Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 33
Hermann Sigtryggsson áfhenti Steini Jónssyni formanni félagsins fallega grajik-
myntJ ad gjöf frá ÍSÍ.
Nefndanefnd og Briddsnefnd. Ef þurfa
þykir er nefndum fjölgað.
Fegrunarnefnd hefur farið á alla bæi
að vori eða sumri, gefið einkunnir fyrir
útlit og umgengni eftir föstum skala og
veitt verðlaun, bæði heiðursskjal og far-
andgrip.
í tilefni af 100 ára afmæli sínu 1992
sótti Ungmennafélagið Einingin um
styrk úr Plastpokasjóði Landgræðslunn-
ar. Styrkurinn fékkst og voru keyptar
nálægt 1000 plöntur, sem á yfirstandandi
ári voru gróðursettar í lóðina hér um-
hverfis skólann. Þetta er afmælisgjöf fé-
lagsins til sjálfs sín og sveitarinnar.
A ugnabliksmynd
Mig langar að bregða upp augnabliks-
mynd af Einingarfundi eins og þeir lifa
í minningu minni frá því að ég var um
fermingaraldur.
Það er vetur og kalt úti. Allir koma
dúðaðir í föt, sumir ríðandi, aðrir heitir
af göngu. í smákompum beggja vegna
senunnar hafði fólkið fataskipti, karlar
í þeirri fremri nær útidyrum, konur í
þeirri innri.
1 kompunum báru 10 línu lampar
daufa birtu, en frammi í salnum hékk
stór lampi í Ioftinu og í einu horninu var
rauðkyntur kolaofn, búinn að hita upp
1 - 2 metra radíus í kringum sig. Þar var
funheitt en ískuldi alls staðar annars
staðar og rakataumarnir sytruðu niður
veggina í salnum, svo það var vissara
að halla sér ekki upp að þeim. Samt
afklæddust ungu stúlkurnar dúðunum,
fóru í silkisokka og fína hælaskó með
spennuna yfir rist, fóru í ermastutta kjóla
og reyndu við skímuna frá lampanum
að greiða sér, púðra sig og mála. Þær
létu kannski dropa af ilmvatni leka í
kjólbarminn eða hárið. Svo tipluðu þær
fram í salinn, - skjálfandi af kulda. Fyrst
hnöppuðust þær við ofninn en hörkuðu
svo af sér og settust út á bekk, - og héldu
áfram að skjálfa.
Piltarnir týndust fram úr sinni kompu,
brillantingreiddir og svolítið vandræða-
legir. í loftinu lá einhver ólýsanleg
spenna og eftirvænting. Harmonikku-
leikari var kominn upp á senuna og svo
kom formaðurinn, setti fund, - og til-
kynnti að byrjað yrði á dansi. Svo hljóm-
aði harmonikkan og eitt eða tvö pör
hættu sér út á gólfið. En það var ein-
hver baklás í mönnum.
Þá var kallað „Mars!" Einhver góður
stjórnandi tók forystuna og nú bókstaf-
lega sópuðust menn út á gólfið.
Innan stundar voru allir heitir og sæl-
ir og glaðir. Með hreyfingu loftsins hafði
líka hitinn frá ofninum borist um allan
salinn, út í hvert horn. Og þá var hægt
að fara að gera eitthvað annað. Söngur
og dans voru eins og salt jarðar og eru
það raunar ennþá.
Kæru félagar, ég á enga betri ósk ykk-
ur og félaginu okkar til handa, en að
við megum halda áfram, að eiga fólk í
þessari sveit, sem hefur tækifæri og
möguleika til að skila arfinum áfram.
Ægir vann bikarkeppnina
Það var sundfélagið Ægir sem vann
bikarkeppni 1. deildar í sundi nú nýlega.
Ægismenn mega vel við una, því áður
hafði b-lið Ægis sigrað í 2. deildinni. Er
það í þriðja sinn í sögu sundíþróttarinn-
ar sem b-lið sigrar í bikarkeppni Islands
í sundi í 2. deild.
Urslit 1. deildarinnar urðu svo þessi:
1. Ægir..........................27.161
2. SFS...........................25.730
3. ÍA............................23.528
4. SH............................23.254
5. KR............................21.502
6. UMSK..........................19.611
UMSK féll niður í 2. deild, en b-lið
Ægis kemur upp í 1. deild í staðinn.
B-lið Ægis sigraói í 2. deildinni.
Skinfa.xi
33