Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 5
Skinfaxi á tímamótum Enn á ný stendur Skinfaxi á tímamótum. Fyrir skömmu var útgáfa tveggja næstu blaða boðin út. Samið var við Jóhönnu S. Sigþórsdóttur blaðamann um ritstjórn þessara blaða. Að undanförnu hafa verið verulegir erfiðleikar í útgáf- unni og sýnt að ekki var hægt að halda áfram á sömu braut. Til að standa undir útgáfunni þarf miklu tleiri áskrif- endur. Að undanförnu hefur starfað öflug ritstjórn og áhugasamur ritstjóri. Blaðið hefur verið vandað með mörg- um áhugaverðum greinum og mikilsverðum upplýsingum og þeir sem hafa tjáð sig um útgáfuna hafa verið ánægðir. En þrátt fyrir þetta hefur áskrifendum lítið íjölgað. Fyrir tveim árum var útgáfunni breytt úr sex blöðum í fjögur og var það eingöngu gert í sparnaðarskyni. Raddir hafa verið uppi um að gera blaðið að ársriti eða jafnvel að leggja það niður. Það væri mjög slæmt fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Þótt Skinfaxi verði aldrei það sem hann var í byrjun þessarar aldar þá er hann mikilsverð- ur hlekkur í upplýsingastreymi til forystumanna hreyfmgar- innar. Því má segja, að eðlilegra hefði verið að umræðan stæði um fjölgun blaða. Svo mikilsvert er talið að blaðið komist til forystumanna hreyfmgarinnar að á Sambands- ráðsfundi nú fyrir skömntu var samþykkt tillaga þess efnis að öllum félögum og héraðssamböndum verði sent blaðið og þau hvött til að gerast áskrifendur. Á sama máta hefur forystumönnum félaga verið sent blaðið á undanförnum árum. Sem betur fer hafa margir brugðist vel við og eru tryggir lesendur og áskrifendur. En því miður hafa margir forystumenn hafnað þessum mikilvæga miðli og reyndar alltof margir fengið blaðið en ekki greitt. Auðvitað hefði átt að strika þá strax af áskrifendaskrám sem ekki greiða blaðið. En með því að leggja metnað í að bæta blaðið höfum við vonast til að fleiri mundu greiða. Ritstjórn hef- ur ákveðið að senda blaðið framvegis aðeins til skilvísra greiðenda. Áskorun mín til ykkar sem nú eigið ógreiddan seðil er sú að bregðast vel við og til ykkar allra að vinna að efl- ingu blaðsins með nýjum ákrifendum þannig að umræðan í framtíðinni verði um að auka útgáfuna í stað þess að draga hana saman. Starfsemi ungmennafélagshreyfmgarinnar hefur aldrei verið öflugri en nú og um lejð hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir það starf sem þar er unnið. Æskulýðsstarfið, hvort sem það eru íþróttir eða önnur félagsstarfsemi, er besta vörnin gegn ÍJölmörgum vágestum sem á leið æsku- lýðsins eru. Starfsemi félaganna er mjög fjölþætt og styrkleikinn felst m.a. í því að vinna í takt við tímann og í raun hafa félög- in haft forystu og rutt braut á ýmsum sviðum. Umhverfis- málin hafa alla tíð verið ofarlega á baugi, allt frá því að frumherjarnir hófu skógrækt og til dagsins í dag þar sem flest félögin hafa valið sér eitthvert umhverfisverkefni. Fyr- ir tíu árum var hafin barátta undir kjörorðinu „Eflum ís- lenskt" þar sem fólk var hvatt til að kaupa innlenda fram- leiðslu frernur en innflutta. Nú hafa fleiri tekið undir þetta mál og skilningur á nauðsyn slíkrar baráttu er meiri. Þetta ár sem nú er að líða hefur verið ungmennafélags- hreyfingunni hagstætt. Unglingalandsmótið á Dalvík tókst með eindæmum vel og sú umgengni og framkoma sem unga keppnisfólkið sýndi þar sýnir að við erum á réttri leið í okkar áróðri. Ákvörðun hefur verið tekin um að halda slík mót áfram og verður það næsta 1995. Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur fengið stærra og hentugra húsnæði undir starf- semina. Vegna mikillar ásóknar í gistingu var sú fram- kvæmd nauðsynleg. Margir hafa lagt þessum skiptum lið með vinnu eða framlögum og sýnir það þann hug sem margir bera til hreyfingarinnar. Hér hef ég nefnt aðeins fáa þætti úr fjölbreyttu starfi ungmennafélagshreyfmgarinnar. Það er nauðsynlegt að miðla upplýsingum um hvað er efst á baugi og hvað gert hefur verið. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir ungmennafé- lagshreyfmguna að hafa málgagn. Því heiti ég á þig, kæri félagi, að leggja þitt af mörkum til þess að Skinfaxi megi verða útbreitt blað og komi inn á heimili flestra forystu- manna í félögum og samböndum og þeirra sem áhuga hafa á öflugu starfi þessara samtaka. Skinfaxi er vettvangur fyrir samstöðu ungmennafélaga. Öflugur og útbreiddur Skinfaxi yrði hreyfmgunni mikill styrkur. Pálmi Gíslason Skinfaxi óskar lesendum sínum gleðilegrar jólahátíðar Skin/axi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.