Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2003, Page 4

Skinfaxi - 01.02.2003, Page 4
Fréttapunktar frá UMFÍ Umhverfisverðlaun UIVIFÍ og Pokasjóðs Fimmtudaginn 27. mars afhenti umhverfisráð- herra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisverðlaun UMFI og Pokasjóðs. Umhverfisverðlaunin voru veitt í Gunnarsholti. Umhverfisverðlaunin hlaut að þessu sinni Sveinn Runólfsson, forstjóri Landgræðslu rikisins fyrir framúrskarandi störf í þágu umhverfismála. Að lokinni afhendingu verðlauna voru flutt ávörp og bornar fram veitingar. Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs eru nú veitt í sjöunda sinn. Verðlaun þessi voru veitt í fyrsta sinn árið 1996 og hafa þau áður verið veitt eftirfarandi aðilum: Hótel Geysi, Sorpu, Austur Héraði, Lauganesskóla, Hvanneyrarstað og Ferða- málasamtökum Vestfjarða. I starfi ungmennafélagshreyfingarinnar er meðal annars unnið að því styrkja sambúð íslendinga við landið, bæta umgengni og efla skilning á starfsemi lifríkisins. Eins og segir í sígildri yfirskrift hreyf- ingarinnar: ræktun lýðs og lands. Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál. Markmið Pokasjóðsins eru þau að stuðla að bættu umhverfi landsins, fegrun þess og uppgræðslu. Til að ná þessum markmiðum mun sjóðurinn veita fé til stærri verkefna sem uppfylla þau skilyrði sem stjórn hans setur hverju sinni. Pokasjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum en merki á haldi hvers poka segir til um hvort versl- unin greiði í sjóðinn eða ekki. I dag greiða 160 ver- slanir í sjóðinn og eru þær staðsettar um allt land. Ungmennafélag íslands og Pokasjóður hafa á undanförnum árum átt gott samstarf að verkefnum sem varða umhverfismál. Umhverfisverðlaun UMFI og Pokasjóðs eru nú í fyrsta skipti veitt einstaklingi. Störf Sveins Runólfssonar að umhverfismálum og uppbygg- ingu lands hafa vakið athygli þeirra sem láta sig umhverfismál skipta. Badminton í sumar Ungmennafélag Islands í samstarfi við Badmintonsamband Islands ætla í sumar að bjóða félögum uppá badmintonnámskeið vítt og breitt um landið. UMFÍ og DGI í Danmörku hafa undirritað samning um aukið sam- starf um kynningu á badminton- íþróttinni og munu tveir danskir þjálfarar vera hér í sumar og bjóða uppá námskeið hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðin er hægt að sérsníða að hverjum stað og eru bæði ætluð byrjendum og lengra komnum og einnig er hægt að vera með sér námskeið fyrir þjálfara. Hvað þeir dvelja lengi á hverjum stað ræðst af því hve mörg félög óska eftir því að fá þá til sín, en þess tími getur verið frá 1 - 3 daga. Ef mikil aðsókn verður í að fá þjálfarana þá getur staðan orðið þannig að ekki vinnst tími til að heimsækja alla. Þá ræður fyrstir panta fyrstir fá. UMFÍ greiðir öll laun þjálfaranna og ferðir þeirra á staðinn. Félögin sjá um húsnæði og fæði á meðan þeir dvelja hjá þeim. Tíminn sem um er að ræða er frá 14. júlí til 14. ágúst. Leiðtogaskóli UMFÍ og NSU I sumar verður Leiðtogaskóli NSU haldinn á Laugarvatni 7. -13. júlí. Þetta er í annað sinn sem þessi skóli er haldinn á Islandi. Síðasta sumar var hann haldinn á Gufuskálum en verður nú á Laugarvatni. Leiðtoga- skólinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 18 -25 ára sem hefur áhuga á að vera í forystu í félagsstörfum. Nauðsynlegt er að þátttakendur geti tjáð sig á skandinavísku og ensku. Þátttakendur koma frá öllum Norð- urlöndunum og verða á bilinu 30 - 35 þar af eru Islendingarnir 6. Skólinn er styrktur af Youth programmi Evrópusambandsins og Nordisk Ungdomskomitee og er þátttak- endum að kostnaðarlausu. Fyrirlesarar eru allir helstu sérfræð- ingar okkar á þessu sviði. Skólinn í fyrra vakti mikla athygli og mikil aðsókn er í hann í ár. Það eru félögin sem tilnefna þátttakendur þannig að þeir sem hafa áhuga sækja um í gegnum sitt ungmennafélag. Hættum að reykja hvatningarátak Framhaldsstarf hvatningarátaks UMFÍ er nú i fullum gangi. Efnt hefur verið til samkeppni SYNGIÐ SJALF, þar sem börn og unglingar eru hvött til að syngja lögin á geisladisknum Hættum að reykja og senda upptöku á kasettu eða geisla- diski til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ. Þá er einnig hafin SLAGORÐASAM- KEPPNI gegn reykingum og VERÐLAUNAGETRAUN. Veglegir vinningar tengdir íþróttum, tónlist og ferðalögum verða veittir fyrir besta flutning á lagi, rétt svör og besta slagorð. Geisladiskurinn Hættum að reykja með Birgittu Haukdal, Jónsa í Svört- um fötum, Hreimi í Landi og sonum og Jóhönnu Guðrúnu nýtur mikilla vinsælda hjá ungu fólki en á disknum eru lögin Tóm tjara, Svæla svæla og Furðuverk. Geisladiskinn Hættum að reykja er hægt að panta hjá UMFI og hægt að nota til fjárölfunar fyrir ungmenna- félög og deildir, skóla eða félagsmið- stöðvar. Upptökur með lögum, slagorð eða svör í getraunaleiknum sendist til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, rnerkt „'Hættum að reykja - syngið sjálf", Hættum að reykja slagoðrasamkeppni" Samningur við Þjónustumið- stöðvar UMFÍ á landsbyggðinni í febrúar sl. var á Egilsstöðum skrif- að undir samning á milli Ungmenna- félags Islands og fimm héraðssam- banda um rekstur þjónustumið- stöðva UMFÍ á landsbyggðinni. Hér- ðassamböndin eru HSK, UÍA, HSV, UMSE og UMSB. Hlutverk þjónustu- miðstöðvanna er að þjónusta félags- menn á sínum svæðum og einnig nærliggjandi héraðssambanda. Jafn- framt að stýra verkefnum UMFÍ á svæðinu og miðla upplýsingum til félaga og deilda og fjölmiðla; hvort heldur er um ræðir fræðslu eða kynningarmál, landsverkefni eða mót innan hreyfingarinnar. Þjón- ustumiðstöðvarnar UMFÍ og við- komandi héraðssambanda eru staðsettar í Borgarnesi, ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.