Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 23
Vísnaþáttur Hagyrðingar brugðu hart við þegar gefið var í skyn í síðasta vísnaþætti, að hann yrði hugsanlega lagður niður vegna dræmrar þátttöku við botnana. Nú koma fram á sjónarsviðið nýir ein- staklingar sem ekki hafa áður sent botna. Anægjulegt er að finna að þessi hugar- íþrótt á enn mikil ítök í ungmennafélög- um og að hagyrðinghópurinn hefur end- urnýjast. Hlíf Sigurðardóttir Hrísakoti Hvammstanga sendi eftirfarandi botn: Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. Jákvæð eftir jólum bíð með jólaljós á kvöldin. Jón Stefánsson á Dalvík botnaði vísuna svona: Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. Með fárviðri og fimbulhríð, fært á söguspjöldin. Vignir Örn Pálsson á Grund, Hólma- vík, sendir ekki einn botn, heldur tvo: Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. Ungmennastundin er undurblíð oft um sumarkvöldin. Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. Ljóðin efla æskulýð oft um vetrarkvöldin. Ingibjörg Halldórsdóttir Ásgarði 12 í Reykjavík botnar vísuna svona: Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. En yndið, sem ég eftir bíð, eru vetrarkvöldin. Sigurlás Demantur skrifar eftirfar- andi: „Okkur vísnavinum þætti mjög miður ef vísnaþáttur Skinfaxa félli niður. Ég hef oft ætlað að senda inn botna en ein- hverra hluta vegna hefur það ætíð farist fyrir. En þar sem það lítur út fyrir að það sé nú eða aldrei, þá sendi ég þennan botn:“ Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin, burtu horfin blómin fríð og blessuð sumarkvöldin. Bjarni Ingibergsson Fífuseli 32 Reykja- vík segist einnig vilja stuðla að langlífi vísnaþáttarins. Hann sendir eftirfarandi botn: Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. Vösk nú heíjum vísnasmíð um vetrar löngu kvöldin. Með hækkandi sól eykst bjartsýni hjá fiestum og með það í huga er fyrripart- ur í jólablaði Skinfaxa settur saman. Ég óska lesendum blaðsins gleðilegra jóla og gæfu og gengis á nýju ári og hvet alla vísnavini til dáða. Horfðu fram á hlýlegt ár þá hjartans óskin rætist. Ingimundur HÓTEL VARMAHLÍÐ Skagafirði - Sími 95-38170 í gistihúsinu bjóöum við gistingu, heitan mat, kaffi og margs konar þjónustu. Á staðnum er einnig sundlaug, gufubað, félagsheimili, póst- og símstöð og fleira. Opið frá kl. 8.00 - 23.30. íþróttafólk! Við útbúum fyrir ykkur það sem þið þurfið til verðlauna og viðurkenningar. Hringið og fáið myndalistann okkar. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.