Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1992, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.08.1992, Qupperneq 20
Siggi ákvað 13 ára að verða afreksmaður í spjótkasti Hann er frábær íþróttamaður, mjög fjölhæfur, mikill keppnismaður, öruggur þegar á reynir og algjörlega laus við allt yfirlæti eða mont. Maðurinn sem hér um ræðir er Sigurður Einarsson spjótkastari, sem náði þeim frábæra árangri að hneppa fimmta sætið á Ólympíuleikunum á Spáni í sumar, þegar hann kastaði 80,34 metra. Siggi er fæddur 28. september 1962 í Reykjavík, íþróttafræðingur sem legg- ur stund á neytendafræði og býr í Bandaríkjunum. Hann er giftur banda- rískri stúlku, Deboru Anne, og eiga þau eina dóttur, Önnu Victoriu sem fæddist 20. janúar 1991. Hann segist vera mikið fyrir börn og vonast til þess að eignast þrjú, en auðvitað hafi Debby lika eitthvað um málið að segja. Þegar Siggi var 13 ára gamall ákvað hann að verða afreksmaður í spjótkasti. „Ég æfði með Umf. Selfoss og fékk að fara til Fulgsp með frjálsíþróttafólki UMFI og hafði þá hugsað mér að verða tugþrautarmaður, því ég átti ekki neina toppgrein. En þegar ég tók á karla- spjótinu þá kastaði ég 38,66 metra og var þá meter frá Islandsmetinu. Þá vaknaði strax hjá mér sérstakur áhugi á spjótkasti og frá þeirri stundu ákvað ég að verða spjótkastari," segir Siggi. Vildi sanna hvers virði íþróttir væru „Þegar ég bjó á Selfossi vann ég minn þyngdarflokk á fyrsta lyftinga- mótinu mínu. Þá lá afi minn, Sigurlinni Pétursson, fyrir dauðanum á sjúkrahúsi og ég fór og sýndi honum peninginn og hélt að hann yrði mjög ánægður fyrir mína hönd. En hann var auðvitað af gamla skólanum og taldi að íþróttir væru bara leikur og góðar út af fyrir sig, en vinnan ætti alltaf að vera númer eitt í lífinu. Þetta svar hans vakti mig til um- hugsunar, en síðan vildi ég sanna það fyrir honum að það væri þess virði að verða góður íþróttamaður og hann fylg- ist sjálfsagt með úr fjarska." Þegar Siggi var í Laugaskóla í S- Þing var hann bestur af öllum í öllum íþróttagreinum, þó e.t.v. megi undan- skilja knattspyrnuna. Það virtist sem hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, einbeitingin var alltaf í lagi og hann klikkaði ekki. Hann þótti nokkuð uppfinninga- samur á stundum, enda vantaði ekki kraftinn í hann. A herbergi 102 í „Draugasteini“ þar sem Siggi Einars bjó með Gunnari Svavarssyni, öðru nafni Bobba, stærðfræðingi og „antisportista", var margt brallað. Kvöld eitt eftir jóla- leyfið kvað við mikil sprenging og var hávaðinn svo mikill að það glumdi um allt Laugahverfið. Allir strákarnir á vist- inni stukku inn í herbergin sín og lágu hinir sakleysislegustu með stærð- fræðibókina yfir andlitinu þegar Óskar Ágústsson kennari birtist ævareiður (eins og hans var von og vísa). Hann kallaði umsvifalaust á sal og krafðist þess að höfuðpauramir gæfu sig fram og þóttist nokkuð viss um hverjir þar voru á ferð. Þeir menn (nokkrir Aðal- dælingar) áttu yfir höfði sér nokkra „Óskarsdóma" og var ekki „hugað líf ‘ á vistinni. Þeir herbergisfélagar Siggi og Gunni áttu alla sök á ódæðinu og ákváðu, þó skíthræddir væru, að gefa sig fram og gengu á fund kennarans. Sú hræðsla hvarf strax því Óskar íþrótta- kennari trúði þeim ekki og sagði þá sanna íþróttamenn (átti auðvitað við Sigga, því ekki gat hann átt við Gunna!) að játa á sig sök annarra og sagðist láta málið þar með niður falla, enda var Siggi bestur í sundi í skólanum. Sigurður gekk í Ármann 1978 og síðan þá hefur Stefán Jóhannsson verið þjálfari hans. „Mér finnst það ekki skipta höfuðmáli í hvaða félagi menn eru og það er alltaf leiðinlegt þegar menn þurfa að standa í þessunt félaga- skiptum út af nokkrunt krónum. Það kemur miklu betur út fyrir íþróttina ef viðkomandi afreksmaður heldur sig við félagið og tekur þá líka þátt í að byggja það upp. Það er slæmt þegar félögin henda peningum í þennan og hinn, eitt og eitt ár, til þess eins að vinna ein- hverja bikarkeppni.“ Fimmta sætið sérstök tilfinning Hvernig tilfinning er það að keppa á ÓL og jafnframt að ná þeim frábœra ár- angri að hafna ífimmta sœti? „Það er alveg sérstök tilfinning að lenda í fimmta sæti á Ólympíuleikum, því þeir eru lang stærsta íþróttamótið. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.