Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1992, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1992, Page 6
28. sambandsráðsfundur UMFÍ 1992: Unglingalandsmótin komin til að vera Akveðið hefur verið að stefna aðþvíað halda 2. unglingalands- mót Ungmennafélags íslands árið 1995. Þetta var samþykkt á 28. sambandsráðsfundi UMFÍ, sem haldinn var í Varmahlíð I Skagafirði 31. október síðastlið- inn. Einnig samþykkti fundurinn að fela stjórn UMFÍað skipa nefnd til að semja reglugerð fyrir unglingalandsmót UMFÍ, sem lögð verði fyrir næsta sambands- þing UMFÍ til afgreiðslu. Hluti fulltrúa ú sambandsrúðsfundi UMFÍ, sem haldinn var í Varmahlíð. Samkvæmt 7. grein laga UMFÍ er sambandsráð skipað formönnum hér- aðssambanda og félaga með beina aðild að UMFI eða varamönnum þeirra. Þá eiga stjórn og varastjórn UMFÍ sæti í sambandsráði. Hefð er fyrir því að fund- inn sitji einnig framkvæmdastjórar sam- bandsaðila. Óhætt er að segja, að unglingalands- mót UMFÍ, sem haldið var á Dalvík, hafi skipað háan sess á því starfsári hreyfíngarinnar, sem nú er að líða. Þótti það takast með afbrigðum vel í alla staði og vera til sóma öllum þeim sem hlut áttu að máli. Á sambandsráðsfundinum var samþykkt að senda sérstakar þakkir til UMSE og bæjarstjórnar Dalvíkur fyrir vasklega framgöngu við að und- irbúa og halda unglingalandsmót UMFÍ og skapa þá aðstöðu sem nauðsynleg var til að mótið tækist svo vel sem raun bar vitni. A ðrir þættir starfsins Af öðrum þáttum starfsins má nefna hið árlega framkvæmdastjóranámskeið, sem haldið var að Varmalandi í Borgar- firði í lok maí sl. nú undir heitinu „Vornámskeið.“ Þátttaka var mjög góð að þessu sinni, því um 30 manns úr sam- böndum og félögum um allt land mættu til leiks. Hefur verið lögð á það áhersla, að námskeiðið nýtist öllu forystufólki í hreyfingunni. Starfsemi félagsmálaskólans var með hefðbundnu sniði á þessu starfsári. Nýtt námsefni hefur þó skotið upp kollinum, en það er skokknámskeið, sem Sigurður P. Sigmundsson hefur umsjón með. Þess má geta, að á árinu bauð UMFÍ aðildarfélögunum upp á slík námskeið í samvinnu við Sigurð Pétur. Haldin voru fjögur námskeið, á Akranesi, Seyðis- firði, Höfn í Hornafirði og í Bolungar- vík. Þátttaka var prýðileg, þátttakendur á öllum aldri og misjafnlega langt komn- ir í íþróttinni. En allir áttu það sam- merkt að hafa gagn og gaman af. Ur starfi félagsmálaskólans má einnig nefna námsefni fyrir foreldrastarf í félög- um. Hefur fengist styrkur frá mennta- málaráðuneytinu til þess að vinna það áfram. Allmörg önnur námskeið hafa verið haldin á vegum skólans undan- -samþykkt að halda næsta mót 1995 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.