Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 19
vísi en hluti af sögu ungmennafélaga komi þar inn í. Mikil og dýrmæt reynsla er í skógar- reitum ungmennafélaga sem nýtist í dag og á eftir að nýtast við skógrækt í fram- tíðinni. Þetta mikilvæga starf er þó ekki vel þekkt meðal almennings á Islandi. Þá bendir Björn á nokkur atriði sem vert væri að athuga til að hvetja félögin til enn frekara starfs á sviði skógræktar: 1. Þau félög sem ekki hafa samning um það land sem er undir skógareit við- komandi félags, geri samning við land- eiganda varðandi „umgengnisrétt“ á skógarreitnum. 2. UMFÍ leggi áherslu á nokkur höf- uðatriði, svo sem að félög eigi greiðan aðgang að faglegum ráðgjafa í skógrækt og að árlega verði reynt að útvega plönt- ur til félaga. Áhersla verði þá frekar lögð á réttar plöntur á réttum stað, heldur en fjölda þeirra. Einnig, að eldri reitir verði gerðir aðgengilegri og vistlegri fyr- ir almenning. 3. Umhverfi íþróttamannvirkja og fé- lagsheimila fái forgang næstu árin og verði gert átak í þeim efnum að for- göngu UMFI. Björn mun vinna nánar úr könnuninni í vetur og verður fróðlegt að kynnast heildarniðurstöðum þegar þær liggja fyr- ir. í tengslum við könnunina sem sýnir, svo ekki verður um villst hinn rnikla skerf sem ungmennafélögin hafa lagt til skógræktar í landinu, er ekki úr vegi að minna á verkefni UMFÍ, Fósturbörnin. Þar er verk að vinna fyrir hvert eitt félag á sviði náttúruverndar, uppgræðslu og skógræktar. Landgræðsla ríkisins hefur lagt þessu verkefni lið af miklum mynd- arskap. Allmörg félög hafa tekið að sér ákveð- ið landsvæði til að hlúa að og hin sem eftir eru geta byrjað hvenær sem er. Það er aldrei of seint af stað farið. Við óskum ungmennafélögum um land allt gleðilegrar jólahátíðar Kópavogsbær Mjólkurbú Flóamanna BSÍ hópferðabílar Umferðarmiðstöðinni Morgunblaðið íþrótta- og tómstundaráð Staðarskáli Mjólkursamlag Borgfirðinga Sparisjóður Keflavikur Hollustuvernd ríkisins Reykjavíkurborg Qym 80 - líkamsræktarstöð Borgarnesbær Heskaupsstaður Eyrarsveit Almenna tollvörugeymslan Akureyri Bæjarsjóður Bolungarvíkur Ögurvik hf. Eimskipafélag íslands Hafnarfjarðarbær Félag íslenskra Iðnrekenda íslenskir aðalverktakar Qarðsapótek Kaupfélag V-Húnvetninga Glerborg hf. Reykjalundur Qott lýsi, fískafurðir hf. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.