Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 14
staklingar, sjónskertir og hreyfihamlaðir, svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru mismun- andi langt á veg komnir og geta náð mismunandi hraða, þannig að þetta er mjög fjölbreyttur hópur með mismun- andi þarfir. Eg set mér því markmið með hvern og einn. Hjá einum laga ég stílinn og hjá öðrum eitthvað annað. Ég þarf ekki að kvarta undan því að þetta sé einhæft hjá mér. Nú stendur til dæmis yfir þolþjálfun. Þau eru öll að undirbúa sig undir ein- hverja keppni og þjálfa sig í sinni grein.“ Kristín sagði það mjög gefandi að vinna með fötluðu sundmönnunum. Þeir væru upp til hópa afar jákvæðir og áhugasamir, ekki síst núna eftir árangur- inn á ólympíuleikunum. „í hópnum hjá mér eru krakkar sem ekki komust á síðustu ólympíuleika. Nú eru þau farin að stefna á þá næstu og huga jafnframt að ýmsum öðrum mót- um. Áhuginn er alveg ódrepandi. Það sem er framundan núna er Norð- urlandameistaramótið, sem haldið verð- ur nú um páskana í Gautaborg í Sví- þjóð. Þangað fer væntanlega Barcelona- hópurinn, eins og hann leggur sig og vonandi einhverjir fleiri. Þá eru þeir krakkar, sem ekki hafa möguleika á Norðurlandameistaramótinu, að stefna á Malmö núna í febrúar. Þar verður fé- lagsmót með þátttöku keppenda frá öll- um Norðurlöndunum. Þetta er frekar sterkt mót. Norðurlandaþjóðirnar eru með mjög sterka sundmenn og virðast komnar einna lengst í þessu. Að vísu eru Kanadamenn, Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn einnig sterkir, en Norður- landaþjóðirnar gefa þeim ekkert eftir. Mitt fólk er þegar orðið spennt aftur og hlakkar til að hitta vinina sem það kynntist úti í Barcelona. Ég á von á að það verði kominn keppnisskjálfti í þau aftur upp úr áramótum. Þá sjá þau hilla undir nýtt mót og það er þegar mikill baráttuhugur í þeim.“ Dýrmæt framför Kristín segir að sundþjálfunin sé þol- inmæðisverk. En um leið og einhver sýni minnstu framför, þá sé eins og orka hennar endurnýist og hún mæti tvíefld til þjálfunarinnar í næsta skipti. „Olympíuleikarnir eru nú að baki, en maður vitnar alltaf ósjálfrátt til þeirra. Þetta var miklu skemmtilegra heldur en ég átti von á, fyrst og fremst af því að það gekk svo rosalega vel. Þarna voru til dæmis krakkar eins og Birkir Rúnar, Ásamt þrem sundköppum ! Sundhöll Reykjavíkur. sem aldrei hafði keppt á svona stóru móti áður, en kom svo heim með eitt brons. Kristín Rós, sem fékk engin verð- laun á ólympíuleikunum í fyrra, kom heim með tvö. Við áttum von á að Óli Eiríks og Lilja María myndu gera það gott í sundinu, en þorðum ekki að gera okkur vonir um hina. Þetta var ótrúlega spennandi og skemmtilegt.“ Kristín hefur ekki einungis upplifað keppnisspennu vegna annarra, því sjálf keppti hún í sundi með KR fyrir nokkr- um árum. „Það kom fyrir, að ég komst á verð- launapallinn," sagði hún og vildi auð- heyranlega ekki gera mikið úr þeim af- rekum. „En svo fengum við nýjan þjálf- ara, sem hefur alltaf talsvert að segja. Svo var ég orðin elst í hópnum, svo ég ákvað að hætta. En ég held mér alltaf í formi og ætla að keppa næst í flokki „garpanna“ en það eru 25 ára og eldri." Kristín hafði aðeins komið nálægt þjálfun áður en að hún lenti svo óvænt hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Hún hafði þjálfað yngri krakkana hjá KR og einnig aðstoðað þjálfarann í keppnishópnum öðru hvoru. „Það er að mörgu leyti líkt að þjálfa þá hópa sem ég var með áður og þessa sem ég er með núna. Að vísu er það svo með marga fatlaða, að sundið er eina hreyfingin sem þeir fá og hafa möguleika á. Þá gefur félagsskapurinn mörgum þeirra mjög mikið. Þau hittast í heita pottinum eftir æfingar og ræða málin. Þetta er þeim mjög mikils virði.“ Ætlaði aldrei í skólann Kristín lýkur námi í vor. Hún er ekki búin að fastákveða hvað hún tekur sér fyrir hendur að því loknu. Helst langar hana til að vinna eitthvað með fötluðum í sambandi við íþróttir, en telur að það sé erfitt að fá slíkt starf, því það sé búið J4 Skin/axi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.