Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1996, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.05.1996, Qupperneq 9
 Frábært blað! Ég er nýbúin að fá eintak af þessu blaði (Forvarnablaði Skinfaxa) og líst mér mjög vel á það. Mér finnst per- sónurnar sem teknar eru fyrir alveg hreint frá- bærar °g þykist ég sjá að rnikil vinna hefur verið lögð í þetta blað. Hins vegar er tvennt sem mér fannst vanta. Þ.e. þessu blaði er dreift um alla landsbyggðina eftir því sem ég best veit en mér finnst efnið í blaðinu, þ.e.a.s. viðtölin við fræga fólkið vera dálítið mikið um miðbæinn í Reykjavík (nema hjá Palla). Nú fyrst þetta blað á að vera gefið út fyrir landsbyggðina finnst mér að það þyrfti að kanna aðstæður í öðrum bæjum og segja dálítið frá því. Ég bý t.d. á Akureyri og mér finnst það sem sagt er í blaðinu um miðbæ Reykjavíkur ekki vera neitt líkt til dæmis miðbæ Akureyrar. Finnst mér að ráða þurfi bót á þessu og fá einhverjar greinar um aðra bæi. Hitt sem að mér fannst vanta var viðtöl við „klín" og „un-klín" unglinga. Það finnst mér vera mjög mikilvægt til þess að unglingar geti fengið að sjá muninn. Það sem ég er að meina er að „un-klín" unglingur mundi tala um allt annað en „klín" unglingur. Þetta fannst mér vanta en annars verð ég að segja að þetta var frábært blað og mjög gott efni í því. Nú eitt enn langar mig að segja og það er að ef þið hafið áhuga þá væri ég meira en fús til þess að prófa að senda ykkur greinar um það efni sem ég var að tala um (allavega héðan frá Akureyri) og ég vona að þið hafið tekið mark á þessum athugasemdum. Þóra Björk Otteseit niii-iKiiiiit ------▼------ Það þekkja kannski fleiri Bryndísi Ólafsdóttur sundkonu en Bryndísi Ólafsdóttur aflraunakonu. Bryndís á frækinn feril að baki sem sundkona en nú hefur hún skipt um gír og hendir lóðum, dregur bíla og hleypur með Sterkasta kona Islands sandpoka. í dag hefur Bryndís sýnt þjóðinni að hún er ein sterkasta kona landsins og nú nýlega vann hún einmitt keppnina um titilinn sterkasta konan á íslandi. Við hjá Skinfaxa óskum þessum fjölhæfa íþróttamanni til hamingju með titilinn og hver veit hvaða íþrótt Bryndís tekur upp næst? .. ytútnL&Skm Hressir útlendingar, í heimsókn hjá UMFI Nítján einstaklingar frá 13 Evrópulöndum heimsóttu okkur hjá UMFÍ í byrjun sumars. Heimsóknin var á vegum Ungs fólks í Evrópu en hópurinn kom hingað til lands til að kynna sér starfsemi ungmennasambanda og félagsmiðstöðva og til að kynnast samstarfsmönnum frá öðrum löndum. Á vikutíma heimsótti hópurinn meðal annars athvarf Rauða Kross Islands, Hitt Húsið, Ungmennafélagið Breiðablik og íþrótta- og tómstundaráð í Reykjavík. Síðustu tvo dagana var síðan farið farið til Víkur, á Laugarvatn og endað í Þórsmörk þar sem myndin að ofan er einmitt tekin. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.