Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2003, Side 8

Skinfaxi - 01.02.2003, Side 8
Unglingalandsmót UIVIFÍ á ísafirði 2003 Lofa frábærri skemmtun Hljómsveitin Á móti sól ætiar að taka þátt í gleðinni á Unglingalandsmótinu Ætla að taka þátt í gleðinni og njóta alls þess sem Isafjörður hefur upp á að bjóða „Við verðum með tvo almenna útidansleiki á Unglingalandsmótinu, laugardag og sunnudag, þar sem við lofum frábærri skemmtun. Síðan ætlum við bara að taka þátt í gleðinnni með mótsgestum alla helgina og njóta alls þess sem ísafjörður hefur upp á að bjóða/' sagði Magni þegar hann var spurður út í hvað þeir ætluðu að gera á Unglingalandsmótinu. En hvernig stóð á því að þeir félagar ákváðuð að leika á ULM á ísafirði um verslunarmannahel- gina þegar þeir gátu valið úr fjölda verkefna? „Við erum búnir að spila þrisvar á Þjóðhátíð og mig grunar að þetta sé eini viðburðurinn sem gæti toppað þá lífs- reynslu. Auk þess sem allt I sambandi við þessa hátíð hljómaði mjög vel í okkar eyrum." Nú má segja að verslunarmannahelgin sé stærsta og feitasta helgi hljómsveita ár hvert á íslandi með öllum þeim úthátíð- um sem í boði eru. Voru þið lengi að taka þá ákvörðun að mæta á Isafjörð? „Ég get ekki sagt það - Þetta er bara einn af þessum hlutum sem maður á augljóslega að gera." Nú er áfengisneysla bönnuð á ULM. Hafði það einhver áhrif á val ykkar og er Það verður ein allra vinsælasta hljómsveit landsins, A móti sól sem mun skemmta gestum á Unglingalandsmótinu á Isafirði um verslunarmannahelgina. Þeir félagar, Þórir, Heimir, Stefán, Sævar og Magni, sem skipa hljómsveitina lofa miklu fjöri og bíða spenntir eftir mótinu. Þeir halda tvenna tónleika og munu væntanlega leika nokkra af helstu smellum hljómsveitar- innar t.a.m. Sæt, Á þig, Spenntur og Afmæli. Þá er hljómsveitin að gefa út nýja plötu í sumar og er ætlunin að kynna hana m.a. á Unglingalandsmótinu. Valdimar Kristófersson ræddi við Magna Ásgeirsson söngvara um Ung- lingalandsmótið og hljómsveit- ina. skemmtilegra að spila fyrir framan als- gáða áhorfendur en drukkna? „Það hafði engin áhrif á valið. Það er stemmningin hverju sinni sem skiptir máli og við vitum það að þarna eiga allir eftir að skemmta sér konunglega án áfengis." Fimm vinir sáttir við lífið Hvað með hljómsveitina sjálfa. A hvaða tímamótum stendur hún í dag? „Við erum bara fimm vinir sem eru sáttir við lífið og tilveruna. Það eru ákveðin tímamót ekki satt?" Þið hafið ekki hugsað ykkur að semja einn smell fyrir Unglingalandsmótið sem

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.