Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 31
EININGIN100 ARA - minningabrot úr sögu félagsins Ungmennafélagið Einingin í Bárðardal minnist merkra tima- móta um þessar mundir, því á þessu ári eru liðin 100 ár frá stofnun þess. Afmælisins var minnst 14. nóvember síðastliðinn með veglegri samkomu, að við- stöddu fjölmenni. Eftirfarandi er úrdráttur úr ræðu Hjördísar Kristjánsdóttur, sem hún hélt við það tækifæri. Einu sinni var... Sjötta desember árið 1892 kom hópur af ungu fólki saman á Jarlsstöðum í Bárðardal. Þar stofnaði það „Skemmti- félagið Eininguna" með 20 félögum. í fyrstu stjórn félagsins voru: Sigurgeir Jónsson á Stóruvöllum, formaður, Hlín Jónsdóttir á Sandhaugum og Sigurgeir Jónsson á Jarlsstöðum, meðstjórnendur. Það vekur athygli að strax í fyrstu stjórn félagsins var kona. Þessi kona sýndi það síðar, að hún batt yfirleitt ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn, en það var hún sem annað- ist Einar skáld Benediktsson á síðustu æviárum hans í Herdísarvík. Félagið „starfaði af krafti" og félögum fjölgaði brátt. A fundunum voru ræðu- höld, söngur, stundum glímur og dans. Fyrstu lög félagsins voru ekki til í bók, en á aðalfundi 22. nóvember 1910 eru samþykkt lög þess. Fyrsta grein er þannig: „Tilgangur félagsins er að efla félagsskap og framfarir og halda uppi skemmtunum í hreppnunr. I lögunum kemur fram, að árgjald er ein króna. I lögum frá 1926 er fyrsta greinin svo- hljóðandi: „Félagið heitir Einingin." Sú grein hefur haldist óbreytt síðan. Félag- starfið sýndist breytingalítið fram undir 1910. En með stofnun Ungmennafélags Akureyrar 1906 og fleiri ungmennafé- laga sem á eftir fylgdu, sem höfðu skóg- rækt og íþróttir á stefnuskrá sinni, má segja að félagið fari að taka lit af þessum nýju áherslum. Þá verður einnig sýnileg þörf fyrir aukna fjáröflun. Samband þingeyskra ungmennafélaga var stofnað 1914. U.M.F. Einingin var eitt stofnfélaganna og var í sambandinu næstu 11 ár. S.U.Þ. breyttist í „Þingey- ing" 1941 og í Héraðssamband Suður- Þingeyinga 1942. Það árgengur Einingin aftur í sambandið, eftir að hafa staðið utan þess í 15 ár og hefur verið í því síðan. Svo iíða árin A 2. og 3. áratug þessarar aldar er áfram safnað í „hússjóðinn," svonefnda. Þegar hreppurinn byggir samkomuhús í Sandvík 1927 leggur ungmennafélagið í þá byggingu 1061 krónu og hefur jafn- framt leyfi til að nota húsið að vild. Fögnuðurinn hefur áreiðanlega verið mikill. Einingin hafði eignast landsspildu í Halldórsstaðaskógi árið 1920. Það var ekki þrautalaust að grisja, slétta, hlaða kanta, planta og síðast en ekki síst, að girða svæðið. Nú er fullplantað í reitinn og þroski stafafurunnar á þessum stað er með því besta sem gerist. Þessi reitur er orðinn falleg og góð eign, sem við erum öll stolt af í dag. Stöðugt var líka verið að safna fé til einhverra baráttumála, svo sem fyrir Laugaskóla, Kristneshæli og líka lestrar- félagið hér heima. Árið 1928 er sam- þykkt að leggja þegnskylduvinnu á félag- ana, l/2 dagsverk á ári, til styrktar þeim sem voru að byggja nýbýli. Einnig til styrktar þeim sem yrðu fyrir sérstökum áföllum. Þessi þegnskylduvinna var við lýði a.m.k. næsta áratuginn. Skinfaxi SJ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.