Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 22
Unglingameistaramót Islands Mörg frábær sundafrek Tvö íslandsmet voru sett á Ungl- ingameistaramóti íslands 17 ára og yngri, sem fram fór í Sundhöll Reykja- víkur í byrjun nóvember. Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, 11 ára, setti meyja- met í 200 metra bringusundi. Hún synti á 2:59,67 mínútum. Þá setti Eydís Kon- ráðsdóttir, SFS, íslandsmet í 50 metra flugsundi telpna. Hún synti á 30,65 sek- úndum, sem einnig var besta afrekið hjá stúlkunum. Hildur Einarsdóttir, KR, sigraði í 100 og 400 metra skriðsundi. Piltarnir stóðu sig ekki síður en stúlk- urnar. Ómar Þorsteinn Árnason, Óðni, sigraði í fjórum greinum og náði góðum tíma. Hann hreppti gullið í 100 og 200 metra flugsundi, 100 metra skriðsundi og í 400 metra Qórsundi. Þá synti Magn- ús Konráðsson, SFS, 100 metra bringu- sund á tímanum 1:09,50 mínútum. Telst það besta afrek mótsins hjá piltunum. Magnús er raunar bróðir Eydísar og er víst, að þau systkinin eiga eftir að koma frekar við sögu á sundmótum vetrarins. Elvar Daníelsson frá Hvammstanga sigraði með talsverðum yfirburðum í 1500 metra skriðsundi. Hann hefur dval- ið í Svíþjóð síðastliðin þrjú ár og æfði þar sund undir leiðsögn góðs þjálfara. Elvar Daníelsson, USVH, hefur aft í Svíþjóó að undanförnu. Hann sigradi með nokkrum yjirburðum í 1500 metra skriðsundi. Stúlkurnar sem náðu bestum árangri í 100 metra bringusundi. Fremst t.v. Berglind Daðadóttir, SFS, sem sigraði, og Hildur B. Kristjánsdóttir, Ægi, sem varð í 2. sceti. Fyrir aftan: Hólmfríður Asa Guðmundsdóttir, UMSB, sem varð í 3. sœti og Kristín Guðmundsdóttir, KR, sem hafnaði í 5. sœti. Fjölmargir íslenskir íþróttamenn nota eingöngu Rehband hitahlífar h|ffjr 2== Styður^ shit or^sy (ksmo Trönuhrauni 8 220 Hafnarfiröi Sími 91-652885 Opiö frá 8 til 17 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.