Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2003, Page 26

Skinfaxi - 01.02.2003, Page 26
Hreimur Heimisson „Hef alla tíð ætlað mér að verða það sem ég er í dag“ - segir Hreimur Örn Heimsson tónlistarmaður í viðtalið við Skinfaxa Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heim- isson í hljómsveitinni Land og synir tók þátt í verkefninu „Hættum að reykja" sem UMFÍ stendur að fyrir tilstilli tónlistarmannsins Jóhanns G. Jóhanns- sonar. Hreim þarf vart að kynna þar sem hann hefur um nokkurt skeið verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum þjóð- arinnar. Skapti Örn Ólafsson mælti sér mót við kappann í Stúdíó Sýrlandi ekki alls fyrir löngu, en þar hefur hljómsveitin Land og synir verið að undanförnu við upptökur á nýrri breiðskífu. Tilefnið var að spjalla við Hreim um tónlistina og verkefnið „Hættum að reykja." „Varð að gera eitthvað - vinna við eitthvað" „Það er nú skrýtin saga að segja frá," segir Hreimur Örn þegar hann er spurður út í sína æsku. „Það má segja að fram að tólf ára aldri lifði ég afskaplega tilbreytingarlausu lífi og ekkert að gerast hjá mér. Ég er síðan sendur í sveit að Brekkum í Holtum og vann þar eitt sumar. Fljótlega eftir það ákveða mamma og pabbi að flytja í sveitina sem ég var ekkert sáttur við," segir Hreimur. Það eina sem hann gerði var að leika sér í Nintendo leikjatölvu og spila fótbolta. „Síðan verða mikil sinnaskipti og ég varð að fara að gera eitthvað - vinna við eitthvað," segir hann og bætir við að á þessum tímapunkti hafi æska hans byrjað fyrir alvöru. Hreimur Örn býr í sveitinni frá þrettán ára aldri og þar til hann er átján ára, en þá flutti fjölskyldan til Noregs og Hreimur flytur til Reykjavíkur. Hljómsveitin Land og synir er hér komin til sögunnar og höfðu strákarnir starfað í eitt ár þegar Hreimur flytur í borgina. „Arið 1998 ákvað ég að sjá hvert hugurinn stefndi og hvað ég vildi gera. Nema hvað þá gekk líka svona rosalega vel með hljómsveitina og ég er ekki enn farinn til Noregs," segir Hreimur sem rifjaði því næst upp fyrir blaðamanni fyrstu kynni sín af tónlist. „Ég var einskonar íþróttaálfur í skólanum og tók þátt í öllum íþróttum sem boðið var upp á. Síðan var haldin einhver hæfileikakeppni sem ég varð náttúrulega að taka þátt í. Allri höfðu nú reiknað með að stúlka að nafni Karólína myndi vinna en það varð heldur betur uppi fótur og fit þegar atkvæðagreiðsla í salnum kaus mig sem sigurvegara og hana í annað sæti," segir Hreimur Örn sem sigraði með Elvis Presley slagara. „Það kom mér heldur betur í opna skjöldu að ég skildi vinna og má segja að lagið hafi verið lítið æft. Rétt áður en ég fór upp á svið hljóp ég að Arna Þór, vini mínum og fyrrverandi gítarleikara í Landi og sonum, og bað hann um að kenna mér að tvista." „Fékk ekkert út úr þessu" Þegar Hreimur er spurður út í þátttöku sína í undankeppni Eurovision ekki alls fyrir löngu sagði hann þá reynslu ekki góða. „Ef ég á að segja eins og er þá var þetta ömurlegt. Þetta var ekki gaman og ég fékk ekkert út úr þessu nema hrikaleg mistök tæknistjóra Sjónvarps," segir Hreimur en í beinni útsendingu sjón- varpsins var röng upptaka af laginu spiluð. „Þetta endaði svo sem í góðu. Ég fékk afsökunarbeiðni frá sjónvarpinu en ef ég á að vera hreinskilinn þá skildi þetta ekki mikið eftir sig. Kannski vegna þess að ég var ekki að syngja lag eftir sjálfan mig," segir hann.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.