Skinfaxi - 01.05.1996, Page 12
I
Margir sem
þunglyndir
Sjúkrahúsi Reykjavíkur er starfrækt
■I áfailahjólp en þegar orðið áfallahjálp ber á
l.'íjmi góma dettur kannski flestum í hug snjóflóð
MlH e&a annaö þess háttar. Það eru kannski
færri sem átti sig á því að i áfallahjálpinni er líka
verib að glíma við afleiðingar fíkniefna eins og á
svo mörgum öðrum stöðum i þjóðfélaginu, en
hverjir leita til áfallahjálpar? Blaðamaður Skinfaxa
fór og hitti Rögnu Gústafsdóttur hjá áfallahjálpinni
og fékk meðal annars svar við þeirri spurningu.
„ÞaS hefur or&iS mikil aukning á því hversu margir leita til
okkar og allir sem lent hafa í miklu áfalli og ef við tengjum það
við fíkniefni þá eru mjög margir sem leggjast í þunglyndi eftir
fíkniefnanotkun og hafa þá nærri því or&ið sjálfum sér eða
öðrum að voða. Þetta fólk getum við flokkað undir þessa
áfallahjálp og það er alveg geysilegur fjöldi sem kemur hingað
inn til okkar."
Hvað gerið þið fyrir þetta fólk sem leitar til ykkar?
„Við erum með hóp sem starfar við áfallahjálpina og það eru
hjúkrunarfræðingar, geðdeild, prestar og fleiri aðilar sem koma
>að hinum ýmsu málum. Þetta byggist auðvitað allt á þvi hvert
málið er og hvaða hjálp einstaklingurinn þarf á að halda.
Þessi hjálp þarf ekki alltaf að fara fram hérna heldur förum við
vinnustaði, í skóla eða eitthvert annað út i þjóðfélagið.
ijög mikið hringt og beðið um áfallahjálp en sumt fólk
og heldur að hér sé um að ræða hjálp við öllu.
fólki auðvitað alltaf og þá erum við með
er best að leita fyrir þá sem við getum
krakkar leiti til ykkar?
ekki margir hingað í áfallahjálpina en það
koma hins vegar margir hingað á spítalann um hverja helgi.
Þá eru það krakkar sem hafa verið eitthvað að fikta með
eiturlyf og oft á tíðum eru lyfin svo mikið blönduð einhverjum
óþverra að krakkarnir verða veikir og eru oft á tíðum mjög
hræddir um að þeir séu jafnvel að deyja. Þegar þessir krakkar
koma inn reynum við að gera þeim grein fyrir því að þeir verði
nú að hugsa sitt mál og svo bendum við þeim á leiðir út úr
vandanum."
Hvað eru þetta gamlir krakkar?
„Við fáum krakka alveg niður í 1 3 ára sem eru annaðhvort
undir áhrifum einhverra fíkniefna eða eru ofurölvi niður í bæ
þegar þeir eru teknir af lögreglunni. Lögreglan þorir ekki að
láta þá i steininn þar sem þetta eru yfirleitt skilríkjalausir
krakkar og koma þá í staðinn með þá til okkar þar sem þeir
eru undir eftirliti þar til rennur af þeim."
Hvenær er einstaklingur það langt leiddur að hann
þurfi að leita sér hjálpar?
„Því er erfitt að svara en ég held að einstaklingur sem er farinn
að missa stjórn á skapinu og neyslunni og í rauninni þeir sem
eru farnir að neyta fíkniefna ættu að leifa sér hjálpar."
UMFÍ