Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1996, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.05.1996, Qupperneq 35
Náið árangri Fáir iþróttamenn hafa vakið jafn mikia eftirtekt í íslenskum íþróttaheimi í vetur og handknattleiksmaðurinn Julian Duranona. Hann er þrítugur landflótta Kúbverji sem gekk til li&s við KA á Akureyri síðastliðið haust. Duranona hefur svo sannarlega slegið í gegn; er markahæsti leikmaður Islandsmótsins og hefur orð á sér fyrir að vera sannkallaður markvarðahrellir. En hann hefur ekki síður vakið athygli fyrir Ijúfmannlega framkomu og mikla íþrótta- mennsku, bæði innan vallar sem utan. Julian Duranona er mikill reglumaóur og hefur ákveðnar skoðanir á vimuefnaneyslu. „Þeir unglingar sem ætla sér að ná langt í íþróttum gera það svo sannarlega ekki meb neyslu vímuefna. Vímuefni eru flótti frá raunveruleikanum og hvet ég íslenska unglinga að láta ekki glepjast af sölumönnum dauðans," segir þessi snjalli íþróttamaður. Duranona er ekki síður á móti neyslu stera en vímuefna. „Sterar eru ekkert annað en vímuefni. Menn ná ef til vill tímabundnum árangri i íþrótt sinni en oftast með dýrkeyptum afleiðingum. Bæði geta menn fengið ævilangt keppnisbann en það sem er mun alvarlegra er að steraneytendur eru að stórskaða sig með neyslu þessara lyfja. Segið því nei við neyslu vímuefna og náið árangri án fíknar," segir Julian Duranona. UMFÍ SkinfaxI/35 landboltakappinn Julian Duranona í stuttu spjalli

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.