Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 8
Fundarmenn unnu af kappi í nefndunum og hér er ein nefndin að störfum. Myndir: Ingimundur skeiðahald. Einnig að hvetja stjórn íþróttamiðstöðvarinnar til að efla kynn- ingu á starfseminni. - að fela framkvæmdastjórn UMFÍ að skipuleggja æfíngabúðir t.d. um helg- ar eða páska í ÍMÍ á Laugarvatni, eða á öðrum stöðum á landinu. Sambands- aðilum verði gefinn kostur á að senda einstaklinga til þátttöku, en UMFÍ sjái um að útvega þjálfara og fararstjóra, svo og skipulag dagskrár. - að beina því til sambandsaðila að kanna möguieika á að halda ungmenna- búðir og leiktækjanámskeið. ERÐLAUNAPENINGAR stærð 42 mm. Verð 250 kr. stk. með áletrun Einnig míkifi úrval af bikurum og öfirum verölaunagripum. Pantifi tímanlega. GULLSMIOIR Sigtryggur & Pétur. Brekkugötu 5 - Akureyri. S. 96-23524 Fax 96-11325 Glæsileg útgáfa Fundurinn þakkar þeim Jóhanni Sig- urðssyni og Sigurði Viðari Sigmundssyni sérstaklega fyrir útgáfu hinnar glæsilegu bókar „Saga landsmóta UMFÍ 1909 - 1990.“ Jafnframt var samþykkt, að hvetja ungmennafélaga um allt land til að vinna að sölu bókarinnar eftir bestu getu. Því má bæta við, að hún kostar aðeins 5.980 krónur í góðu bandi. Hún er 550 blaðsíður, prýdd um 700 mynd- um. Einnig er hægt að fá sérstaka hátíð- arútgáfu í skinnbandi. Þá fagnar fundurinn því hversu vel ungmennafélögin hafa staðið að um- hverfisverkefninu „Fósturbörnin" og Atvinnu- leysi 28. sambandsráðsfundur UMFÍ lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess slæma atvinnuástands sem nú rt'kir. Atvinnuleysi er einn mesti bölvaldur fólks og getur leitt til mikillar ógæfu. Fundurinn sam- þykkir að UMFÍ styðji stjórnvöld, sveitarstjómir og aðra aðila vinnu- markaðarins til að leita allra leiða til að efla atvinnu að nýju og reyna allar aðrar sparnaðarleiðir, áður en gripið er til uppsagna starfsfólks. hvetur til myndarlegs átaks á næsta ári, sem er 3. ár verkefnisins. Eru ungmenna- félögin hvött til að vinna áfram í anda verkefnisins. Loks þakkar fundurinn fjárlaganefnd Alþingis fyrir stuðning við UMFÍ á liðn- um árum. Fundurinn vekur athygli á hinu mikilvæga æskulýðsstarfi, sem unn- ið er hjá ungmennafélagshreyfingunni og að félagafjöldi hennar hefur tvöfald- ast á síðustu 10 árum. Hann var í árslok 1991 44.575. Eflum íslenskt Á 28. sambandsráðsfundi UMFÍ var samþykkt að hvetja ungmennafélaga, svo og alla aðra þjóðholla íslendinga, til að halda vöku sinni hvað varðar kaup á íslenskri framleiðslu. í samþykkt- inni segir, að í því atvinnuástandi sem nú ríki geti jjað skipt sköpum fyrir þúsundir íslendinga að is- lensk vara sé keypt fremur en inn- flutt. Felur fundurinn stjórn UMFÍ að kanna möguleikana á að endurvekja baráttuna undir kjörorðinu: „Efium íslenskt," í samvinnu við sambandsaðila og aðra sem áhuga hafa. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.