Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 26

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 26
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði I árslok 2000 setti Mjólkursamlag fsfirðinga á markað próteindrykk- inn Primus eftir tæplega tveggja ára þróunarvinnu. Primus er eini próteindrykkurinn sem er fram- leiddur hér á landi en slíkir drykkir eru aðallega fluttir inn í duftformi. Sérstaða Primus felst í því að hann er kælivara, tilbúinn til drykkjar og hann þarf ekki að blanda út með undanrennu eða vatni. Til að for- vitnast frekar um þennan heilsu- drykk var rætt við Halldór G. Guðlaugsson, framleiðslustjóra, en Mjólkursamlagið er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkja Unglinga- landsmót 2003 á ísafirði. 77 'pmiÁ vi\m úam ojj Jj Hvað varð til þess að þið fóruð að framleiða Primus? „Hugmyndin að drykknum kvikn- aði þegar menn voru að velta fyrir sér hvemig hægt væri að auka tekjurnar með því að nýta þá umframmjólk sem fellur til á svæðinu. Við skoðuðum heilsuvörumarkaðinn og sáum að fólk er að nota mikið af alls konar duftum. Þá kviknaði hugmyndin að þróa drykk sem kæmi í staðinn fyrir duftið, drykk sem væri tilbúinn og að mestu framleiddur úr mjólk eða undanrennu. Samsetningin væri sú sama en hefði jafnframt ýmsa kosti fram yíir duftið, t.d. þarf neytandinn ekki að ganga með hristara í vasanum." Hvernig gekk að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd? „Við höfðum samband við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og viðruðum hugmyndina þar. í framhaldi af því var skipulagður fundur þar sem aðilar tengdir líkamsrækt og íþróttum voru fengnir til að leggja mat á hugmyndina og var þeirra álit UNGLINGA LANDSMOT UMFÍ mjög jákvætt. Næsta skref var að sækja um aðild að vöruþróunarverkefni Impru og var þetta verkefni samþykkt þar inn. Settur var á fót verkefnishópur þar sem m.a. var verk- efnisstjóri frá Impru, matvælaverkfræðingur frá Matra, rekstrarfræðingur frá Atvinnu- þróunarfélaginu og næringarfræðingur sem veitti ráðgjöf varðandi næringarlega þáttinn.“ Hvernig var þróun vörunnar háttað? „Mjólkursamlagið sá sjálft um að þróa drykkinn með aðstoð matvælaverkfræðings. Gerðar voru prufur sem síðan voru sendar á ákveðinn hóp fólks í líkamsrækt og íþróttum, og álit þeirra fengið á sérstöku eyðublaði. Ut frá þessum svörum var hægt að aðlaga drykkinn að óskum fólks, bæði bragð og samsetningu. Eftir hverja bragðprófun voru framleiddar nýjarprufur og ferlið endurtekið þar til menn voru orðnir ánægðir með útkomuna.“ Hvað er Primus þá nákvæmlega? „Primus erpróteindrykkur sem inniheldurundanrennu, hátt hlutfall próteina en í hverjum skammti eru 26 g af próteinum sem að stórum hluta eru mysuprótein. Einnig inniheldur Primus hátt hlutfall af vítamínum og steinefnum og er auk þess mjög trefja- og kalkríkur. Drykk- urinn er kjörinn fyrir íþróttafólk og aðra sem þjálfa líkamann markvisst og er þróaður með það að leiðarljósi að vera góð viðbót við daglegan kost íþróttamannsins. Primus hentar einnig kyrrsetufólki og þeim sem ekki stunda reglubundnar æfingar því hann inniheldur stóran hluta nauðsynlegs dagskammts af pró- teinum, vítamínum, steinefnum og trefjum. Primus hentar einnig fólki sem er í aðhaldi, þar sem hann getur komið í staðinn fyrir stakar máltíðir." Hvernig hefur markaðssetningin gengið? „Salan á Primus hefur verið viðunandi en við erum að selja uppundir helming þess sem áætlað er. Umframmjólkin nýtist að hluta í þetta en stefnan er auðvitað að selja meira. Próteindrykkurinn hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur á norðanverðum Vestfjörðum en salan hefur gengið hægar annars staðar enda erfitt fyrir lítið fyrirtæki eins og Mjólk- ursamlagið að fara út í kostnaðarsama mark- aðssetningu. I byrjun einbeittum við okkur að kynningum í verslunum og sérstaklega í líkamsræktarstöðvum, en gerðum minna af því að auglýsa í fjölmiðlum. Núna stendur yfir markaðsátak fyrir Primus með auglýsing- um á sjónvarpsstöðvum og kynningum í verslunum, og eftir þeim viðbrögðum sem við höfum fengið gerum við okkur góðar vonir með áframhald framleiðslunnar." Þið ætlið að kynna Primus á Unglinga- landsmóti 2003 á ísaflrði? „Já, við teljum að þarna verði kjörið tækifæri til að korna Primus á framfæri enda álítum við gesti lands- mótsins góðan markhóp fyrir Primus. Annars verður einstaklega gaman að fylgjast með bænum fyllast af fólki og ég efast ekki um að þetta verða skemmtilegir dagar á ísafirði.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.