Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 42
Sumarið 2003 verður, líkt og síðastliðin þrjú sumur, rekin ferðaþjónusta í félagsheimil- inu Dalbæ á Snæfjallaströnd. Boðið er upp á svefnpokagist- ingu, gistingu í uppbúnu, tjald- stæði og almenna veitinga- sölu. Mikil aukning hefur verið í komu ferðafólks í Dal- bæ frá því að reksturinn hófst sumarið 2000. Eins hefur verið stöðug aukning í þróun afþreyingar fyrir ferðafólk á Ströndinni. Eins og áður er það fyrst og fremst þjónusta við göngufólk og fólk sem leggur leið sína út ströndina, en segja má að ekki sé unnt að aka öllu lengra en í Dalbæ. Vegurinn endar tæpum tveimur kíló- metrum utar, við Tyrðilmýri. Síðastliðið sumar var opnuð í Dalbæ, á mikilli rfmnahátíð, byggðasögusýningin „Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkur- hreppum hinum fornu“. Um er að ræða yfirlits- sýningu yfir þá staði sem maðurinn í gegnum aldirnar hefur reist sér bústað og voru í byggð um og uppúr aldamótunum 1900. Mikið mynd- efni og fróðleikur um sögu byggðarinnar er á sýningunni. Nú er lokið við að þýða sýningar- skrána á ensku auk þess sem sett verða upp skilti með upplýsingum um sýninguna á Ströndinni. Stofnað hefur verið svonefnt „Snjáf]allasetur“, en tilgangur þess er að safna saman á einum stað sem mestum fróðleik um Snæfjallströnd og gera hann aðgengilegan á sem fjölbreyttastan hátt. Svo sem á sýningunni í Dalbæ, í bókum og á vefsíðu. Fengist hefur framlag af fjárlögum til að koma setrinu á laggimar. I tengslum við form- lega stofnun Snjáfjallseturs verður haldin hátíð í Dalbæ laugardaginn 12. júlí þar sem gestum verður boðið upp á ýmsan fróðleik og skemmtan. Hvað varðar afþreyingu fyrir ferðamanninn verður líkt og áður unnt að ganga um Ströndina sér lil heilsubótar og skemmtunar. Eins til fjögurra daga gönguferðir um Snæfjallaströnd, Kaldalón í Grunnavík og á Höfðaströnd í Jökul- fjörðum verða sífellt vinsælli. Dagsferð í Æðey hefur einnig notið vinsælda, en þá er siglt í Æðey Svæðið á austanverðum Vestfjörðum, frá Hrútafirði og alla leið norður á Hornstrandir, nefna heimamenn Strandir og sjálfa kalla þeir sig Strandamenn. Á svæðinu búa tæp- lega 900 manns, þar af um 400 í þorp- inu Hólmavík og um 100 á Drangs- nesi. Bæði þorpin er skemmtilegt að heimsækja. Margvíslegferðaþjónusta er á Hólmavík, t.d. veitingastaðurinn Café Riis sem er í elsta húsi þorpsins, og á hverju ári halda Drangsnes- ingar veglega Bryggjuhátíð sem er skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þetta árið er Bryggjuhátíðin 19. júlí. Víða á Ströndum liggur rekaviður í hrúgum í fjörunni, en hann berst með hafstraumum frá ströndum Síberíu. Rekadrumbarnir hafa ávallt verið ein helstu hlunnindi Strandamanna og hann ásamt mörgum öðrum undrum fjörunnar getur gert fjöruferð á Ströndum að ógleyman- legu ævintýri. Strandir eru mikið heimsóttar af göngu- og útivistarfólki enda eru þar óteljandi fallegar gönguleiðir við allra hæfi. Gönguleiða- kort er hægt að nálgast á helstu viðkomustöðum ferðamanna. í hugum fólks hafa Strandir gjarnan á sér dul- úðugan blæ. Strandamenn voru taldir að búa yfir kunnáttu til að beisla náttúruöflin sér til hags- bóta og landslagið allt gerir ferðamönnum auð- veldara að setja sig inn í heim þjóðsagna og trúa sem aldrei fyrr á til vist drauga, álfa og trölla. Á Ströndum hefur verið settur upp fyrsti áfangi Galdrasýningar sem er staðsettur á Hólmavík. Margir af gestum Strandamanna heimsækja Ámeshreppinn reglulega, enda er hann sann- kölluð perla Strandasýslu. í Tékyllisvík kíkja menn við í handverkshúsinu Kört og heimsækja kirkjumar í Ámesi. Þaðan er stutt í sund í Kross- neslaug sem er sérstök upplifun og gönguferð á Reykaneshyrnu svíkur engan. Þeir sem bregða sér í Árneshrepp í sumar ættu að gefa sér góðan tíma til að stoppa og skoða sig unt í Djúpavík, þar sem risavaxin aflögð og gengið um eyna undir leiðsögn eyjarskeggja. í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á siglingu frá fsafirði að Bæjum á Snæfjallaströnd, sem er steinsnar frá Dalbæ. Þaðan verður ekið inn Kalda- lón og gengið fram að Drangajökli með stað- kunnugum aðila. Eftir gönguferð verður ekið í Dalbæ þar sem til reiðu verður súpa og brauð og að lokum siglt aftur til ísafjarðar. Lagt er af stað frá ísafirði klukkan 17:00 alla fimmtudaga frá og með 26. júní. SjóferðirHafsteins og Kiddýar sjá um bátsferðina og unnt er að afla sér nánari upplýsinga og panta hjá Vesturferðum á ísafirði. Síminn í Dalbæ er 455 2660 en einnig 897 6872 eða 697 7818. Netfangið er dalbaer@eldhom.is eða inkjar@eldhorn.is. Veffangið er www.eldhom.is/dalbaer. síldarverksmiðja í ægifögru umhverfi hefur heillað margan manninn í gegnum tíðina. Saga Djúpavíkur við Reykjarfjörð á Ströndum er ævintýraleg í meira lagi og í sumar gefst gestum færi á að kynnast henni töluvert nánar en verið hefur. Þann 7. júlí, þegar nákvæmlega 68 ár eru liðin frá því að síldarverksmiðjan var fyrst gang- sett, verður opnuð sögusýning í einum sal verksmiðjunnar. Önnur sýning sem nýlega var opnuð á Ströndum og nýtur mikilla vinsælda er Sauðfjársetrið í félagsheimilinu Sævangi við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Þar er fjallað á skemmtilegan og lifandi hátt um sauðfjárbúskap fyrr og nú, með sérstakri áherslu á hlut Strandamanna. Mikil áhersla er lögð á að allir aldurshópar finni eitthvað við sitt hæfi. Heimalningar sem eru í fóstri á setrinu eru líka eitt aðalaðdráttarafl sýningarinnar. Handverks- og minjagripasala er einnig í Sævangi og síðast en ekki síst skal nefna kaffistofuna sem þar er starfrækt og er opin á sama tíma og sýningin, frá 10-18 alla daga. Þar geta menn gætt sér á kaffi, heitu súkkulaði og heimilislegu meðlæti, óháð því hvort þeir skoða sýninguna eða ekki. Nánari upplýsingar um Strandir má finna á vefnum www.strandir.is og tengdum vefum. Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík sem er staðsett í félagsheimilinu við tjaldsvæðið svarar einnig öllum fyrirspurnum greiðlega - jafnt á staðnum, í síina 451 3111 og í töl vupósti info@holmavik.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.