Skinfaxi - 01.08.1992, Page 27
G R E 1 N 07
Þráinn Hafsteinsson íþróttafræðingur skrifar: Þjálfun ungs afreksfólks í íþróttum V,
/ undanförnum greinum mínum
um íþróttaþjálfun hef ég fjallað
um það á hvaða hátt væri
skynsamlegast að kynna yngstu
börnunum íþróttir, hvaða íþrótta-
þjálfun væri heppilegust síðustu
árin fyrir kynþroskaskeiðið og
hverjar gætu verið bestu
aðferðirnar við þjálfun unglinga á
kynþroskaskeiðinu. Nú er komið
að umfjöllun um þjálfun ungs
afreksfólks í íþróttum og er þá
átt við árin eftir að fullum
lengdarvexti lýkur og fram yfir
tvítugt, eða aldurinn frá 16,17-22
ára.
Sérhæfingin
eykst
Eins og áður hefur
komið fram ætti að leggja
mikla áherslu á alhliða
þjálfun á æsku- og ung-
lingsárum og um leið að
hefja sérhæfingu ekki of
snemma. Þegar kyn-
þroska- og lengdarvexti
er náð er ljóst hver
líkamsbygging viðkom-
andi einstaklings verður
og því er kominn tími til
að sérhæfa sig, ef við-
komandi einstaklingur
ætlar sér að verða afreks-
maður í íþróttum. Keppni
afreksmanna nú á dögum
er það hörð að afreksmenn komast ein-
ungis í undantekningartilfellum hjá því
að sérhæfa sig í einni íþróttagrein
(knattspyrnu, handknattleik, frjálsum
íþróttum o.s.frv.). Til þess að verða af-
reksmaður í íþróttum þarf það tíma- og
orkufrekar æfingar að óhugsandi er að
geta stundað fleiri en eina íþróttagrein á
sama getustigi. Frjálsíþróttamenn velja
sér þá t.d. 1-3 greinar, sem þeir leggja
megináherslu á, t.d. 100 m hlaup sem
aðalgrein, langstökk og 200 m hlaup
sem aukagreinar. Þetta eru greinar sem
krefjast svipaðra hæfileika af einstakl-
ingnum til þess að góður árangur náist.
Flokkaíþróttamenn spila meira og meira
ákveðnar stöður á vellinum en áður var
o.s.frv.
Markmiðið er
keppnisárangur
Ólíkt því sem var í yngri flokkunum
er nú aðalmarkmiðið að ná góðum ár-
angri í keppni við aðra, eða í keppni við
metra og sekúndubrot. Meginmarkmiðið
með iðkun afreksíþrótta er að ná há-
marksárangri á alþjóðamælikvarða. Sá
undirbúningur sem börnin og ungling-
arnir hafa fengið, hafi þau gengið í gegn
um kynningu og þjálfun eins og lýst
hefur verið í fyrri greinum mínum, er
talinn heppilegur og á að gera þau hæf-
ari en annars lil að takast á við þær
miklu og erfiðu æfingar og mót sem
þeirra bíður þegar aðalmarkmiðið er
orðið að ná góðum árangri í keppni.
Áframhaldandi þátttaka í erfiðum æf-
ingum og tímafrekum veltur nú meira á
því en áður hvort viðkomandi sér fram á
að honum gangi vel eða illa í erfiðum
mótum og leikjum á næstu árum, og því
hvort líkamlegir og sálrænir hæfileikar
einstaklingsins eru nægilega miklir til
að um raunhæfa möguleika á frambæri-
legum árangri verði að ræða.
Hvað ræður valinu á
íþróttagrein?
Þegar hér er komið sögu liggur
orðið nokkuð ljóst fyrir hvaða íþrótta-
grein muni liggja best fyrir viðkomandi
út frá líkamlegum hæfileikum. I mörg-
um tilfellum sérhæfir viðkomandi ein-
staklingur sig einmitt á því sviði þar
sem líkamlegu hæfileikamir eru mestir.
Allmargir láta félagsskapinn og það
hvað þeim finnst skemmtilegast ráða
valinu og sérhæfa sig ef til vill í íþrótta-
grein sem liggur ekki
hvað best fyrir þeim
miðað við líkamlega
hæfileika.
Sumir velja íþrótta-
grein út frá því hvort um
einstaklings- eða hóp-
fþrótt er að ræða, aðrir
eftir því hvar sálrænir
hæfileikar liggja, enn
aðrir eftir fjárhagslegum
möguleikum og aðstæð-
um. Þjálfarar, félagar,
foreldrar, ættingjar og
aðrir íþróttamenn hafa
sín áhrif og einnig gegn-
ir aðstaðan í heima-
byggð, eða á þeim stað
þar sem viðkomandi ætl-
ar sér að stunda íþróttir,
stóru hlutverki.
Stóraukið æfingaálag
fyrir tvítugt
Flver sem ákvörðunin verður er víst
að ætli íþróttamaðurinn ungi að ná langt
í íþrótt sinni eða nýta þá hæfileika sem í
honum búa, bíða hans þrotlausar æfing-
ar. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er
talið að mannslíkaminn þoli hvað mest
æfingaálag og sé hvað móttækilegastur
fyrir miklum æfingum í kringum tví-
tugsaldurinn.
Eftir að fullum lengdarvexti er náð
Skarphéðinn Ingason HSÞ horfir ákveðinn á eftir spjótinu á ULM í sumar.
Skinfaxi
27