Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 35
Samtakamáttur og samstarfsvilji í verki - Ávarp Loga Kristjánssonar formanns Ungmennafélagsins Breiðabliks í 70 ára afmælishófi UMSK Ágæta afmælisbarn, góðir gestir! Fyrir hönd Ungmennafélagsins Breiðabliks óska ég afmælisbarninu, for- ystumönnum og félögum nær og í]ær til hamingju með þennan áfanga og færi þeim bestu þakkir fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á liðnum árum. Á tímamótum sem þessum kemur margt upp í hugann, ekki síst tilgangur- inn með starfi ungmennafélaga fyrr og nú. Upp rifjast áhersla formanna á að halda jafnvægi á milli Iíkamlegs og and- legs þroska. Við þekkjum einnig frá sög- unni, að þótt uppeldishugsjónin „hraust sál í hraustum líkama“ hafi vakað fyrir margri kynslóð, þá hefur uppeldið þegar til framkvæmda kom, reikað allmjög frá þeirri meginreglu að hafa jafnvægi hins andlega og líkamlega þroska að mark- miði. Ymist hefur líkamsmenningin eða sálaruppfræðslan setið í fyrirrúmi. Við stofnun Ungmennafélaganna voru líkamsrækt og íþróttir aðeins einn liður í mannrækt. Ungmennafélögin skil- uðu þýðingarmiklu hlutverki í sjálfstæð- isbaráttunni, þar sem þau fóru í fylking- arbrjósti við að eyða flokkahatri og póli- tískum flokkadráttum í því þýðingar- mikla máli. Slakað á þáttum mann- ræktar? Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þar sem ég sat og fletti Mogganum um svipað leyti og ég tók upp boðskortið hingað, og sá þar teiknimynd Sigmundar „Frjáls för launafólks innan evrópska efnahags- svæðisins“ og ágætur maður í broddi fylkingar segir: „Sjáið þið bara alla skóna sem við getum burstað.“ Það hvarflaði að mér eitt andartak að hreyfmg okkar hafi slakað á einhverj- um þáttum mannræktarinnar. Hvort sem sú hugsun á við rök að styðjast eða ekki, þá er ég sannfærður um að á þess- um rniklu umbrotatímum þar sem hver svartnættisrausholskeflan á fætur ann- arri gengur yfir þessa þjóð er þýðingar- meira en oft áður að samtök, félög og einstaklingar sinni öllum þáttum mann- ræktar og reyni að halda sjó svo hvergi hallist. Logi Kristjánsson. En umhugsunin um starf með UMSK kallar fram margar skemmtilegar minn- ingar. Fyrir okkur flest eru það án efa landsmótin, sem tengja okkur saman. Um þau hefur nú verið gefin út hin ágæt- asta bók og því að bera í bakkafullan lækinn að minnast á þau. Á síðasta landsmóti, sem var í umsjón UMSK, sýndu félagarnir í verki sam- takamáttinn og samstarfsviljann. UMSK vann þarna stóran íþróttasigur í drengilegum leik. En UMSK vann einn- ig stóran sigur með því Ijölbreytta og Ijölmenna starfi sem unnið var við skipu- lag og stjórnun mótsins. Og að mótinu loknu stóðu félögin innan UMSK einnig myndarlega saman að lausn mála, þó svo að sú vinna hafi ekki verið jafn skemmti- leg og sigurinn á landsmótinu. UMSK sýndi þá, eins og oft áður, hvers það er megnugt. Um leið og ég fyrir hönd Ungmenna- félagsins Breiðabliks óska UMSK allra heilla á komandi árum, sannfærður um að það eigi eftir að gegna þýðingarmiklu mannræktarhlutverki í framtíðinni, vil ég biðja formann UMSK, Hafstein Páls- son, um að koma hingað og taka við „Viðurkenningu" fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf. Gjöfin er eftir einn ágætasta listamann Kópavogs, Grím Marinó Steindórsson og heitir „Viðurkenning." Hulda Pétursdóttir tekur við starfsmerki UMFÍ úr hendi Pálma Gíslasonar for- manns. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.