Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 29
NSU á Islandi Samstarf sem hef ur mikla þýðingu -segir Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ „Þátttaka í starfi samtaka sem þessara gefur okkur kost á að fræðast um það sem verið er að gera á hinum Norðurlöndunum og hagnýta okkur ýmislegt afþví i eigin starfi. Samskiptin í tengsl- um við landbúnaðarráðstefnurn- ar, ungmennavikurnar, leiðtoga- námskeiðin og ársþingin víkka sjóndeildarhringinn og eru þroskandi og skemmtileg. Þetta samstarf hefur mikla og góða þýðingu, "sagði Sæmundur Run- ólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ um tilgang aðildarað norrænu æskulýðssamtökunum Nordisk Samorganisation for Ungdoms- arbejde (NSU). í haust var haldið hér á landi ársþing samtakanna. Ungmennafélag íslands er aðili að þeim, eins og áður sagði. I tengsl- um við þingið var efnt til ráðstefnu, sem bar yfirskriftina „Gildi æskulýðsstarfs fyrir unga fólkið og byggðirnar." Fyrir- lestra héldu Þóroddur Bjarnason félags- fræðingur, Kristín Einarsdóttir alþingis- kona, Karl Kristjánsson frá mennta- málaráðuneytinu og Sveinn Jónsson oddviti. Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra flutti einnig ávarp. Þátt- takendur voru 42 talsins, þar af 35 frá hinum Norðurlöndunum. Ráðstefnu- stjórar voru Pálmi Gíslason varafor- maður NSU og Uwe Prúhs stjórnarmað- ur í NSU. Á þinginu var m.a. kosinn nýr for- maður samtakanna, sem er Solveig Skogs frá Noregi. Hún tók við for- mennsku af Svend Aage Hansen. Norrænt samstarf Að sögn Sæmundar er lögð áhersla á að byggja upp norrænt samstarf. Árlega er efnt til norrænnar ungmennaviku, sem í sumar var haldin í Noregi 26. júlí - 1. ágúst. Hana sóttu þrír fulltrúar frá ís- landi. Þarna hittast ungmenni á aldrin- um 15-25 ára og fást við fjölbreytt verkefni. „Þau ungmenni sem hafa farið frá okkur á undanförnum árum, hafa lofað þessar vikur mjög og komið tvíefld í starfið að þeim loknum. Það má einnig líta svo á að samtökin hér séu að styðja við þá sem hafa lagt sig fram og unnið mikið við hreyfmguna hér á landi, með því að gefa þeim kost á að sækja ung- mennavikurnar." Á næsta ári verður norræna ung- mennavikan haldin í Finnlandi, árið 1994 í Danmörku, 1995 hér á landi og 1996 í Svíþjóð. Ungbændaráðstefnur Ungbændaráðstefnur eru einnig haldnar á vegum NSU. Þær sækja eink- um fulltrúar sem vinna ýmis störf fyrir landbúnaðinn. Á síðasta ári var slík ráð- stefna haldin í Danmörku. Hana sóttu tveir fulltrúar frá UMFÍ, þær Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Margrét Sverris- dóttir frá Hrosshaga í Biskupstungum. Létu þær mjög vel af dvöl sinni ytra. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var, að þessu sinni, staða landbúnaðarins innan Evrópubandalagsins. Þá gerðu fulltrúar hvers lands grein fyrir siðferði í umhverfismálum og landbúnaðarpóli- tík í Evrópu framtíðarinnar, eins og hún kom þeim fyrir sjónir. Skin/axi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.