Skinfaxi - 01.12.2001, Page 32
Björn B. Jónsson
formaður UMPÍ
Ég vonast til að mín verði getið
sem formanns sem leiddi UMFI
inn í nýja tíma á nýrri öld. Jsg*
Ég hef lengi
verið á þeirri
skoðun að það
eigi að vera
tvenn lands-
samtök í þessu
landi sem sinna
ungmenna- og
íþróttastarfinu.
Það er að segja
ein grasrótar-
samtök og ein
afreksíþrótta-
samtök.
s /
A 42. sambandsþingi UMFI, sem
haldið var í sumar, var Björn B.
Jónsson kjörinn formaður UMFí,
en Björn hefur setið í stjórn
UMFÍ frá 1995 og verið varafor-
maður hreyfingarinnar undan-
farin ár. Björn er uppalinn í Bisk-
upstungum en býr á Selfossi í
dag og er framkvæmdastjóri Suð-
urlandsskóga. Valdimar Krist-
ófersson kom við á skrifstofu
hans á Selfossi, þáði kaffi og
kökur og ræddi við hann um
UMFI og þau mál sem hafa verið
í brennidepli að undanförnu.
Þú varst kjörinn formaður UMFÍ á síðasta sam-
bandsþingi. Er gamall draumur að rætast? „Ég hef
ekki reynt leynt og ljóst að verða formaður UMFI. En
ég neita því ekki að ég hafi mikinn áhuga á
málefnum Ungmennafélagshreyfingarinnar í gegn-
um árin. Að hafa möguleika á að koma sínum
áhugamálum til framkvæmda hlýtur að flokkast
undir ákveðin forréttindi. Þannig má segja að vissu
leyti gamall draumur sé að rætast."
Nýr skipstjóri siglir oft á aðrar slóðir en forveri
hans. Ert þú öðruvísi þenkjandi en fyrrverandi
formaður og með aðrar hugmyndir? „Allir hafa sína
skoðun á því sem þeir taka sér fyrir hendur. Við
ungmennafélagar höfum verið lánsamir með for-
menn í gegnum árin, sem allir hafa staðið sig vel.
Þeir hafa sett sinn svip á hreyfinguna, hver með
sínum hætti. Eg vonast til að mín verði getið sem
formanns sem leiddi UMFI inn í nýja tíma á nýrri
öld. Það er stór hópur fólks innan UMFI sem hefur
ákveðnar skoðanir á hvernig framtíð UMFÍ á að vera
og ég er eirtn þeirra."
Þú ert þekktur fyrir að vera mikill umhverfis- og
náttúrunnandi. Ætlar þú að leggja meiri áherslu á
þessa þætti í starfi Ungmennafélagsins? Umhverf-
ismál munu vonandi fá mikla athygli innan UMFÍ á
næstunni. En hvort þau munu fá meira vægi innan
hreyfingarinnar en aðrir málaflokkar verður að
koma í ljós. Það þykir orðið sjálfsagður hlutur hjá
flestum að ganga vel um umhverfi sitt og þar verða
ungmennafélagar að vera í fararbroddi eins og þeir
hafa verið hingað til."
Þú hefur strax látið til þín taka og gert ákveðnar
skipulagsbreytingar á stjórninni og komið á legg
þremur sviðum, það eru íþrótta-, menningar- og
umhverfissvið. Flvert er hlutverk þessara nýju
sviða? „Sviðsstjórum er ætlað að hafa góða yfirsýn
yfir sinn málaflokk í starfi UMFI og vera stjórn
ráðgefandi á hverju sviði fyrir sig. Auk þess er
þeim ætlað að vinna með nefndum innan UMFI að
stefnumótandi tillögum og verða nefndum innan
UMFI ráðgefandi á sínu sviði.
í hverju sviði sitja þrír menn þ.e.a.s. sviðsstjóri
sem er tilnefndur úr stjórn UMFI og tveir úr
grasrót hreyfingarinnar. Sviðum UMFÍ er ætlað
það hlutverk að koma með ábendingar að nýjum
leiðum í starfi UMFI eða breytingar á núverandi
starfi. Síðan er hugmyndin að fjalla um framtíð-
arsýn UMFÍ á vorfundi vorið 2002."
Þú talaðir um það í viðtali við Skinfaxa í fyrra að
þú teldir að formaður UMFÍ þyrfti að vera búsett-
ur í Reykjavík. Hver eru viðhorf þín í dag? „Ég er
ennþá á þeirri skoðun, en ég tók þá ákvörðun að
láta ekki Hellisheiði verða þröskuld í vegi fyrir að
taka við formennsku í UMFI. Allur sá tími sem fer
í að keyra yfir Hellisheiði er tímaeyðsla og væri
betur varið í fundarsetur eða önnur verkefni sem
eru ærin.
Það hefur þó komið í ljós að hugmyndir geta
fæðst á leiðinni yfir Heiðina eða þá að tími vinnst
til að móta eða þróa hugmyndir betur sem hafa
verið í burðaliðnum um lengri eða skemmri tíma."
A sambandsþinginu í lok október var farið yfir
umsókn ÍBR og ÍBH um aðild að samtökunum.
Fundarmenn tóku vel í þessa umsókn en hver
verður framvinda rnála? „Það er sjö manna nefnd
að fara í "naflaskoðun" á UMFI, þar á meðal hvort
það eigi að taka inn í hreyfinguna íþróttabanda-
lögin í landinu. Þetta er spennandi kostur og að
vissu leyti mjög ögrandi. Ég hef lengi verið á þeirri
skoðun að það eigi að vera tvenn landssamtök í
þessu landi sem sinna ungmenna- og íþrótta-
starfinu. Það er að segja ein grasrótarsamtök og ein
afreksíþróttasamtök."