Skinfaxi - 01.04.2003, Síða 6
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði
Unglingalandsmót Ungmennafélags íslands verður
haldið um næstu verslunarmannahelgi á ísafírði, en mótið
er vímuefnalaust. Þetta er í sjötta skiptið sem mótið er
haldið og hafa tugþúsundir gesta sótt mótið undanfarin
ár. Það þarf að mörgu að huga fyrir slíkt mót og margar
hendur þurfa að koma að undirbúningnum svo að vel megi
til takast. Velvilji fyrirtækja og opinberra stofnana skiptir
✓
þar miklu máli enda kostnaður við slíkt mót mikill. I ár
eru það mörg fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum svo að
mótið verði hið glæsilegasta. Menntamálaráðuneytið, með
Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra í farabroddi,
lætur ekki sitt eftir liggja og styrkir Unglingalandsmót
UMFÍ með miklum glæsibrag.
„ Ll |P 13 LJ J'J 1jí\U\J\JU | J'JJ DT JH
iJFÍUií 'úmm £jJLL)J 3J-JT
- i33íji/ 'Iojjjuíí JjjíJJ UJ/J|jj jjjyjjjJíiijjJíiJuj'íiDjjy/j'u
Það má því ætla að Tómasi Inga hafi
litist vel á þetta framtak UMFÍ að halda
vímuefnalausa fjölskylduhátíð um
verslunarmannahelgina þar sem aðal-
áherslan er lögð á fjölbreytta dagskrá
fyrir krakka á aldrinum 11 til 18 ára?
„Markmið mótsins er að ná til sem flestra
unglinga og efla félags- og íþróttastarf
þeirra því fellur það vel að verksviði íþrótta-
og æskulýðsdeildar ráðuneytisins. Ungl-
ingalandsmótið, sem hefur verið haldið sl.
þrjú ár, hefur sannað gildi sitt. Unglingar
eru almennt lífsglaðir og njóta þess að
reyna með sér og skemmta sér á heil-
brigðan og uppbyggjandi hátt sé þeim
boðið upp á þann kost.“
UNGLINGA
LANDSMOT
UMFÍ
Hvaða þýðingu telur þú að svona mót
hafi fyrir æsku landsins? „Rannsóknir
benda tiJ að þátttaka í íþrótta- og félags-
starfi hafi mikið forvarnargildi og stuðli að
bættri sjálfsmynd og að ungmenni sem
stunda íþróttir lendi síður upp á kant við
lögin. Mót sem þetta er auðvitað til þess
fallið að efla áhuga æskunnar á íþróttum
og er því mjög mikilvægt sem slíkt.“
Baráttan gegn vímuefnum tekur sjálf-
sagt aldrei enda en hvernig hefur okkur
miðað á undanförnum árum í barátt-
unni og hvernig er staðan í dag? „Kann-
anir sýna að neysla 8., 9. og 10. bekkinga
hefur farið minnkandi síðustu ár og er það
jákvætt. Þrátt fyrir minnkandi neyslu er
forvarnarstarf og barátta við vímuefna-
vandann verkefni þar sem aldrei má sofna
á verðinunr.“
Eru börn og unglingar meðvitaðri í dag
um skaðsemi vímuefna en fyrir nokkr-
um árum? „Erfitt er um það að segja en
þó má ætla að ungmenni séu upplýstari og
aðgengi að upplýsingum um skaðsemi
vímuefna sé nú meiri en fyrir nokkrum
árum.“
Nú teygir starfsemi UMFÍ anga sína
víða. Hefur Tómas Ingi eitthvað tengst
starfi ungmennahreyfingarinnar í gegn-
um tíðina? „Mín tengsl við skipulagt ung-
mennastarf voru einkum á vettvangi Knatt-
spyrnufélags Akureyrar og í skátastarfi.“
Starfsemi UMFÍ er fjölbreytt og kjörorð
hreyflngarinnar er „ræktun Iýðs og
lands“ - þú hefur m.a. verið formaður
Skógræktarfélags Eyflrðinga. Er þér
annt um náttúru Islands og hvernig
gengur okkur að rækta landið? „Það er
rétt að ég hef tekið þátt í skógræktarstarfi,
bæði félagsmálum og framkvæmdum.
Þegar ég á tómstundir eru þær gjarnan
helgaðar ræktunarstarfi. Það er rnikill
vöxtur á því sviði og miklar framkvæmdir
víða um landið."
Gefurðu þér mikinn tíma til að ferðast
um ísland og njóta óspilltrar íslenskrar
náttúru? „í seinni tíð hefur verið lítill tími
til að ferðast um óbyggðir landsins en ég
gerði talsvert af því hér áður. Það er ljóst
að ef um hægist hjá mér síðar, eru ferðir
um óbyggðir íslands, bæði gönguferðir og
ökuferðir ofarlega á vinsældalistanum."