sinni til
skýringar að einhverju leyú. Til að mynda fyrirlestra þeirra
Þórólfs Þórlindssonar, Þráins Hafsteinssonar, og Helga
Gunnarssonar sem þeir héldu á fyrrnefndri afmælis-
ráðstefnu UMFÍ fyrir stuttu.
Þá er ekki síður athyglisverð sú staðreynd hversu
ungmennafélögin og fleiri aðilar hafa tekið fegins hendi
þeirri ókeypis aðstöðu til gistingar sem er fyrir hendi í
þjónustumiðstöðUMFÍ aðÖldugötu 14íReykjavík. Fráþví
þessi gistiaðstaða var opnuð í janúar síðastliðnum og fram
til 15. ágúst í sumar voru gistinætur í húsinu rúmlega 2000
talsins. Þetta er eitt dæmið af mörgum um þá þjónustu sem
UMFÍ veitir aðildarfélögum sínum.
I Skinfaxa er að þessu sinni efni úr ýmsum áttum. Nefna
ber þó sérstaklega þá fyrirlestra sem birtir eru í blaðinu frá
Afmælisráðstefnu UMFÍ í síðasta mánuði. Fyrirlestur
Þórólfs Þórlindssonar vakti mikla athygli og hann er birtur
hér í heild. Þá má einnig nefna viðtal við Gunnar Einarsson,
þjálfara 1. deildarliðs Stjörnunnar í handknattleik karla. Þar
fer maður með mikinn metnað eins og kemur fram í
viðtalinu.
Það kemur einnig fram mikill metnaður í viðtali við Reyni
Karlsson, íþróttafullrúa ríkisins, um framtíð Laugarvams en
nefnd vinnur nú að undirbúningi framtíðarskipan
íþróttamiðstöðvar íslands á Laugarvatni. Við skulum vona
að næstu ár verði jafn farsæl og það sem nú er að líða.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Ingólfur Hjörlcifsson.
Útgefandi: Ungmennafélag íslands - Ritstjóri:Ingólfur Hjörleifsson - Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason - Stjórn UMFÍ:
Pálmi Gfslason, formaður, Þórir Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari.
Meðstjómendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjórn: Magndís Alexanders-
dóttir, Hafsleinn Pálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík,
S:91-12546 - Setning og uinbrot: Skrifstofa UMFÍ - Filmu- og plötugerð: Prentþjónustan hf. - Prentun: Prentsmiðjan
Rún
Allar aðscndar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða
stjórnar UMFÍ.
Skinfaxi
5