Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1988, Side 26

Skinfaxi - 01.06.1988, Side 26
Grafarvogur Verðandi knattspyrnuhetjur Fjölnis? sumar stefnt á keppnisferðir út á land. Nú þegar er svo til ákveðið í ferð á Homafjörð með 6. flokk. Akranes er í sigtinu. Þar verður haldið svonefnt Hi Ci mót fyrir yngstu flokkana. “Svona lagað verður að vera inni í myn- dinni”, segir Jóhannes. “Þá hafa þeir að einhverju að stefna. Og það er kjörið að keppa í svona mótum og fá einhverja reynslu í stað þess að æða beint í Islandsmót og keppa við rótgróin Reykjavíkurlið. Það gæti orðið gusa í andlitið.” Þófyrstu æfingarhafi veriðáalltoflitlum malarvelli inni í miðju Grafarvogshverfi hefur nú verið bætt úr því. Grasvöllur hefur verið útbúinn í land Keldna. Þar er nú ágætur grasvöllur til æfinga. “Þar verðum við í sumar”, segir Jóhannes. “ Við getum verið hreyknir af því að okkar fyrsti völlur sé grasvöllur. Það eru ekki allir sem geta státað af slíku. Fjölnir hefur fengið vilyrði fyrir framtíðarsvæði í Grafarvogi fyrir íþróttimar. Eftir því sem forráðamenn Fjölnis vita best verður farið að skipu- leggja það svæði strax í haust og er stefnt að því að þar verði kominn stór malarvöllur og búningaaðstaða næsta sumar. Hugurinn er svo mikill í Fjölnismönnum að það er byrjað að skipuleggja þátttöku í 4. deild (meistaraflokkur) næsta sumar. “Það eru komnir fjórir á lista og nýir Steinþór þjálfari með upphitun hjá 5. flokki. bætast við næstum á hverjum degi”, segir Guðmundur. “Ég var að fá símanúmer nú áðan hjá einum líklegum. Við hringjum í hann í kvöld. Þetta með 4. deildina er nú mest til gamans gert. Til að vera með.” “Við skorum auðvitað þegar við komumst í færi”, skýtur Jóhannes inn. En Fjölnir verður ekki aðeins með fótbolta í sumar. Frjálsar íþróttir eru einnig á dagskránni. “Það kom okkur nú satt að segja nokkuð á óvart að það voru fleiri sem skráðu sig í frjálsar íþróttiren knattspyrnuna. Það eru á þriðja hundraðið skráðir á íþróttaæfingar. Milli 80 og 90 á knattspyrnuæfingar og vel yfir hundraðið í frjálsar íþróttir. Frjálsíþróttaæfingarnar byrja 26. júní og verða fram í endaðan ágúst. Við verðum með tvö mót þar.” Það bjuggust fáir við slíkri þátttöku í frjálsíþróttirnar. Flestir töldu knattspymuna vera aðaláhugamálið en annað kom í ljós, það skráðu sig fleiri í frjálsar. Það ámeðal annars sína skýringu í því að stúlkur skrá sig mun frekar í frjálsar en knattspymu. Síðan virðast margir sem skrá sig í allt sem þeir komast “Þátttakan var ekki næg hjá stelpunum í fótboltann til að koma upp kvenna- flokki”, segir Jóhannes. “Annars er hér ein stelpa í 5. flokki, Hjördís Símonardóttir, sem er mjög góð í knattspymu. Hefur ýmislegt til að bera sem strákarnir hér hafa ekki náð valdi á enn. Hún er í Fylki og hefur æft þar. En hún hefur alltaf mætt á æfingar hjá okkur líka, þetta er fyrsta æfingin sem hún mætir ekki á. Þannig að það vantar ekki efniviðinn. Nú verðum við stjómarmenn og þjálfarar bara að hafa undan.” Það er óhætt að segja að framtíðin brosi við Fjölnismönnum. Það er m'ikið að gerast hinum megin við Gullinbrú. IH 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.