Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 30

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 30
Afmœli UMFÍ tíma fyrir íþróttaiðkun hvort sem hún er í formi almenningsíþrótta eða á sviði keppnisíþrótta. Afreksíþróttamennimir verða enn mikilvægari sem fyrirmyndir, skemmtun og sem áhrifavaldar á íþróttaiðkun. I framtíðinni verða gerðar stórauknar kröfur um aukin tækifæri til íþróttaiðkana sem ungmenna- félagshreyfingin verður að vera tilbúin að standa undir. Það verður best gert með öflugu og skipulögðu starfi hreyfingarin- nar. Spumingar eins og hvert er hlutverk heildarsamtakanna gagnvart keppnisíþróttum, almenningsíþróttum, afreksíþróttum? Hvert er hlutverk héraðssambandanna? Hvert er hlutverk einstakra ungmennafélaga? Hver á að sjá um hvað, hvenær og hvemig? Svör við spumingum af þessu tagi verður að vera hægt að gefa og sína fram á að skýr stefna sé það sem stuðst er við. Slík stefnumörkun er vandaverk að vinna en verður að vera fyrir hendi ef ekki á illa að fara fyrir okkar ágætu þjóð sem gleypir við fjölmiðlafárinu og vídeóvæðingunni og rennir niður án þess að hugsa um afleiðingamar. Ungmennafélags- og íþróttahreyfingin í heild þarf að gera sér grein fyrir að við stefnum hratt í að verða hreyfingarleysi og offitu að bráð ef ekki er vakaðáverðinumoggripiðtilaðgerða. Ef ungmennafélags- og íþróttahreyfingin gerir það ekki gerir það enginn. íþróttastefna UMFI ogíSÍverðaaðbeitasérfyrirþví að samræmd íþróttastefna verið mörkuð í landinu og sjái til þess og hafi eftirlit með að henni sé hrint í framkvæmd. í stefnu þessari komi skýrt fram hvenær íþróttaiðkun skuli hafin og í hvaða formi hún sé heppilegust miðað við aldur. Hve mikla áherslu skal leggja á keppnisíþróttir á hverju aldurskeiði. Helstu áherlsuþættir í kennslu og þjálfun á hverju aldurs og þroskaskeiði skulu vera greinilegir og vel kynntir. Samvinna og verkaskipting þeirra aðila sem að íþróttamálum vinna skal vera öllum ljós. Svo sem hlutverk skólaíþrótta og hvernig ríki og sveitarfélög verði þátttakendur í að framkvæma íþróttastefnuna. Landssamtökin í samvinnu við íþróttakennaraskóla íslands verði leiðandi aðilar í menntun leiðbeinenda. Skilgreint skal hlutverk hverrar félagseiningar ( þ.e. félags, héraðs- sambands.sérsambanda, heildarsamtaka) gagnvart almenningsíþróttum og keppnisíþróttum. íþróttaiökun 12 óra og yngri Ungmennafélögin, íþróttafélögin, skólamir og sveitarfélögin vinni sameig- inlega að kynningu og útbreiðslu íþrótta á sem víðustum grunni. Skóli og ungmennafélög sjái um þen- nan hluta starfsins að vetrinum. Kynntar verði íþróttir í leikformi og umfram allt reynt að gera iðkunina spennandi og skemmtilega og við hæfi allra sem taka þátt í þeim. Megináhersla skal lögð á þátttökufjöldann og að hver og einn fái að kynnast sem flestum greinum íþrótta. Minni áhersla skal lögð á keppni í því formisemgeristíeldrialdursflokkum. Ef um keppni er að ræða skal hún vera í því formi að hún hvetji til aukinnar þátttöku og ánægju. T.d. að keppni í knattspymu bama felist í því að einhverju leyti hvort liðið sýnir betri boltameðferð og hvað margar sendingar ganga á milli í stað þess að miða eingöngu við skomð mörk. Skólaíþróttakennslan og frjálsa hreyfingin vinni sem mest saman