Skinfaxi - 01.12.1987, Qupperneq 33
Afmœli UMFÍ
hvers námskeiðs, sem svaraði launum
leiðbeinanda.
Pað er mitt álit að þetta samstarf hafi
verið til fyrirmyndar fyrir samstarf
frjálsra félagasamtaka og hins opinbera.
Með tilkomu nýs námsefnis og
leiðbeinendamenntunar fór af stað mikil
skriða félagsmálafræðslu.
Undir högg að sœkja
Fyrstu þrjú árin þar á eftir voru haldin
115 félagsmálanámskeið víðsvegar um
landið með á þriðja þúsund þátttakendum
samtals.
Hin síðari ár hafa að jafnaði verið
haldin 20 félagsmálanámskeið á vegum
ungmennafélagshreyfingarinnar, með
þátttakendafjölda um 300 manns á ári.
Því miður virðist sem starfsemi
Félagsmálaskólans eigi nú undir högg að
sækja. Æskulýðsráð ríkisins hefur hætt
styrkveitingum til námskeiðanna, nema í
formi fyrmefnds námsefnis. Sérstakur
fjárstyrkur vegna leiðbeinenda á
námskeiðum var hins vegar felldur niður.
Ungmennafélag í slands hefur síðan styrkt
félagsmálanámskeið sérstaklega úr eigin
sjóðum.
Á fyrstu árum Félagsmálaskóla UMFÍ
fór fram mikil umræða um það hvemig
tengja mætti þessa félagsmálafræðslu
menntakerfinu. Hygg ég að enn sé
mörgum spumingum ósvarað þar um.
Innan ungmennafélagshreyfingarinnar
vom menn yfirleitt sammála um að koma
þyrfti á félagsmálafræðslu í öllum
gmnnskólum, svo ekki sé nú talað um
framhaldsskóla. Þess má einnig geta að
gefið var út sérstakt námsefni í
félagsstörfum ætlað gmnnskólum.
Því miður hefur félagsmálafræðsla í
skólum þó ekki orðið almenn. Ástæður
þessemeflaustmargar. Ein meginforsen-
dan fyrir því að svo megi verða hlýtur að
vera sú að kennarar fái til þess menntun og
þjálfun. Á því virðist hafa orðið misbres-
tur. Skylt er þó að geta þess að
íþróttakennaraskóli íslands gerir þessu
máli góð skil, en sama verður því miður
ekki sagt um Kennaraháskóla Islands.
Nokkuð bar einnig áþví að skólamenn
sæju ekki nauðsyn þess að veita
félagsmálafræðslu af því tagi sem við er
átt, og útskýrt var í upphafi máls míns. Ef
til vill hafa skólamir átt fullt í fangi með að
kenna sínar hefðbundnu námsgreinar.
Tilviljun rœður
Útkoman varð í stuttu máli sú að
félagsmálafræðsla var veitt íþeim skólum
sem höfðu á að skipa kennurum sem
höfðu hlotið leiðbeinendamenntun til
félagsmálafræðslu og skildu um hvað
málið snerist. Flestir þeirra höfðu einnig
bakgrunn í ungmennafélagshreyfingunni
Á nómskeiöi í Félagsmálaskóla
UMFÍ.
eðaöðrumfélagasamtökum. Afþessumá
ráða að tilviljanir geta ráðið því hvort
nemendur fá félagsmálafræðslu í skólum
landsins. Líkumar á því að nemandi fái
umrædda fræðslu em þó mun meiri ef
hann er búsettur úti á landi.
Vissulega hljóta nemendur í öllum
skólum að komast í snertingu við
einhverja þætti sem flokka má undir
félagsmálafræðslu, t.d. hópstarf og
tjáningu, þó ekki sé um skipulega
félagsmálafræðslu að ræða í þeirri merk-
ingu sem fyrr getur. Ennfremur má segja
að öll móðurmálskennsla hljóti að stuðla
að auknum möguleikum einstaklinga til
að tjá sig. Á það hefur líka margoft verið
bent að kennsla í munnlegri tjáningu og
framsögn ætti að vera hluti af
íslenskukennslu.
Það er alvarleg staðreynd að fólk geti
komist ígegnum menntakerfi þjóðarinnar
allt frá grunnskólastigi til háskólastigs, án
þess að fá nokkra hugmynd um það hver-
nig fundur gengur fyrir sig eða hvemig
félag starfar. Enn alvarlegra er það hversu
litla þjálfun fólk virðist fá við að tjá sig í
töluðu máli og rituðu.
Ég held að menn átti sig yfirleitt ekki
á mikilvægi þess að kunna skil á þessum
hlutum, og eru stjórnmálamenn og
skólamenn þar ekki undanskildir. Ég
byggi þessa skoðun mína á því að ef
fyrrgreindir aðilar skildu raunverulega
um hvað málið snýst myndu þeir beita sér
fyrir úrbótum. Um þetta get ég einnig
dæmt nokkuð af reynslu minni sem
framhaldsskólakennari (réttara sagt
leiðbeinandi). Það er lítið gagn að því að
mennta fólk og miðla því þekkingu ef það
getur ekki komið henni frá sér. Mér dettur
í hug tölva sem hlaðin er upplýsingum, en
ekkert næst út úr henni. Menn geta t. d.
vitað allt mögulegt um hagfræði, en sú
þekking kemur ekki að hálfu gagni ef þeir
eiga í erfíðleikum með að tjá sig. Og það
er nánast alveg sama hvar við berum
niður. Allirþurfaaðgetatjáðsig. Skyldu
veðurfræðingar fá þjálfun í framsögn
einhvemtímaá sínum námsferli. Það gæti
komið sér vel fyrir þá sem koma fram í
sjónvarpinu. Svona gætum við tekið allar
starfsstéttir. Við hlýðum varla svo á
fréttatíma í fjölmiðli að ekki stingi í eyrun
málfarslegir hortittir og ambögur af
einhverju tagi.
Það er ekki síður mikilvægt að menn
geti tekið til máls á fundum og kunni skil
á fundarsköpum. Það er allt of algengt að
fólk sé einhliða þiggjendur upplýsinga
sem aðrir matreiða í stað þess að taka þátt
í mótun og framvindu mála. Eða eigum
við kannske að láta til þess kjöma
stjórnmálamenn um að taka allar
ákvarðanir fyrir okkur.
Góðir tilheyrendur. Ég hefi reynt að
gefa mynd af framlagi ungmenna-
félagshreyfingarinnar til félagsmála-
fræðslu í landinu og samstarfi við
opinbera aðila þar um. Ennfremur má af
máli mínu ráða að víða sé pottur brotinn í
þessum efnum.
Niðurstaða mín hlýtur því að vera sú
að ungmennafélagshreyfingin eigi enn
veric að vinna á sviði félagsmálafræðslu,
vemdun móðurmálsins og fjölmörgum
öðmm sviðum. Loks leyfi ég mér að láta
í ljós ósk um gott samstarf við alla þá sem
vilja leggja okkur lið.
Skinfaxi
33