Skinfaxi - 01.04.2003, Page 24
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði
A lokakvöldi unglingalands-
mótsins á ísafírði verður öllum
þátttakendum boðið til grillveislu
þar sem grillaðar verða þúsundir
pylsa og þeim skolað niður með
hundruðum lítra af gosi. Það er
Hraðfrystihúsið-Gunnvör sem
býður til þessarar veislu en fyrir-
tækið er stærsta sjávarútvegs-
fyrirtækið á Vestfjörðum og telst
til þeirra stærstu hérlendis. Blaðið
hitti Einar Val Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóra H-G, að máli til að
forvitnast frekar um fyrirtækið.
JJ
VOMST TJ
j
Þetta fyrirtæki á sér nokkra sögu, ekki satt?
„Jú, segja má að saga fyrirtækisins nái rúm 62
ár aftur í tímann en þann 19. janúar árið 1941
var Hraðfrystihúsið hf. stofnað af nokkrum
útgerðarmönnum og fleiri athafnamönnum í
Hnífsdal í því markmiði að byggja hraðfrystihús
í Hnífsdal til frystingar og sölu á alls kyns físki
og beitusíld. Starfsemi félagsins hefur síðan
vaxið jafnt og þétt og orðið fjölbreyttari á þeim
sex áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess.
Með tímanum hafa önnur félög sameinast
Hraðfrystihúsinu hf. en á síðustu árum hafa
veigamestu breytingarnar verið sameining
Frosta hf. og Álftfirðings hf. í Súðavík við
Hraðfrystihúsið hf. og síðan sameining við
Ishúsfélag ísfirðinga og Gunnvöru hf. á Isafirði.
Hvernig er rekstrinum háttað? „Fyrirtækið
er með bolfiskvinnslu í Hnífsdal og lausfryst-
ingu á Isafirði en framleiðslan byggir að mestu
á vinnslu úr fersku hráefni, aðallega þorski og
ýsu. Fyrirtækið gerir út ísfisktogarann Pál
Pálsson ÍS-102 sem aflar hráefnis fyrir bolftsk-
vinnslu félagsins í Hnífsdal. Við erum einnig
með rækjuvinnslu í Súðavík sem byggir að
stórum hluta á vinnslu úr fersku hráefni sem er
um 90% framleiðslunnar. Hráefnisöflunin fer
að stærstum hluta fram á eigin skipum en
fyrirtækið gerir úr þrjá togara á úthafsrækju auk
þess sem þrír minni bátar eru gerðir út á inn-
fjarðarrækju yfir vetrarmánuðina. Loks má
nefna sjóvinnsluna en framleiðsla sjófrystra
afurða byggist eingöngu á vinnslu flakafrysti-
skipsins Júlfusar Geirmundssonar IS-270.
Er það ekki rétt að Júlíus Geirmundsson sé
einn þeirra íslensku frystitogara sem koma
með hvað mest aflaverðmæti að Iandi? „Jú,
það er rétt. Ég get nefnt sem dæmi að samanlagt
aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins - Gunn-
varar hf. á árinu 2002 nam rúmlega tveimur
milljörðum króna og þar af skilaði Júlíus
Geirmundsson langmestu verðmæti eða ríflega
1.100 milljónum króna. Afli hans var 4600 tonn
af afurðum en ísfisktogarinn Páll Pálsson veiddi
tæplega 800 tonnum minna en Júlíus og skilaði
436 milljóna króna aflaverðmæti, sem jókst að
sjálfsögðu verulega í meðförum landvinnslu-
fólks fyrirtækisins."
Þegar fyrirtækið var útnefnt frumkvöðull
ársins í Isafjarðarbæ var tilgreint sérstaklega
frumkvæði þess í þorskeldisrannsóknum?
„Já, við höfum á undanförnum árum verið að
gera tilraunir með þorskeldi og erum nú með í
gangi tvö meginverkefni. Annað snýr að
áframeldi á villtum þorski en þá er 1-2 kg
þorskur veiddur og færður lifandi í sjókvíar og
alinn þar í nokkra mánuði og síðan slátrað eftir
að hafa meira en tvöfaldað þyngd sína í
áframeldinu. Hitt verkefnið er tilraunaeldi á
seiðum, 2-10 gr, sem alin eru upp í sláturhæfan
fisk. Seiðin eru bæði klakin úr hrogni í seiða-
eldisstöð og alin áfram í sjókvíum til slátrunar
eða veidd 2-5 gr að þyngd og alin í seiðaeldis-
stöð og síðan áfram í sjókvíum til slátrunar."
Er þorskeldi þá það sem koma skal?
„Undanfarin ár hefur framleiðsla sjávarafurða
í auknum mæli komið úr eldisfiski og margt
bendir til að sú þróun muni halda áfram. Lítið
er framleitt af eldisþorski í dag og er framleiðsla
seiðanna helsti flöskuhálsinn. Miklum fjár-
munum er varið erlendis í rannsóknir og
þróunarvinnu í framleiðslu þorskseiða, en ætla
má að hægt verði að yfirfæra tækni og þekkingu
á sjókvíaeldi laxfiska yfir á matfiskeldi þorsks
í framtíðinni. Þorskeldisverkefni H-G eru
langtímaverkefni sem unnin eru markvisst og
örugglega. Við lítum svo á að aðalatriðið núna
sé að afla reynslu og þekkingar svo hægt sé að
byggja þetta upp hægt og rólega. Það borgar
sig ekki að taka of stór skref í einu því nóg er af
vandamálum að glíma við. Ég hef hins vegar
trú á því að við náum smám saman að ráða fram
úr þeim og vonandi verður þorskeldi arðsöm
atvinnugrein í framtíðinni."
Það munu vera fá fyrirtæki sem hafa veitt
íþróttastarfsemi og félagslífi í ísafjarðarbæ
eins mikinn fjárstuðning á undanförnum
árum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör. Hefur
fyrirtækið einhverja stefnu í þessum málum?
„I meginatriðum er stefnan sú að langstærsti
hluti þeirra fjármuna sem fyrirtækið lætur af
hendi rakna til íþrótta og menningarmála renni
til aðila á starfssvæði fyrirtækisins, við lítum
reyndar á það sem samfélagslega skyldu
fyrirtækisins að leggja nokkuð af mörkum til
þeirra mála.“
Nú styttist óðum í Unglingalandsmót UMFÍ
í heimabyggð þinni á ísafirði. Leggst mótið
ekki bara vel í þig? „Mótið leggst mjög vel í
mig og ég veit að það á eftir að hleypa miklu
og skemmtilegu lífi í bæjarlífið á meðan á því
stendur. Og auðvitað vonar maður að það verði
til þess að vekja áhuga þeirra sem ekki stunda
íþróttir á gildi þess fyrir börn og unglinga að
stunda heilbrigðar íþróttir.“
Grillvcislan á lokakvöldi mótsins verður
kostuð af Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru og
það er spurning hvort þetta verði ekki
fjölmennasta veisla sem fyrirtækið hefur
boðið til? „Það ætla ég rétt að vona.“
Að lokum, ætlarðu sjálfur að grilla allar
þessar pylsur? „Ætli ég verði ekki að fá aðstoð
góðs fólks við grillið."