að þessu verkefni og samræmi aðgerðir sínar og aðferðir. Koma skal í veg fyrir sérhæfingu fyrir aldur fram. Sveitarfélögin ásamt íþrótta- og ungmennafélögunum sjái um að þessi aldurshópur fái tækifæri til að halda áfram íþróttaiðkun yfir sumartíman. Leikja- og íþróttanámskeið, skólaíþróttir og skipulagðar íþróttaæfingar em sá vettvan- gur sem nota skal. Kynna skal íþróttir og áhersla lögð á kennslu undirstöðu tækniatriða í formi leikja og keppni sem miðast við framkvæmd þeirra atriða sem henta hverju aldursskeiði og hverjum einstaklingi. Kennslan skal miðast við að kenna leiki og fþróttir sem hentugt er að stunda utan æfinga- eða leikjatíma. Allt þetta skeið telst til almenningsíþrótta. íþróttaiókun 12-16 óra Þegar á þennan aldur er komið hefst skeið keppnisíþróttanna. Unglingamir velja þá úr eina til þrjár íþróttagreinar sem þeir síðan æfa undir forystu þjálfara og leiðbeinenda á vegum íþrótta- og ungmennafélaganna. Ungmennafélags- og íþróttahreyfingin sjái til þess að boðið sé upp á sem fiestar greinar til að velja úr. Lögð skal rík áhersla á félagslega þáltinn á þessu skeiði og koma í veg fyrir að aðeins þeir bestu fái tækifæri til að sprey ta sig í keppni.Skapa verður þeim sem lakari em tækifæri til að njóla sín; skapa þeim verkefni við hæfi. Brottfall úr keppnis- íþróttum er mikið á þessum aldri og verður að taka á þeim málum með því að bjóða upp á iðkun margra íþróttagreina til þess að sem flestir finni eithvað við sitt hæfi. Ef erfitt er að bjóða upp á val milli margra greina, verður að koma því þannig fyrir að allir í fjölmennum keppendahóp séu hluti af heildinni þó svo allir komist ekki í A-liðið eða í allra fremstu röð. Skemmtikvöld, ferðalög, keppnisferðir eru mjög mikilvægur hluti þess félagslega uppeldis sem þörf er á á þessum aldri. Þjálfunin skal miðast að miklu leiti við tækni og hraða en þó með stigaukinni áherslu á þol og kraft. Þeir sem ekki stunda keppnisíþróttir á þessum aldri fá í flestum tilfellum sína einu hreyfingu í skólaíþróttatímum. Halda þarf þeim fjölda sem kemur upp úr flokki 12 ára og yngri með einhveiju móti í íþróttum, keppnisíþróttum eða almenningsíþróttum. Ungmenna- og íþróttafélögin sjái um keppnisíþróttimar og skólinn um almenningsíþróttimar. íþróttaiökun 16-20óra Á þessu tímabili hefst sérhæfingin í keppnisíþróttunum, þegar keppnisfólkið ákveður að einbeita sér að keppni í einni grein. Reglubundnar æfingar með áran- gur íkeppni eru megin markmiðin. Aðrir halda áfram keppni vegna þess félagsskapar sem þeir tilheyra. Tækni- þjálfun ásamt alhliða og sérhæfðri uppbyggingu er megininntak þjálfunarinnar. Hlutverk ungmennafélags- og íþróttahreyfingarinnar er að sjá um að þetta eðlilega framhald frá fyrra stigi sé fyrir hendi. Hvert félag skal leggja metnað sinn í að eignast marga og frambærilega keppnismenn og lið. Sama vandamál blasir við í í þessum hópi í sambandi við þá sem ekki hafa áhuga né getu til að stunda harðar keppnisíþróttir eins og 12-16 ára hópnum. Finna verður leiðir til að koma í veg fyrir að ungt fólk hætti að stunda íþróttir þegar komið er á þennan aldur. Skólamir sjá um að bjóða upp á almenningsíþróttir fyrir þá sem þangað halda en ungmenna- og 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.