Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 8
Ef við lítum í kringum okkur sjáum við allt fullt af hlutum sem einn góðan veðurdag enda á öskuhaugum landsins. Fyrir utan það hefðbundna s.s. matarúrgang, blöð, áldósir og plastumbúðir eiga öskuhaugar eftir að fyllast af hlutum eins og þvottavélum, sjónvörpum, ísskápum og húsgögnum. En hvað getum við gert heima fyrir til að minnka það magn sem nú þegar streymir á öskuhaugana og í enduvinnsluna. Pappír Notaðu báðar hliðarnar á öllum þeim pappír sem þú skrifar eða prentar á. Endurvinnsla á blöðum, tímaritum, bókum og bæklingum er mjög mikilvæg til að vernda skóga jarðarinnar. Reyndu að kaupa hluti unna úr endurunnum pappír og kauptu aðeins endurunnan pappír til einkanota heima fyrir. Bentu fyrirtækjum á að nota frekar hitablásara eða handklæði á salernum sínum í stað pappírs. Plast Það sama gildir um plast og pappír. Safnaðu saman plastumbúðum fyrir endurvinnsluna. Ef matvörur koma í plastumbúðum, þvoðu plastið og reyndu að nota það heima fyrir, til dæmis til að geyma matarleifar. Fáar þjóðir nota jafn mikið af plastpokum og við Islendingar en ein leið til að skera niður það magn væri að nota t.d. sérstaka poka þegar verslað er fyrir heimilið. Gler Það er mikilvægt að fara vel með glerumbúðir þar sem þær eru lengi að eyðast úr náttúrunni. Glerflöskum má yfirleitt skila aftur fyrir peninga. Vissir þú... ...að í maiiiis- líkamanum eru rúmlc&'a 650 vöðvar. ...að mannshjartað vegur iiiiiina en liált't kíló. slær 100.000 si n n ii in á dag og dælir tæplega 0000 lítrum af blciði. ...að iiianiiK- líkaininn er 70% vatn. ...að þegar maður- inn brosir notar hann 17 vöðva. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.