Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Síða 29

Skinfaxi - 01.05.1996, Síða 29
OVinsælasta eiturlyfiðO Það er án efa eitt mest notaSa eiturlyfið í heimin- um í dag þrátt fyrir a& það sé mjög sjaldan litið á það sem eiturlyf. ÞaS hefur sterk áhrif á neytandann, gefur honum aukna afkastagetu og margir sem eru „langt leiddir" finna fyrir fráhvarfseinkennu m þegar þeir eru án þess. Hér er um að ræða eiturlyf sem hver og einn verður var við á hverjum degi og margir nota oft á dag. Hér erum við að sjálfsögðu að tala um koffeín - efni sem finnst meðal annars í kaffi, te, cola-drykkjum, súkkulaði og svefntöflum. Kaffi var fyrst drukkið í Arabíu og Tyrklandi á fimmtándu öldinni. Almenningur byrjaði að drekka kaffi þar sem honum fannst það örva tal og gefa neytandanum meiri kraft. Þegar sykri var síðan bætt út í kaffið var um ennþá meiri örvun að ræða og kaffi varð einn vinsælasti drykkur heims. Árið 1 652 var fyrsta kaffihúsið opnað í London en í dag er nánast ómögulegt að ímynda sér þjóðfélag án kaffihúsa og hvað þá án kaffis. Tveir bollar af kaffi innihalda um 150- 300 milligrömm af koffeíni og fer neytandinn að finna fyrir áhrifum eftir um þrjátíu mínútur frá neyslu. Líkamshitinn, blóðþrýstingur og afkastageta eykst en lyst og svefnþörf minnka. Mikil kaffi- drykkja getur valdið slæmum höfuðverkjum, niðurgangi og miklu stressi. Mörgum kaffineytendum finnst ómögulegt að byrja daginn án þess að fá kaffibolla og þá helst í rúmið. Flestir foreldrar banna börnum sínum að drekka kaffi en gera sér ekki grein fyrir því að þau geta verið að ánetjast koffeíni úr gosdrykkjum, súkkulaði, súkkulaðiís og fleiru sem inniheldur efnið. Algengt er að krakkar allt niður í sex mánaða gamlir byrji að ánetjast koffeíni og með breytum matarvenjum á lífsleiðinni er yfirleitt alltaf eitthvað sem einstaklingurinn neytir sem inniheldur koffeín. KNATTSPYRNUFÉLÖb ATHU6IB! Breiðablik í Kópavogi býður flóðlýstan og upphitaðan gerfigrasvöll til æfinga og leikja. Leigjum hálfan og heilan völl. Allar nánari upplýsingar í síma 564 1990. ^nnGJARm vcrð fmrir toppaðítöðu. UMFÍ SkinfaxI/29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.