Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 11
við vorum að keppa í boðsundi á Hvammstanga á dögunum, sungum við það fyrir hitt liðið og fórum alveg hroða- lega í taugarnar á því. Þetta var svaka fjör." Fleiri áhugamál En sundið tekur ekki allan frítíma „Ég fœ útrás á gítarnum á kvöldin, þegar það er orðið of áliðið til þess að bjóða nágrönmmum upp á píanókonsert ófatlaðra. Loks var það svo ólympíu- mótið í Barcelona, sem lengi verður í minnum haft. Þar átti ég ekkert að vinna verðlaun, heldur bara fylgjast með. En 400 metra skriðsund hefur alltaf verið aðalgreinin mín og svo stóð ég bara allt í einu á verðlaunapallinum. Ég skil bara ekki hvernig ég fór að þessu. Mig hafði ekki einu sinni dreymt um þetta. Ég þurfti að bæta mig svo svakalega til þess að ná verðlaunum - en það tókst." Það var þó ekki þar með sagt, að verð- launapeningurinn væri kominn í hús hér heima á Fróni. Birkir hélt nefnilega að hann hefði týnt honum úti í Barcelona. Hans var leitað í dyrum og dyngjum í þrjá daga, en árangurs. Það var ekki fyrr en Birkir var kominn heim, að hann fann peninginn í dótinu sínu. Auk Norðurlandameistaramótsins hyggst Birkir keppa á minni mótum hér heima. Einnig er Evrópumeistaramótið sem haldið verður á næsta ári, inni í myndinni hjá honum. „Það er viss andi sem ríkir á sundmót- um. Ef einhver er að fara að keppa, þá reyna hinir að móðga hann alveg eins og þeir geta. Þetta er bara aðferð til þess að koma honum í keppnisskap áður en hann fer í slaginn. Ég og sundhópurinn minn áttum okk- ur sérstakt lag. Það er spilað af bílskúrs- hljómsveit og heitir „Farðu í hús." Þegar Birkis. Hann er mikið fyrir tónlist, hefur lært á píanó í mörg ár og er enn að. Hann spilar auk þess á gítar, bassa og trommur. Það má sjá í herberginu hans, því þar trónir heljarmikið trommusett á miðju gólfi. Þar eru líka píanó, gítar og öflug hljómflutningstæki. Verðlauna- peningar eru upp um alla veggi og bikar- ar á borðum. Þar á meðal er veglegur bikar sem hann fékk á móti í Hollandi sl. vor og annar sem honum var afhent- ur á íþróttahátíð ÍSÍ. Ég er mikið fyrir þungarokk og er raunar í þungarokkshljómsveit. Við er- um nokkrir vinirnir saman í þessu og ég spila á trommur. Nú vantar okkur bara söngvara og þá erum við til í hvað sem er. Við erum að íhuga að taka þátt í Músíktilraunum og sjá hvað við kom- umst langt." Birkir gerir meira en að spila á hljóð- færi. Hann semur lög. Fyrsta lagið samdi hann þegar hann var sex ára. Það var svo í fyrra sem hann fór að semja af kappi. Nú á hann fjöldann allan af lög- um í pokahorninu, þótt hann vilji ekki láta mikið yfir tónsmíðunum. Á tímabili var hann líka ákafur steina- safnari og á hið veglegasta safn. „Ég hugsa að ég eigi vel á þriðja þús- und steina, sem komnir eru hingað víða að úr heiminum. Ég á auðvitað fullt af ísienskum steinum, en einnig nokkra frá Japan, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hawai og fleiri löndum. Það lá orðið við grjótskriðu í herberginu hjá mér, svo ég ákvað að nú væri nóg komið." Birkir hlustar á alls konar tónlist, en þungarokkið er þó í mestum metum hjá honum. Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.