Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 18
Athyglisverð könnun: Framlag ung- mennafélaganna til skógræktar Einn er sá þáttur í starfi ung- mennahreyfingarinnar, sem ekki ber mikið á, en er engu að síður afar mikilvægur, en það er skóg- rækt. Björn B. Jónsson, fyrrver- andi formaður HSK, hefur gert í byrjun júní sl. kom Björn heim og hóf þegar að heimsækja félög og kanna framlag þeirra til skógræktar. Hann grennslaðist einnig fyrir með því að hafa samband við formenn ýmissra félaga eða þá að fara heim að bæjum og spyrjast fyrir um skógarreiti. Þess má geta að þjónustumiðstöðvar héraðssambanda víðs vegar um landið stóðu sig með prýði faglega úttekt á skógrækt félaga innan UMFÍ frá upphafi til dags- ins í dag. Björn dvelst í Finnlandi við skógræktarnám, en hann vinnur þetta verkefni í tilefni af 85 ára afmæli UMFÍ. og liðsinntu eftir föngum við könnunina. Er skemmst frá að segja, að hún gekk mjög vel. Liggja nú fyrir myndir af nær öllum skógræktarreitunum. Þá er búið að staðsetja þá alla inn á sérstakt kort. Hefur nú miklum fróðleik verið safnað saman um skógrækt ungmennafélaga og verður hann notaður við lokaskýrslu um hvern einstakan reit. Ungmennafélögin í landinu eiga stærriþátt í skógrækt á íslandi en margan grunar. Þaó munar um hvert tré, sem gróóursett er. 113 reitir Samkvæmt stuttu yfirliti frá Birni leiddi könnun hans í ljós, að skráðir voru ll3 skógarreitir hjá 96 félögum. Þeir skiptust þannig, að hreint afmark- aðir reitir voru á 57 stöðum, 43 reitir við félagsheimili eða íþróttamannvirki, 9 við golfvelli og 4 annars staðar. Víða var að finna trjágróður heima við bæi, sem ungmennafélagar höfðu lagt hönd að á einn eða annan hátt. Er talið, að a.m.k. 500 slíkir staðir finnist um land allt. Þá eru mjög víða til reitir, sem eru sannkallaðir „unaðsreitir“ en nýtast þó ekki sem skyldi. Helstu ástæður eru meðal annars þær, að aðkoman að þeim er ekki nógu góð og auðveld. Að þeim vantar gott hlið, sem auðvelt er að ganga um, göngustíga, grasbala eða lundi, sem hægt er að staldra við í. Loks veit hinn almenni félagi oft á tíðum ekki að við- komandi félag á skógarreit. Skógrækt innan UMFÍ hefur alla tíð verið stór þáttur í starfinu og fer síst minnkandi. Ekki verður saga skógræktar tuttugustu aldar á íslandi skráð öðru /8 Skinfa.xi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.