Skinfaxi - 01.08.1992, Side 33
V I Ð T A L
sem þeir þurfa að uppfylla er að vera á
heimsmælikvarða. Sundmenn þurfa að
æfa 6-7 tíma á dag til þess að vera
meðal hinna bestu, eða til þess að eiga
einhverja möguleika, en það tryggir
þeim samt ekki neitt. Hópíþróttamenn
þurfa ekki nema helminginn af þeim
æfingatíma til þess að eiga möguleika á
að vera meðal þeirra bestu. Sarnan-
burðurinn er þannig óraunhæfur og
ósanngjarn að mörgu leyti.
Nú, það gefur auga leið að einstakl-
ingssálfræðin og hópsálfræðin eru tveir
svolítið ólíkir þættir. Við getum spurt
okkur að því hverjir fara í einstakl-
ingsíþróttagreinarnar og hverjir fara í
hópíþróttagreinarnar og það er stundum
sagt að þeir sem eru í einstaklings-
íþróttagreinum séu meiri egóistar, en ég
held að þeir þurfi einfaldlega að vera
það því við vitum að það þarf gífurlega
ögun til þess að vera einn. Ef við ætlum
að fara út að hlaupa, þá er miklu
auðveldara að hlaupa með einhverjum
en að hlaupa einn. Síðan er öll tækni að
mörgu leyti flóknari í einstaklings-
fþróttagreinunum en í hópíþróttunum.
Smáatriði, t.d. í köstunum og í sundinu,
skipta gífurlega miklu máli og þarf að
brjóta niður í smæstu einingar. I spjót-
kastinu þýðir ekkert að berjast, eins og í
handboltanum. Spjótkastarinn þarf að
korna sér í visst hugarásland og sjálfs-
traustið skiptir rniklu máli. Það getur
enginn annar kastað fyrir hann ef hann
klikkar, en í hópíþróttunum er hægt að
skipta inn á. Að vera meðal þeirra allra
fremstu sem einstaklingur er mun flókn-
ara en að ná árangri sem hópur, svona
samanburður er samt sem áður eiginlega
gagnslaus, en fólk ber þetta alltaf saman
án þess að gera sér grein fyrir að það er
í raun óraunhæft. Það segir: Sigurður
Einarsson er númer fimm og landsliðið
fjögur.“
Mætti fara með
öðruvísi hóp
fararstjóra út?
„Það sem mér finnst að menn ættu
Iíka að velta vel fyrir sér er hvort þeir 17
fararstjórar sem fara á OL séu allir að
aðstoða íþróttamennina, ættu einhverjir
aðrir að fara með? Bæði bridds- og
skáklandsliðið leggja mikla vinnu í sál-
fræðilegan undirbúning. Hver aðstoðar
Einar Vilhjálmsson og marga þessa
einstaklingsíþróttamenn, ég held að það
þurfi að vinna með þetta fólk, sjálfs-
traust þeirra og fleira, þannig að ég tel
að þarna sé pottur brotinn.
Hjá sundstelpunum virðist mér sem
andlega hliðin hafi brostið, því þær voru
búnar að leggja mikið á sig við æfingar,
en samt standa þær ekki undir eigin
væntingum og þeim væntingum sem
aðrir gera til þeirra. Það er eins og þær
nái ekki „að toppa“ á réttum tíma eins
og sagt er og sarna má segja um Einar
Vilhjálmsson, því þrernur dögunt seinna
kastar hann 83 metra. Eg er viss um að
ef sundstelpurnar hefðu náð þessu topp-
formi líkamlega og andlega á réttum
tíma þá hefðu þær náð sínu besta, því
þannig komust þær á OL. Það virðist
vera sem spennan hafi verið meiri á
Einari en Sigga og maður sér greinilega
að Siggi virðist ráða mun betur við
spennustigið á stórmótum en Einar. Mér
sýnast einstaklingsíþróttamennirnir oft
enga aðra þjálfara hafa en sjálfa sig og
ég hef oft velt því fyrir mér hvort þeir
eru tilbúnir til þess að taka tilsögn eins
og hópíþróttamennirnir.
Mér sýnist líka þurfa að vinna með
Pétri. Hann virðist hafa mikinn, líkant-
legan styrk og æfir stíft, en mér finnst
vanta á andlegu hliðina þegar á hólminn
er kontið.
Og þetta eru atriði sem íþrótta-
mennirnir þurfa einfaldlega að vinna
með og það er ekki hægt að segja að það
sé eitthvað að þessu fólki. Þessu má
líkja við handboltamanninn sem er góð-
ur í sókn, en slakur í vörn og þá þurfum
við að leggja áherslu á varnarleikinn og
æfa hann þar.“
Sálfræðilegur
undirbúningur er
minni en í öðrum
löndum
„Hér á Islandi þyrfti að stefna öllum
landsliðsþjálfurum saman í þrjá daga á
ári, þar sem þeir myndu skoða hvað þeir
gætu nýtt hver frá öðrum. Hvað getur
einstaklingsíþróttaþjálfarinn lært af
landsliðsþjálfaranum í handbolta, hvern-
ig byggir hann upp hópinn og öfugt. I
Sviss, Þýskalandi og fleiri löndum er
það árlegur viðburður að ýntsir sér-
fræðingar hittist og ræði hvernig nýta
ntegi ýmsar upplýsingar. I Þýskalandi er
Ol-nefndin á hverju svæði með miðstöð
sérfræðinga á þeirn sviðum sem menn
eru sammála unt að skipti rnáli til þess
að ná árangri. Þeir veita íþróttamönnum
og þjálfurum sem fara á ÓL faglega
ráðgjöf. Hér er þetta tilviljanakennt og
hver og einn er að reyna að bjarga
sjálfum sér. Og mér finnst Ólyntpíu-
nefndin engan veginn hafa staðið sig í
þessu, því mjög auðvelt væri að koma
slíku á laggirnar hér. Við eigum fullt af
menntuðu fólki sem getur gefið ráð-
leggingar. Sálfræðilegur undirbúningur
hér á landi er minni en víða annars-
staðar. Samt er næg þekking til, hér eru
margir sérfræðingar, sálfræðingar, þjálf-
unarfræðingar og einnig er auðvelt að fá
menn að utan án þess að kosta þurfi
alltof ntiklu til. Það er eins og fslend-
ingar vilji oft vinna í einrúmi, það er
eins og menn séu hræddir við að miðla
öðrum. Það vantar bæði samstarf milli
íþróttagreina og þjálfara innan sömu
greina en það er eins og hér sé einhvers
konar smákóngahugsunarháttur ríkjandi.
Menn verða að læra að þiggja ráðgjöf,
það er vænlegra til árangurs.
Menntun þjálfara er ekki heldur
nógu góð, við eigum góðan efnivið og
stór hópur manna gæti orðið topp-
þjálfarar ef staðið yrði rétt að upp-
byggingunni," sagði Jóhann Ingi Gunn-
arsson.
Skinfaxi
33