Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 27
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík:
JÓLAHUGVEKJA
Sr. Jón Helgi Þórarinsson.
Gjördyrnar breiðar, hliðið hátt,
þig, hjarta, prýð sem best þú mátt,
og trúarlampann tendra þinn,
og tilþín bjóð þú Jesú inn.
Jólahátíðin gengur senn í garð.
Sumum finnst hátíðin of nærri,
vildu hafa meiri tíma til undirbún-
ings, finnst svo ótal margt ógert
sem helst þyrfti að koma í verk.
Öðrum finnst of langt þangað til
stundin kemur, og hafa vart þolin-
mæði til að bíða.
Þessa tilfinningu þekkjum við
öll, ekki aðeins úr jólaundirbún-
ingnum heldur úr lífinu sjálfu. Hve
margir lesendur þessa blaðs hafa
ekki horft fram á íþróttakeppni
með þetta sama í huga, að svo
ótal margt væri eftir í undirbún-
ingnum eða þá að allt væri tilbúið
og öll bið væri erfið.
En eins og íþróttamótin verða
þegar þeirra tími kemur, eins geng-
ur jólahátíðin í garð þegar hennar
stund kemur. Henni flýtum við
hvorki né seinkum eftir eigin duttl-
ungum eða aðstæðum en verðum
að haga undirbúningi samkvæmt
því. Og hátíð þarf að undirbúa,
ekki síður en íþróttamót, eigi hún
að verða hátíð. Hins vegar eigum
við ekki að ana hugsunarlaust
áfram, fljóta með straumnum, gera
aðeins það sem okkur finnst að
aðrir séu að gera. Við verðum að
nema staðar við upphaf jólaundir-
búnings, upphaf aðventunnar og
skoða hvað það er sem hátíðin
skal veita og haga okkur eftir því.
Hugarfará undirbúningstíma,
markmið sem stefnt er að og hvað
gert er til að ná því, ráða ætíð
miklu um hver niðurstaðan verður.
Jólahátíðin er oft nefnd hátíð
ljóss og friðar. Sú birta og sá frið-
ur sem þar um ræðir er að hluta
til okkar mannanna verk. Við vit-
um að við sköpum slíkt með því
að gleðja aðra með margvíslegu
móti, liðsinna, skapa sátt og ein-
drægni o.s.frv. Sá sem ekki lið-
sinnir neinum á aðventunni en
hugsar einungis um eigin hag, gef-
ur lítið og gleður fáa. Sjálfur eign-
ast viðkomandi vafalaust litla birtu
í hjarta og mjög takmarkaða gleði.
Hann heldur hátíð í anda eigin-
girni og sjálfsdekurs, með lokaðar
dyr hjarta síns, enda vill hann
greinilega ekki þiggja þá birtu og
gleði er hátíðin færir mönnum, né
fara eftir þeim boðskap sem Guð
flytur okkur með Jesú Kristi.
Gjördyrnar breiðar, hliðið hátt.
Með þessa línu úr aðventusálmi
Björns Halldórssonar í huga skal
undirbúa og halda jólahátíð í anda
Jesú Krists og með honum. Hver
sem vill taka á móti birtu hans
verður að opna og þiggja. Sá er
aðeins sankar að sér alls konar
veisluföngum og umbúðum en
lokar síðan að sér, lokar úti það
ljós er Guð er að gefa.
Gjafir Guðs eru ekki háðar tíma
og rúmi né veraldlegum auði. Gjaf-
ir og verk manna vara hins vegar
aðeins stutta stund, en geta þó og
eiga að vera endurskin af dýrð
Guðs. Marglitjólaljósmannanna
skína einungis fram yfir áramót.
Þau eiga þó að benda á eilífa birtu
Guðs er aldrei dvín og okkur er
gefin. Gjafir okkar mannanna, er
vekja gleði um hátíðina, týnast og
verða að engu fyrr en varir, en þær
eiga þó að minna á hina eilífu gjöf,
hið eilífa líf sem Guð færir í Jesú
Kristi.
Hver sá er vill eignast birtu og
frið Guðs hlýtur að undirbúa jólin
með það markmið í huga að þiggja
af Guði og halda hátíð þar sem
dyrnar standa opnar fyrir Jesú
Krist og boðskap hans.
Ég opna hlið míns hjarta þér,
ó, Herra Jesú, bú hjá mér,
að fái hjálparhönd þín sterk
þarheilagt unnið náðarverk.
Guð geft þér birtu og frið á
helgri jólahátíð og alla tíma.
27
Skinfaxi