Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1992, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.12.1992, Qupperneq 25
Brekkusel heitir hœm, hinn nýi skáli skíóafélagsins á Dalvík. menn bara að fara heirn. Nú setjumst við inn í skála og horfum á videóupp- tökur af okkur á æfingum. Þannig er hægt að grípa til þess þáttar kennslunn- ar, þegar ekki viðrar til æfinga í brekkun- um. Námskeið á veturna Skíðafélagið hefur staðið fyrir ýmiss konar skíðanámskeiðum yfir vetrartím- ann. Það hefur 2-4 þjálfara á sínum snærum sem einnig hafa séð um byrj- endakennslu í öllum flokkum. „Það eru fyrst og fremst Dalvíkingar sem hafa notfært sér þessi námskeið. Þau standa það lengi, að þau hafa ekki hent- að aðkomufólki. Við höfum ekki boðið upp á helgar- eða dagsnámskeið, vegna þess að við höfum ekki getað boðið fólki upp á gistingu. Eg veit ekki, hvort við munum bjóða upp á styttri námskeið í vetur, það hefur ekki verið ákveðið enn.“ Skíðaáhugi er mjög mikill á Dalvík. Á annað hundrað börn og unglingar hafa stundað kennslu og æfingar á svæðinu. Snjórinn, eða öllu heldur snjóleysið, hef- ur þó sett strik í reikninginn eins og áður sagði, því hópurinn þynnist þegar ekki er hægt að stunda reglulegar æfing- ar. Eða eins og Jóhann orðaði það: „...maður veit ekki hvað skilar sér, ef við fáum snjó í vetur.“ En til marks um skíðaáhugann á Dal- vík má geta þess að í hitteðfyrra voru 20-30 manns í byrjendakennslu. „Oft eru þetta mömmur og pabbar sem eiga lítil börn, sem eru að byrja á skíðum,“ sagði Jóhann. „Þau vilja gjarn- an fylgja börnunum sínum eftir, fá sér einfaldlega útbúnað og skella sér á nám- skeið." Á Dalvík hafa venjulega verið haldin 1 - 2 bikarmót á vetri, eins og áður sagði. Þau hafa ýmist verið í unglinga- eða fullorðinsfiokkum. Síðastliðinn vet- ur hugðust Dalvíkingar svo halda lands- mót. En þeir urðu að breyta áætluninni og halda það á Akureyri, með Akur- eyringum, vegna snjóleysis á Dalvík. Fullkomin aðstaða Það eru dyntir veðurguðanna sem hafa þannig sett strik í reikninginn hvað eftir annað í skíðabrekkunum þar nyrðra. „Við erum með tvær alþjóðabrekkur útteknar í svigi og eina í stórsvigi, þann- ig að við erum mjög vel settir. Við getum því haldið öll þau mót sem FÍS (alþjóða- skíðasambandið) býður upp á. Við héld- um raunar alþjóðamót hérna fyrir tveim árum. En yfirleitt eru þessi mót ekki haldin fyrr en seint í apríl og á þeim tíma treystum við ekki á snjóinn, því svæðið liggur ekki svo hátt yfir sjávarmáli. Við höfum því dregið okkur út úr FÍS- mót- unum.“ Jóhann sagðist ekki geta sagt um, enn sem komið væri, hvers konar mót yrði haldið á Dalvík í vetur. Það yrði þó lík- lega í fiokki 15-16 ára. Annars stæði til að breyta mótshaldinu, reyna að halda þriggja daga mót og minnka þátttöku- kostnaðinn við þau. Varðandi námskeið í vetur sagði Jó- hann að enn hefði ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Nú væri verið að reyna að fá sænskan þjálfara, Per Ulfman að nafni, til liðs við félagið og væri útlit fyrir að hann myndi kenna hjá skíðafé- laginu í vetur. „Okkur langaði til að breyta til og eftir því sem sagt er um þennan mann, þá er hann mjög góður og fær. Þetta er því spennandi dæmi.“ Margir góðir skíðamenn Dalvíkingar hafa átt marga góða skíðagarpa í gegnum tíðina. Af þeim sem hafa staðið ofarlega má nefna Svein Brynjólfsson, Bjarma Skarphéðinsson, Val Traustason, Svein Torfason og Evu Bragadóttur. „Til viðbótar þessum er fullt af góðum skíðakrökkum hérna,“ sagði Jóhann. „Það er bara spurningin hvað þau halda lengi áfram.“ Talsvert hefur verið um það, að að- komufólk sæki til Dalvíkur til að fara á skíði. Þá leggur það einnig leið sína í auknum mæli til Akureyrar. Svo háttar til, að þegar suð-vestanátt er ríkjandi, þá getur verið versta veður á Akureyri, en Iogn og blíða á Dalvík. Við þær að- stæður flykkist fólk frá fyrrnefnda staðn- um til hins síðara, til að komast í brekk- urnar. „Við ætlum að reyna að byggja þetta svolítið upp á ferðamönnum,“ sagði Jó- hann. „og erum meðal annars að því með þessu húsi, sem við erum búin að reisa. Bærinn styður mjög vel við bakið á okkur í þessu. Svo liggur óhemju sjálf- boðavinna á bak við allar þær fram- kvæmdir sem átt hafa sér stað á svæð- inu. Ég hugsa að um 96 prósent af þeim hafi verið unnar í sjálfboðavinnu. Það eru ófá handtökin sem unnin hafa verið í þágu skíðaíþróttarinnar hér og menn hafa ekki talið það eftir sér að leggja okkur lið þegar við höfum þurft á að halda. Það er mjög ánægjulegt þegar allir leggjast á eitt við uppbyggingu sem þessa. Það gefur henni enn meira gildi en ella.“ 2S Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.