Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 34
/ nýja húsnœðinu í Fellsmúla 26, f.v. Pálmi Gíslason formaður UMFÍ, Sœmundur Runólfsson fram- kvcemdastjóri, og starfsmennirnir Halldóra Gunnarsdóttir, Hörður S. Oskarsson og Sigrún Sœvars- dóttir. UMFÍ í nýju húsnæði Að undanförnu hefur verið unnið jafnt og þétt að endurbótum á húsnæði þjónustumiðstöðvar UMFÍ í Fellsmúla 26, en þangað flutti UMFÍ 1. október sl. Flúsnæðið að Öldugötu 14 hefur ver- ið selt. Ekki var unnt að taka gistirýmið í Fellsmúlanum í notkun um leið og flutt var, því gera þurfti á húsnæðinu talsverð- ar endurbætur til þess að svo gæti orðið. Standa vonir til þess að hluti þess verði kominn í gagnið þegar blaðið kemur fyrir augu lesenda. Reynslan að undanförnu hefur sýnt að mjög brýn þörf er fyrir gistiþjónustu eins og þá er UMFÍ hefur boðið upp á. I maí sl. komu 266 manns til gistingar í þjónustumiðstöð UMFÍ, sem þá var að Öldugötu 14. í febrúar sl. voru gistinæt- urnar 536 talsins og hafa ekki orðið fleiri á einum mánuði í nokkur ár. Gest- ir í janúar - október á þessu ári voru 1.584 talsins og gistinætur 3.118. Á fyrri hluta þessa árs var engan veg- inn hægt að anna eftirspurn og varð að vísa hópum frá um hverja einustu helgi. Það var því orðin brýn þörf á að stækka húsnæðið. Leitað stuðnings En nú mun sumsé rætast úr með nýju húsnæði í Fellsmúlanum. Þar verða, auk skrifstofuhúsnæðis og gistiálmu, eldun- araðstaða, sturtur, setustofa, geymslur og fundaaðstaða. Þórir Jónsson vinnur afkappi viðgistiað- stöðuna. Mynd: HJS Þar sem framkvæmdir við nauðsyn- legar endurbætur á húsnæðinu hafa reynst umfangsmiklar og fjárfrekar var ákveðið að leita til sveitastjórna, félaga og sambandsaðila um fjárstuðning við þær. Sú umleitan hefur því miður ekki skilað nógu góðum árangri. Þó hafa mörg smærri sveitarfélög og félög sent framlag. Árskógshreppur gaf til dæmis fimmtíu þúsund krónur og Ungmenna- félagið Fjölnir í Grafarvogi ákvað að gefa sem nemur 10 prósent af lottótekj- um í heilt ár. Ekki má gleyma framlagi sjálfboðaliða, sem lagt hafa drjúga hönd á plóginn. Þess má geta, að á 28. sambandsráðs- fundi UMFÍ, sem haldinn var í lok októ- ber var samþykkt að hvetja aðildarfélög UMFÍ um að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar á gistiaðstöðunni í Fells- múla 26 og leggja fram fjárupphæðir að upphæð 5000 - 50.000 kónur eftir stærð og fjárhagsaðstæðum hvers félags, eða 5 - 10 krónur fyrir hvern gjaldskyldan fé- laga. Allur stuðningur er mikilvægur og vel þeginn og sýnir góðan hug til verk- efnisins. 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.