Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1992, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.12.1992, Qupperneq 32
ir dansinum. Hitt man ég, að þar sem ég sat þarna á bekk, ófermdur krakkinn, sá ég í fyrsta sinn þverbrotin öll óskráð lög, sem gilt höfðu á Einingarfundum, að helst skyldi aldrei dansa nema einn dans í einu við sömu dömu, hámarkið var þrír, og svo áttu pörin að halda sig í siðsamlegri fjarlægð hvort frá öðru, jafnvel í vangadansi. af þessum tveim bæjum út í Sandvík. Þann glannaskap skilur hvorugt okkar nú í dag. Þrátt fyrir kalsastorm og hríðarél þennan eftirminnilega dag er hann ennþá baðaður sólskini í hugum þess fólks sem enn man hann og lifði og hrærðist í há- tíðleik stundarinnar Auk fjölmargra skemmtiatriða, ræðu- halda, ljóðalesturs og söngs var stiginn dans. Ekki þori ég að segja hver lék fyr- Medal atriða voru gamlar, bráðskemmtilegar þorrablótsvísur, sem þessi vasklegi sönghópur flutti. Hátíð aldarínnar Miðvikudaginn 17. júní 1942 var veg- leg afmælishátíð í Sandvík, þar sem minnst var 50 ára afmælis U.M.F. Ein- ingarinnar. Stórt veitingatjald var fengið að láni hjá Sambandi ungmennafélaga í Norður-Þingeyjarsýslu. Dagana á undan var mikið annríki við undirbúning. Borð og bekkir voru sett upp í tjaldinu. Bollapör voru fengin að láni hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga og minnir mig að heima- menn keyptu þau síðan að veislu lok- inni. Salurinn í samkomuhúsinu var fag- urlega skreyttur. Æfður var stuttur leik- þáttur, en ætlunin var að í dagskránni kæmi fram sýnishorn af sem flestu sem félagið hafði fengist við í áranna rás. Allt var bakað heima og kaffi brennt af mikilli vandvirkni. Það kom í minn hlut að mala allt þetta kaffi fyrir fóstru mína. Kvörnin var lítil, handsnúin, af þeirri gerð sem síðar voru kallaðar klofkvarnir. Dag eft- ir dag sat ég með kvörnina og ef ég kvart- aði var viðkvæðið að fyrst ég ætti að fá að fara á þessa fyrirhuguðu hátíð, væri ég víst ekki of góð að mala kaffið. Daginn fyrir hátíðina var svo Ljóska gamla spennt fyir kerru og bónda mín- um, sem nú er, en þá var 11 ára strák- pjakkur, falið að fara með allar vistirnar Aðsetur fyrír starfsemina Vélaöld var hafin í búskap, bjartsýni ríkti, nú átti að stækka búin, létta störf- in, rækta, byggja upp og bæta mannlífið. Þannig var umræðan í kringum 1960. Bygging skóla og félagsheimilis var í undirbúningi. Haustið 1957 var grafinn grunnur að hluta þess húss, sem við erum stödd í nú. 22. nóvember 1962 var vígslu- hátíð barnaskólans hér. Og þótt félags- heimilisálman sem hér átti að rísa sé ekki nema hálfbyggð enn, hefur samt tvisvar verið bætt við húsið síðan og hér hefur Einingin átt athvarf fyrir starfsemi sína frá 1962. Um 1970 hefur félagsstarfið enn á ný fundið sér fastan farveg. Á aðalfundi Einingarinnar 16. nóvember 1974 kemur Jón Aðalsteinn Hermannsson í Hlíð- skógum með þá tillögu að skipa svokall- aða nefndanefnd. Skuli hún skipa í 8 nefndir sem starfi fyrir félagið. Tillagan var samþykkt og árið eftir er skipað í 10 nefndir og fjölritað blað með nefnd- unum og erindisbréfi þeirra er sent á alla bæi. Fastan sess eiga nú eftirtaldar nefndir: Þorrablótanefnd, Sautjánda júní nefnd, Fegrunarnefnd, Sumarballs- nefnd, Töðugjaldanefnd, Girðinganefnd, íþróttanefnd, Skógræktarnefnd, Fjöldi gesta heióraói afmœlisbarnið með nœrveru sinni. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.