Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 36

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 36
Íþróttahátíð Valur Þorsteinsson á fleygiferð í körfuboltanum Þessar stúlkur léku til úrslita í Badminton stúlkna 15 ára Sigríður Geirsdóttir (t.v.) vann Heidi Johansen (t.h.) eftir haröa og skemmtilega keppni. Þœr eru báöar í Skallagrími. Og þessar unnu til verðlauna í badminton. Elín Guðmundsdóttir til vinstri og Þórdís Sif Sigurðardóttir til hægri.. Þær eru 10 ára gamlar. Elín sagði aðspurð að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna. Hún hefði þó keppt áður á móti, í fyrra. “Ég æfi með Skallagrími tvisvar í viku. Það er mjög skemmtilegt, ég ætla halda áfram”, sagði Elín. Karfa á vetuma fótbolti á sumrin í körfuknattleikskeppninni var mikill fjöldiliðamætttilkeppni. Borgarnesliðin báru sigur úr býtum í fiestum flokkum eins og vænta mátti þar scm Borgncsingar hafa besta aðstöðuna með sína íjjróttamiðstöð. Einn piltur vakti nokkra athygli fyrir góða frammistöðu, Valur Þorsteinsson, en hann leikur mcð 4. fiokki Skallagríms. Liðin í keppninni voru aldursskipt og lck Valur í hópi 13 til 14 ára. Valur er 14 ára og má segja að hann hafi borið af í körfuboltanum enda nokkuð stærri en flestir meðspilarar en auk þcss með góða boltameðferð og nokkuð gott auga fyrir spili. Valur var tekinn tali eftir að körfuknattleikskeppninni var lokið og spurður hvort körfuboltinn væri hans aðalgrein. Svo var nú ekki. “Ég spila fótbolta á sumrin með Skallagrími og er mest fyrir fótboltann. Enkarfanræðurá vetuma. Égerbúinnað vera í þessum greinum nú í 4 til 5 ár. -Og ætlar að halda áfram? “Alveg hiklaust.” -Og hvemig er nú aðstaðan? “Hún er nokkuð góð. Við erum með ágætt hús hér í Borgamesi og ágætan þjálfara í körfunni, Þorstein Jensson. En það er hálfgert vesen með þjálfaramálin. Það er allt of mikið um skipli, alltaf nýir og nýir þjálfarar. Það er mjög slæmL Þetta á jafnt við um körfuna og fótboltann. Og mér finnst vanta mikið meiri tækniþjálfun. En þetta er mjög gaman þrátt fyrir það.” -Og hver er nú vinsælasta íþróttagreinin? “Árciðanlega fótboltinn.” 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.